Vísbending


Vísbending - 17.06.1995, Qupperneq 5

Vísbending - 17.06.1995, Qupperneq 5
Arnljótur Ólafsson, fyrsti hagfræðingur íslands, eftir Ásgeir Jónsson Arnljótur Ólafsson Drykkja og bylting Það er 17. janúar 1850. Sveinbjörn Egilsson, rektor Lærða skólans í Reykjavík, hefur safnað nemendum sínum á hátíðarsal skólans og þrumar yfir þeim skammarræðu. Tilefnið er að skólapiltar hafa rofið bindindisheit skólans og drekka áfengi á vel völdum stöðum í Reykjavík. Hér er þó stærra mál á ferðinni en þrátt um brennivíns- drykkju. I Evrópu loga byltingareldar og almúgi rís upp gegn einvöldum og heimtar frelsi. En á íslandi brýst þetta út í óvirðingu skólapilta við vald rekt- ors. Sveinbjörn, hinn mikli unnandi klassískra fræða, notar rök rómverskra málsnillinga til að úthrópa þetta brot gegn yfirvöldum. Eftir ræðuna sitja nemendur hnípnir, þar til langur sláni úr Húnavatnssýslu sprettur upp úr sæti sínu, hrópar mótmæli og skólapiltar fylkja sér saman. Piltarnir halda úti- fund og komast að því að nú dugir fátt annað en bylting. Þeir hlaupa um Reykjavík og hrópa rektor sinn niður á latínu: Pereat rektor Sveinbjörn Egils- son! Eftir þessa æsingu fylgdi stríðs- ástand í skólanum og enginn þessara skólapilta fær að útskrifast. Benedikt Gröndal (Sveinbjarnarson) fullyrðir í ævisögu sinni Dægradvöl að þessar deilur hafi kostað föður hans lífið, en Sveinbjörn gat aldrei á sér heilum lek- ið eftir þetta og sagði af sér sem rektor skömmu síðar. Hins vegar átti forsprakkinn, sláninn frá Húnavatnssýslu, eftir að standa í mörgum slíkum deilunt á langri ævi og illindi virtust aldrei hrína á honum. Orðið frelsi var honum ætíð mjög tamt í munni, en hann var þó ekki aðeins þjóðfrelsismaður að hætti þeirrar tíðar, um að ná fram aðskilnaði við Danaveldi. heldur lagði hann áherslu á mann- frelsi til orða og athafna. Hann þótti óbilgjarn, þversum, og átti marga hatursmenn, tvisvar var honum vísað í pólitíska útlegð, en jafn- harðan reis hann upp aftur tvíefldur til nýrrar baráttu. Þessi maður hét Arnljótur Olafsson og reit fyrstur á fræðilegan hátt um hagfræði á íslenska tungu, og því getur hann talist fyrsti hagfræðingur Islands. Barátta á þingi Arnljóti var vísað úr skóla eftir pereatið og lafðist brautskráning hans um eitt ár af þeini sökum, en sarna sumar og útskriftin fór loks Um ríkisfjármál Þó tekur steinínn úr, er tekið er til fjármál- anna. Þá kemur hver með sína knjmmu og stingur í landssjóð. „Brú þarf í minni sveit' segir einn; „jarðyrkjuverkfæri þarf í mínum hreppi", segir annar,.. Allur kostnaður til þessa skal nú greiddur úr landssjóði, af al- mannafó, handa sérstökum sveitum og ein- stökum mönnum. Hvern meðskapaðan rétt, má ég spyrja, hafa nú þessar sérstöku sveitir eða einstöku menn til ailsherjarfjár úr landssjóði? Eður hvern greiða hafa þeir unnið þjóðinni svo þeir séu maklegir slíkra launa? Nei, er eigi slíkt að skattgilda al- menning i óverðskuldaðan hag sérstöku heraði og einstökum manni? Hvað er sik skattgilding annað en yfirgangur, annað en löghelgað rán og gripdeildir?.., fram hélt hann utan til Kaupmanna- hafnar. Þar hóf hann nám í málfræði, en sneri sér fljótlega að nýrri og spennandi fræðigrein, er hann sjálfur nefndi auðfræði, en er í dag nefnd hagfræði. Þetta var frjáls studia að því leyti að hann lauk ekki prófi og varð jafnframt gagnkunnugur ýmsum grein- urn, s.s. heimspeki, sagnfræði og bók- menntum. Arnljótur gerðist brátt atkvæðamikill í íslenskum stjómmálum, skrifaði margt um efnahagsmál í íslensk blöð og lá ekki á skoðunum sínum. Arið 1858, átta árum eftir pereatið, kusu Borgfirð- ingar þennan skelegga unga mann sem þingmann sinn. A þingi lenti Arnljótur fljótlega upp á kant við Jón Sigurðs- son þingforseta og deildu þeir um margt. Hafði Arnljótur betur í fyrstu, en brátt tók Jón að sækja á og endaði svo að Arnljótur féll af þingi 1867 og dæmdist í pólitíska útlegð eftir að hafa beðið ósigur fyrir Jóni. Eftir 10 ár voru þessar deilur teknar að fyrnast svo, að Arnljótur var kosinn á þing öðru sinni, en lenti þá strax í deil- um við eftirmann Jóns í stöðu þing- forseta, Benedikt Sveinsson (Jón Sigurðsson lést 1879). I þessum deil- um var Arnljótur málsvari efnahags- legra framfara, eða umbóta í hagkerfi landsins, en hann taldi Alþingi leggja of mikla áherslu á endalaust þref um aðskilnað frá Danaveldi. Landið var fátækt og efnahagur frumstæður, enda allir at- vinnuvegir í fjötra reyrðir. Miklar hömlur voru á búsetu og þorra þjóðarinnar var með lögum skipað að vinna að einum atvinnuvegi, land- búnaði, sem að fornu hafði verið. (Þó var því komið í lög 1863 að menn gátu keypt sér frelsi.) Þetta stóð öðrum atvinnugreinum, s.s. sjávarútvegi, fyrir þrifum, en Alþingi mat þarfir bændabýla fyrir ódýrt vinnuafl ofar öðru. Atvinnufrelsi eða afnám vistarbandsins var eitt aðalbaráttumál Arnljóts, en þar varð honum lítt ágengt. Eftir hatramma baráttu í nokkur ár beið Arnljótur ósigur fyrir Benedikt og féll af þingi 1886, sat þó sem konungkjörinn þingmaður næstu 5 ár á eftir eða til 68 ára aldurs. Því má svo bæta við að Alþingi þverskallaðist lengi við breytingunr á atvinnulöggjöfinni. Fólki tjölgaði hraðar en sveitirnar réðu við að metta, sérstaklega eftir kuldaskeið sem hófst um 1880. Fyrst lýðnum var ekki leyfilegt að flytja VÍSBENDING 5

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.