Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 59
JÓN JÓNSSON í SIMBAKOTI
59
honum að segja, og er, þegar öllu er á botninn hvolft, hreint ekki svo
lítið. Því er þó jafnan bætt við, að Jón hafi átt stóra kistu fulla af
bókum.
Það er og orð að sönnu, að bókasafn Jóns í Simbakoti hafi tvístrast
að honum gengnum, því að opinbert uppboð var haldið á bókum
hans o.fl., eins og það er orðað, hinn 21. okt. 1912 við verslunarhúsin
Heklu á Eyrarbakka.3 Þetta fleira voru reyndar sængurfot hans, sem
slegin voru á 19 krónur og 80 aura; fatnaður, sem 6 krónur voru
gefnar fyrir; olíumaskína, sem hann hitaði sopann sinn á og 45 aurar
fengust fyrir; og lífband (notað vegna kviðslits), sem slegið var á 1
krónu. Þar með lauk fyrri hluta uppboðsins, afraksturinn samanlagt
27 krónur og 25 aurar. Þá var röðin komin að bókunum, kistunni
lokið upp. Gaf þar heldur betur á að líta, 177 bækur. Kannski þær
hafi ekki allar komist fyrir í kistunni. Þær voru boðnar upp í 88
númerum, oftast tvær í hverju, stöku sinnum þrjár, jafnvel ein, hver
einasta slegin, heildarupphæð 177 krónur og 65 aurar. Kistan ein var
eftir; hæsta boð 2 krónur og 60 aurar. Reytur þurfamannsins slegnar
alls á 207 krónur og 50 aura. Þar með var þessu lokið.
Bækur Jóns í Simbakoti, sem hann haíði safnað á langri ævi og
munu hafa talist töluverð bókaeign á hans dögum og jafnvel enn í
dag, fóru á víð og dreif, til 27 manna. Nýju eigendurnir voru að vísu
flestir af Eyrarbakka og úr nærliggjandi hreppum, svo að þær hafa
haldist á sömu slóðum um sinn og gengið á milli manna. En lítum á,
hverjir voru á uppboðinu og héldu heim þaðan bók eða bókum ríkari,
hve margar bækur hver og einn hlaut og hve mikið hver þeirra galt
fyrir. Hér skulu þeir taldir:
Árni Árnason í Stígshúsi á Eyrarbakka
Árni Hclgason bóndi á Garðsstöðum á Stokkscyri
Einar Jónsson járnsmiður á Eyrarbakka
Eiríkur Árnason bóndi í Þórðarkoti á Eyrarbakka
Friðrik Sigurðsson formaður í Hafliðakoti á Stokkseyri
Guðmundur Hannesson bóndi í Jórvík í Flóa
Guðmundur Höskuldsson bókbindari í Zephyr á Eyrarbakka
Guðmundur Jónsson oddviti í Einarshúsi á Eyrarbakka
Hannes Jónsson bóndi á Stóru-Reykjum í Hraunhreppi
Jóhann V. Daníelsson verslunarstjóri í Haga á Eyrarbakka
Jóhannes Jónsson borgari í Merkisteini á Eyrarbakka
Jón Helgason prentari í Samúelshúsi á Eyrarbakka
Jón Ólafsson vinnumaður í Foki á Stokkseyri
Jón Sigurðsson í Kaldaðarnesi í Flóa
Karl H. Bjarnason prentari í Nýjabæ á Eyrarbakka
Bækur Kr., aur.
2 1,50
10 17,80
4 4,40
2 1,00
6 5,60
6 6,30
2 0,10
7 8,20
8 8,70
■ 2 1,90
6 5,00
14 9,85
9 11,10
5 6,90
6 6,90