Vísbending


Vísbending - 17.06.1995, Side 7

Vísbending - 17.06.1995, Side 7
gagnkvæmum nytjum og sjálfkrafa hætti án þess að eitthvert yfirvald þurfi að hafa af því afskipti nema að öðru leyti en því að hindra að réttur einhvers sé brotinn, þ.e. eignarréttindi vanvirt. Allt frá Þjóðveldisöld hafa landsmenn ver- ið mikiir áhugamenn um lögfræði og ná- kvæmir um lagaleg formsatriði. Þetta skín í gegn um endalausar málaþrætur embættis- manna á fyrri öldum, en einnig af baráttu helstu þjóðhetja landsins. Jón Sigurðsson forseti notaði Gamla sáttmála, sjálfstæðisafsal íslendinga frá Sturlungaöld, til að rökstyðja aðskilnað íslands og Danmerkur. Jón Arason studdist við iagaheimildir úr kristnirétli er hann hertók Skálholt og flutti Martein Skál- holtsbiskup með sér í böndum til Hóla. Þó mikið gengi á í baráttu Jóns Arasonar braut hann aidrei þau lög sem dugað hefði til dóms fyrir íslenskum dómstóli, en missti þess í stað höfuðið án dóms og laga. Þessi ástrfða fyrir iögum og formsatriðum var einnig sérlega áberandi í hagkerfi landsins, þar sem allt var skipulagt og ákveðið, verðlag, laun, atvinna og verslun. Landsmenn skráðu verð sem lög í bækur sínar (Jónsbók 1282) og í sumum tilvikum var sama verð í gildi í allt að því 600 ár, og 1492 var það í lög sett (Píningsdómur) að allir yrðu að stunda landbúnaðarstörf a íslandi. Alþingi tók þessar ákvarðanir væntan- lega til þess að vernda þjóðarhag eftir mati þess tíma, en stefnan bóndi er bústóipi og bú landsiolpi leiddi aðgerðir manna á fyrri öld- um. Kannski vegna þess að þeir sem réðu voru sjálfir bændur, en líklega helst vegna þess að þeir stóðu í þeirri góðu trú að þeir væru að gera rétt. Sá lagavefur sem var riðinn í kringum hagkerfi landsins fyrr á öldum varð til þess að atvinnuhættir stóðu í stað í nær 1000 ár. Hefði hagkerfið fengið að þróast tneð frjálsum hætti hefði það þegar leitað til auk- innar hagsældar, með sjávarútvegi, þéttbýlis- myndun. verslun og þjónustu. Það frelsi hefði lfklega skilað bændum betri kjörum þegar til lengri tíma var litið. En um hugarfar alþingis- manna á sinni tíð hafði Arnljótur þessi orð: Þessum mönnum kemur sannarlega eigi annað tii hugar, en ... þeir megi eigi aðeins, heldur séu skyldir til, semfulltrúar þjóðarinn- ar á löggjafarþingi lslendinga, að skapa og skipa mannréttindin og skipta þeim svo og útbýta meðal landsmanna sem öðrum náðar- gáfum, einmitt eftir því sem að skynsemi þeirra álítur hentugast eftir heillareglum þjóðarinnar og landsins. Skynsemi rnanna kann hins vegar oft að vera blinduð af fordómum eða fáfræði þannig að mat ráðamanna getur vart alltaf talist land- inu til heilla í raun. Frá þessari öld finnast mýmörg dæmi um það hvernig mat ráða- manna á þjóðarhag hefur verið til mikillar óþurftar og tafið fyrir framförum. Forsjár- hyggjan, sem hefur svo ríka hefð á Alþingi, er helsti andstæðingur auðsköpunar og þýðir að óskir almúga séu lítilsviitar og kallaðar fánýti eða vangá með föðurlegum ákvörðunum fárra útvaldra. Deila Arnljóts við hinar tvær ráðandi menntastéttir þess tfma. guðlræðinga og lög- fræðinga, stóð um það hvort þjóðfélagið fengi að þróast á sjúlfstæðan hátt á sínum cigin for- sendum eða væri þvingað í þá átt sem ein- hverjir leldu besta. Orðið forsjú á bæði við um andleg og hagræn el'ni, en Arnljótur (sem þó sjálfur var prestur) krefst trúfrelsis í bók sinni. Fyrir hvern og einn einstakling giltu einkunn- arorðin, frelsi, ábyrgð, réttlæti og ekkert mátti stöðva leið mannsins til framfara. Þetta gætu nítjándu aldar menn kallað áferðarfagran heilaspuna úr auðfræðingum að sögn Arnljóts, en tuttugustu aldar menn frjálshyggjukjaftæði úr hagfræðingum. Á báðum öldum rnyndi orðalag lfkt og Iteill gjörvals þjóðfélagsins eða réttur og heill þjóðarinnar notað til að réttlæta höft og millifærslur, þótt ástæður hefðu breyst. Hagur sérhvers, hagur allra Nú hefur auðfræði og auðfræðingum verið lýst. Fræðin upphefja girndir og langanir lil virðingar, og fræðingarnir heimta óheft frelsi til að svala þessum girndum. Hér spyr enginn um heildarhagsmuni eða heill þjóðarinnar, enda ræður sjálfselskan ríkjum. Hvernig getur mannlíf blómgast við slíkar aðstæður? Eftir umfjöllun sína um auð og frelsi hefst Arn- ljótur nú handa við að skýra lögmál auðfræð- innar og hvernig sjálfselska sérhvers getur orðið að hag allra: Manninum er ásköpuð sú þörf, sú fulla nauðsyn, að skipta við aðra, að vera í félags- skap, að lifa í niannfélagi ... Orðið viðskipti grípur í raun réttu yfir öll skipti manna á vinnu, verkum og hlutum, og nœr yfir öll samtök, samgöngur og félagsskap, yftr kaup- skap og verslun ... Undrunarverð má hún heita. því verslunin hugsar þó um sinn hag, hún er hagsýn og hagsmunagjörn, hún er, sem allir vér, eigingjörn og sjálfselsk í auðfrœðis- legum skilningi en eigi í guðfrœðilégum skiln- ingi. Og þó er það einmitt samkeppnin í versluninni. sem og öll frjáls viðskiptakeppni er fremur öllum stöfnunúm öðrutn í mannlegu félagi gjörir hag allra að hag sérhvers með því að hún gjörir yfirburði sérhvers manns að Um þarfir og langanir Framfaralöngunin og vaninn skapa jafnan mannlegar þarfir. Þarfirnar stækka sí og æ: þær eru framstigular, því að framfaralöng- unin er móðir þeirra, en vaninn faðir. Þarfirn- ar eru heimtufrekar, þær krefjast fullnæg- ingar, og því lengur er vaninn hefur fóstrað þær, því hortugari og þrálátari verða þær við manninn. Sá grætur eigi fyrir gull er aldrei átti. En sá reynir þunga hugraun er átt hefur góða daga, en missir snögglega allt sitt og lendir (fátækt og basli. Þetta er náttúrulegt, því maður er jafnan nkur, löngunin er sár, og maðurinn sjálfur framförul, því veldur framfaralöngunin, Manninum er sérhver missir þungur, því honum er áskapað að sækja fram til farsældar, en óeðlilegt að láta hrekjast á hæl frá gæfutakmarkinu. Vér sjá- um nú að framfaralöngunin er nauðsynleg, og ómissandi, ef hugur fylgir og hönd starfssöm; hún er sú meginhvöt i sáiu vorri, er gjörir hvern oss að manni; hún hrindír þjóðunum áfram látlaust, og standi hún eigj við stýrið, þá stendur allt í sama stað, eður drungi og doði, deyfð og dáðleysi taka við stjóm, bátnum siær óðar undan, og flýtur hann viðstöðulaust að eyðibyggðum vfls og volaðs, eymdar og úrræðaleysis. framför allra. Og sannarlega, dásamleg er tiUiögun þessi. þetta lögmál, erforsjónin heflr sett mönnunum, er og vinnur hvarvetna sigur, ef mennirnir eigi raska því með óstjórn eða ólögum. Viðskipti skapa mannfélagið og leiða sam- an fólk frá ölluni heimshornum. Hver hugsar aðeins um sinn eigin hag, en sú sjálfselska keinur öllum til góða. Það er ekki góðsemi heldur hagnaðarvon sem fær framleiðendur til þess að gefa okkur kost á ýtniss konar varn- ingi, og okkar eigin sjálfelska knýr okkur til þess að framleiða eitthvað annað til að mæta þörfum annarra. Eiginhagsmunir leiða til al- mannaheilla. Þetta lögmál viðskipta sem Adarn Smith kynnti líklega fyrstur, er sannar- lega undravert og einfalt, en virðist þó þvælast fyrir fólki. Landsmenn hafa löngum haft illan bifur á verslun sem og annarri þjónustu og álitið hana annars flokk atvinnugrein eða e.k. alætu þeirra atvinnugreina er skapa raunveru- legan auð. Álagning hefur verið það sama og okur í huga margra, enda var ekki sýnt frani á það að kaupnraður yki verðmæti vörunnar á nokkurn hátt þó hann handljatlaði hana. Hvort sent þetta er afleiðing einokunarinnar eða heftra verslunarhátta í aldaraðir skal ósagt lát- ið, en fölskvalausrar aðdáunar gætir í skrifunt Arnljóts er hann skýrir löndunt sínum frá hinum dásamlegu og undrunarverðu eiginleik- um verslunar. Hún samlagi krafta rnanna að ákveðnum verkefnum, þannig að jafnvel menn uppi í afdal geti unnið með mönnum suður í löndum við sköpun gæða. Einnig gefur það færi á sérhæfingu. að hver ntaður geri það sem hann sé hæfastur til og selji síðan frá sér frarn- leiðsluvörur sínar til að kaupa neysluyörur í staðinn. Þetta á ekki aðeins við um einstak- linga heldur einnig um lönd. En frjáls verslun um heim allan gerir hverjum einum á jarðar- kringlunni fært að stunda þann atvinnuveg sem arðbærastur er á hverjum stað. Frjáis við- skipti eru því ekki leikur þar sem einhver græðir og annar tapar. heldur hafa ætíð báðir aðilar hag af þeim, annars færu þau ekki fram. Einkunnarorðin: tiagur sérhvers, hagur allra voru einnig byltingarkennd sannindi á íslandi í þann tíma, það að allir gætu auðgast á sama tíma. I hagkerfi þar sent allt stóð óbreytt, mannfjöldi og verklag, var ekki neinn hag- vöxtur, og að göntlum skilningi var auður landsins föst stærð. Ef einhverjum afiaðist fé, hafði hann sogið það út úr öðrum. Þetta hug- arfar virðist enn loða við fslenska þjóðarsál. Samkeppni, hinn ósýnilegi löggjafi Nú hafa verið sagðar sögur af mikilleik og dáindi verslunar og viðskipta, sem frelsið get- ur af sér. Hins vegar virðist kenningin harla fánýt þegar riðið er í kaupstað og almúgi þarf að sæta skilmálum kaupmannsins á staðnum til að koma framleiðsluvörum sínunt út. Er ekki frelsið í þessum skilningi aðeins réttur hins sterka til að koma sínum vilja fram? Þurth landsmenn ekki að fá vernd frú stjórn- völdunt gegn sjálfselsku og okri kaupmanna svo þeir verði ekki féflettir? Satt er það að lqggiafinn á að tryggja öryggi og réttlæli, en í fullkomnu frelsi á að vera lögmál sem kernur í veg fyrir að stór- bokkinn geti kúgað lítilmagnann. Það lögmál kallast samkeppni og heldur sérgirni í skefj- um. En gefum Arnljóti orðið: VÍSBENDING 7

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.