Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 63

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 63
JÓN JÓNSSON í SIMBAKOTI 63 grípa til pennans til þess að svala lönguninni. En skemmtisögurnar og rímurnar, sem gengu um sveitir í handskrifuðum kverum og biðu þess að verða prentaðar, og bíða jafnvel enn, þær vildi Jón í Simba- koti komast höndum yfir og láta skrifa, þó ekki væri nema til þess að hleypa dulitlu lífi í hversdagsleikann; sögur af köppum og kóngafólki í fjarlægum og framandi heimi, til að mynda af Agnari kóngi Hróars- syni, Cyrusi Persakeisara, Dínusi drambláta, Elís og Rósamundu, Flóvent Frakkakonungi, Geirmundi og Gosiló, Goðleifi prúða, Hektor og köppum hans, Knúti kappsama og Regin ráðuga, Ré- mundi keisarasyni, Sigurði turnara, Vilhjálmi sjóð; einstaka sögu af íslendingum, svo sem Fóstbræðrum; rímur afhetjum og hefðarfólki eins og Nikulási leikara eftir Jón Hallgrímsson á Karlsá í Svarfaðar- dal, Haraldi Hringsbana eftir Eirík Pálsson á Uppsölum í sömu sveit, Flórusi kóngi og sonum hans eftir Hákon Hákonarson í Brokey, Sigurði kóngi og Smáfríði eftir Magnús Jónsson í Magnússkógum og á Laugum í Hvammssveit, Blómsturvallaköppum eftir séra Þorstein Jónsson á Dvergasteini í Seyðisfirði og eftir sama höfund rímur af Kiða-Þorbirni, sem kveðnar eru eftir sögunni af Maurhildi mannætu. Eitt og eitt kvæði slæddist svo með til uppfyllingar, t.d. Þýskalands- kvæði og Kvæði af Alexander blinda. Og svo þegar skrifarinn hafði lokið við að skrifa söguna eða rímuna, dregið síðasta dráttinn í síðasta stafnum og lagt frá sér pennastöngina, tók Jón við kverinu og kom því í band. Gjarnan máttu þau vera fleiri en eitt saman í hverju bindi, því að kostnaði við bandið varð að stilla í hóf. Flest kveranna 20 eru bundin í svart bóklín, eitt í grænt, eitt í mógrátt; sum höfðu glatað bandinu á langri vegferð, þegar þau settust um kyrrt í Landsbókasafni, en hafa nú hlotið nýjan búnáð. Svo þegar bókbindarar Jóns, sem eru ókunnir, höfðu lokið verki sínu, voru kverin lánuð við vægu gjaldi. Nokkrir aurar voru þó eilítið upp í skrifara- eða bókbindaralaun. En víst hefur gjaldið oft ekki verið annað en þakklæti lesarans, eins og segir í vísunni: í bókarlán ég ekkert á, óska þér samt góðs ég má, að hljótir gæfu, hylli og lán, herrans aðstoð sért ei án. Og vissulega mega fleiri en lesarinn vera þakklátir Jóni í Simbakoti fyrir að láta skrifa, binda inn og lána síðan skemmtilegar sögur og rímur og stuðla þannig að því á sína vísu að halda við sagnaáhuga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.