Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 59

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 59
JÓN JÓNSSON í SIMBAKOTI 59 honum að segja, og er, þegar öllu er á botninn hvolft, hreint ekki svo lítið. Því er þó jafnan bætt við, að Jón hafi átt stóra kistu fulla af bókum. Það er og orð að sönnu, að bókasafn Jóns í Simbakoti hafi tvístrast að honum gengnum, því að opinbert uppboð var haldið á bókum hans o.fl., eins og það er orðað, hinn 21. okt. 1912 við verslunarhúsin Heklu á Eyrarbakka.3 Þetta fleira voru reyndar sængurfot hans, sem slegin voru á 19 krónur og 80 aura; fatnaður, sem 6 krónur voru gefnar fyrir; olíumaskína, sem hann hitaði sopann sinn á og 45 aurar fengust fyrir; og lífband (notað vegna kviðslits), sem slegið var á 1 krónu. Þar með lauk fyrri hluta uppboðsins, afraksturinn samanlagt 27 krónur og 25 aurar. Þá var röðin komin að bókunum, kistunni lokið upp. Gaf þar heldur betur á að líta, 177 bækur. Kannski þær hafi ekki allar komist fyrir í kistunni. Þær voru boðnar upp í 88 númerum, oftast tvær í hverju, stöku sinnum þrjár, jafnvel ein, hver einasta slegin, heildarupphæð 177 krónur og 65 aurar. Kistan ein var eftir; hæsta boð 2 krónur og 60 aurar. Reytur þurfamannsins slegnar alls á 207 krónur og 50 aura. Þar með var þessu lokið. Bækur Jóns í Simbakoti, sem hann haíði safnað á langri ævi og munu hafa talist töluverð bókaeign á hans dögum og jafnvel enn í dag, fóru á víð og dreif, til 27 manna. Nýju eigendurnir voru að vísu flestir af Eyrarbakka og úr nærliggjandi hreppum, svo að þær hafa haldist á sömu slóðum um sinn og gengið á milli manna. En lítum á, hverjir voru á uppboðinu og héldu heim þaðan bók eða bókum ríkari, hve margar bækur hver og einn hlaut og hve mikið hver þeirra galt fyrir. Hér skulu þeir taldir: Árni Árnason í Stígshúsi á Eyrarbakka Árni Hclgason bóndi á Garðsstöðum á Stokkscyri Einar Jónsson járnsmiður á Eyrarbakka Eiríkur Árnason bóndi í Þórðarkoti á Eyrarbakka Friðrik Sigurðsson formaður í Hafliðakoti á Stokkseyri Guðmundur Hannesson bóndi í Jórvík í Flóa Guðmundur Höskuldsson bókbindari í Zephyr á Eyrarbakka Guðmundur Jónsson oddviti í Einarshúsi á Eyrarbakka Hannes Jónsson bóndi á Stóru-Reykjum í Hraunhreppi Jóhann V. Daníelsson verslunarstjóri í Haga á Eyrarbakka Jóhannes Jónsson borgari í Merkisteini á Eyrarbakka Jón Helgason prentari í Samúelshúsi á Eyrarbakka Jón Ólafsson vinnumaður í Foki á Stokkseyri Jón Sigurðsson í Kaldaðarnesi í Flóa Karl H. Bjarnason prentari í Nýjabæ á Eyrarbakka Bækur Kr., aur. 2 1,50 10 17,80 4 4,40 2 1,00 6 5,60 6 6,30 2 0,10 7 8,20 8 8,70 ■ 2 1,90 6 5,00 14 9,85 9 11,10 5 6,90 6 6,90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.