Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 63

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Page 63
JÓN JÓNSSON í SIMBAKOTI 63 grípa til pennans til þess að svala lönguninni. En skemmtisögurnar og rímurnar, sem gengu um sveitir í handskrifuðum kverum og biðu þess að verða prentaðar, og bíða jafnvel enn, þær vildi Jón í Simba- koti komast höndum yfir og láta skrifa, þó ekki væri nema til þess að hleypa dulitlu lífi í hversdagsleikann; sögur af köppum og kóngafólki í fjarlægum og framandi heimi, til að mynda af Agnari kóngi Hróars- syni, Cyrusi Persakeisara, Dínusi drambláta, Elís og Rósamundu, Flóvent Frakkakonungi, Geirmundi og Gosiló, Goðleifi prúða, Hektor og köppum hans, Knúti kappsama og Regin ráðuga, Ré- mundi keisarasyni, Sigurði turnara, Vilhjálmi sjóð; einstaka sögu af íslendingum, svo sem Fóstbræðrum; rímur afhetjum og hefðarfólki eins og Nikulási leikara eftir Jón Hallgrímsson á Karlsá í Svarfaðar- dal, Haraldi Hringsbana eftir Eirík Pálsson á Uppsölum í sömu sveit, Flórusi kóngi og sonum hans eftir Hákon Hákonarson í Brokey, Sigurði kóngi og Smáfríði eftir Magnús Jónsson í Magnússkógum og á Laugum í Hvammssveit, Blómsturvallaköppum eftir séra Þorstein Jónsson á Dvergasteini í Seyðisfirði og eftir sama höfund rímur af Kiða-Þorbirni, sem kveðnar eru eftir sögunni af Maurhildi mannætu. Eitt og eitt kvæði slæddist svo með til uppfyllingar, t.d. Þýskalands- kvæði og Kvæði af Alexander blinda. Og svo þegar skrifarinn hafði lokið við að skrifa söguna eða rímuna, dregið síðasta dráttinn í síðasta stafnum og lagt frá sér pennastöngina, tók Jón við kverinu og kom því í band. Gjarnan máttu þau vera fleiri en eitt saman í hverju bindi, því að kostnaði við bandið varð að stilla í hóf. Flest kveranna 20 eru bundin í svart bóklín, eitt í grænt, eitt í mógrátt; sum höfðu glatað bandinu á langri vegferð, þegar þau settust um kyrrt í Landsbókasafni, en hafa nú hlotið nýjan búnáð. Svo þegar bókbindarar Jóns, sem eru ókunnir, höfðu lokið verki sínu, voru kverin lánuð við vægu gjaldi. Nokkrir aurar voru þó eilítið upp í skrifara- eða bókbindaralaun. En víst hefur gjaldið oft ekki verið annað en þakklæti lesarans, eins og segir í vísunni: í bókarlán ég ekkert á, óska þér samt góðs ég má, að hljótir gæfu, hylli og lán, herrans aðstoð sért ei án. Og vissulega mega fleiri en lesarinn vera þakklátir Jóni í Simbakoti fyrir að láta skrifa, binda inn og lána síðan skemmtilegar sögur og rímur og stuðla þannig að því á sína vísu að halda við sagnaáhuga

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.