Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 68

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1988, Blaðsíða 68
68 FINNBOGI GUÐMUNDSSON Við bókaverðir, hvar í söfnum sem við stöndum, eigum í höggi við sams konar skilningsleysi. í öllu efnahagsmálaþvarginu á undanförn- um árum hafa bókasöfnin iðulega orðið útundan, þeim, sem með fjárveitingarvaldið fara, fundizt, að þau gætu beðið, þjóðin færist ekki, þótt að þeim væri þrengt. Við eru fámenn stétt og vegum ekki þungt, þegar atkvæði okkar eru metin til fylgis. Ég hef oft sagt og segi enn, að hvers konar valdsmenn gera t.a.m. meira fyrir fótamennt en bókmennt af þeirri einföldu ástæðu, að fæturnir eru tveir, en höfuðið ekki nema eitt. Svo er annar háski á ferðum í máli sem Þjóðarbókhlöðunnar, og það er, að mörgum fulltrúum landsbyggðarinnar, sem svo er kölluð, finnst - og halda það gangi í fjöldann -, að mönnum í öðrum lands- hlutum komi það ekki við, að verið sé að reisa Þjóðarbókhlöðu í Reykjavík. Rétt eins og smíði hennar - og þar með varðveizla bóka og handrita þjóðarinnar og aðstaða til nýtingar þeirra sé eitthvert einkamál þeirra, sem í höfuðstaðnum búa. Gegn slíkum hugsunar- hætti verðum við að rísa, hvar sem við verðum hans vör. Sem betur fer, hafa jafnan verið og eru enn til menn, sem láta ekki standa sig að slíkri þröngsýni. Ég ætla að nefna tvö dæmi, og er annað nærtækt, nú þegar við minnumst 150 ára afmælis Matthíasar Jochumssonar. Þegar Matthías, þá nær 83 ára gamall, las í blaði um hátíðarhöld á aldarafmæli Landsbókasafns 1918, brá hann við og sendi safninu vinsamlega kveðju, er prentuð var í Lögréttu 7. október 1918. Hann segir í upphafi: „Með mikilli ánægju las ég í Lögréttu hin andríku söngljóð um Landsbókasafnið. Og ekki dáist ég síður að hinni skörulegu og ágætlegu rökfærðu sögu safnsins í aldarminningu þessarar helgu gersemi þjóðar vorrar, henni til meiri metnaðarauka en Þorláksskrín var þjóð vorri á miðöldum eða palladíurn í páfadóminum. Saga safnsins er afar fróðleg og vekjandi og fremur jafnvel svo en saga Bókmenntafélagsins, því til voru þá eldri þess háttar félög, en safnið óx upp af því nær engu.“ Þótt Matthías sæti fjarri eða norður á Akureyri, taldi hann sér málið skylt og sendi Landsbókasafni fagra og uppörvandi kveðju. Líkt má segja um annan menntamann, búsettan á Akureyri, Stein- dór Steindórsson, fyrrum skólameistara, er skrifaði um Þjóðarbók- hlöðu í ritstjórnargrein blaðs síns Heima er bezt í febrúar 1978, skömmu eftir að framkvæmdir hófust við bókhlöðuna. Hann segir þar m.a.:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.