Vísbending - 17.06.1995, Blaðsíða 14
hærri fjárhæð en áfallin skuldbinding lífeyris-
sjóðanna! Reyndar hafa sumir haldið því fram
að óeðlilegt sé að núvirða bætur Trygginga-
stofnunar vegna þess að almannatrygginga-
kerfi hljóti í eðli sínu að vera gegnum-
streymiskerfi. Ein kynslóð taki við af annarri;
við sjáum um foreldra okkar og börnin sjá svo
um okkur. Þess vegna höfum við nægan tíma
til þess að greiða þá milljarða sem á vantar.
Hugsunarvilla
Þessi hugsun virðist sanngjörn í fljótu bragði
en þó er galli á gjöf Njarðar. Nú er svo komið
að fæðingartíðni fer stöðugt lækkandi víðasl
um heiminn. Ennþá er fæðingartíðni hér á
landi liðlega tvö börn á hverja konu. Meðan
svo er fjölgar þjóðinni, þótt hægt fari. En á
árunum eftir stríð fæddust hverri konu fjögur
börn að jafnaði. Annars staðar á Vesturlöndum
er fæðingartíðnin þegar orðin svo lág að fólks-
fækkun er fyrirséð. En fólki hefúr þó ekki fækkað
þar af tveimur ástæðum: Innflytjendur hafa
flætt inn frá fyrrverandi nýlendum og víðar að
í leit að gulli og grænum skógum. I öðru lagi
lifir fólk miklu lengur en það gerði áður.
Mynd 1 sýnir hve meðalævi Islendinga
hefur sífellt lengst á 20. öldinni. I upphafi
aldarinnar gátu 65 ára konur vænst þess að lifa
í 13 ár og karlar tveimur árum skemur. Eftir
því sem líður á öldina lengist lífið og nú geta
konur sem lifa til 65 ára aldurs átt von á að
bæta við sig 19 árum og karlarnir 16. Þetta er
athyglisverð þróun á sama tíma og tilhneiging
er til þess að fólk hætti fyrr að vinna með
hverju ári sem líður. Menn hafa jafnvel talið
það lausn á atvinnuleysisvandanum að láta
fólk fara fyrr á eftirlaun. Burtséð frá því virð-
ingarleysi sem þetta viðhorf sýnir öldruðum,
þá er það engin lausn. Atvinnuleysið er bara
fært til frá hinum yngri til hinna öldruðu, sem
búa að dýrmætri starfsreynslu og eiga margir
eftir orku sem hinir yngri mættu vera stollir
af. En lítum stuttlega á hvaða vandi fylgir því
fyrir lífeyriskerfið að fólk verði sífellt eldra.
Lífeyriskerfið var upprunalega miðað við að
menn hættu vinnu um sjötugt og lifðu um 12
ár til viðbótar. Nú geta sjötugir menn búist við
að lifa tveimur lil þremur árum lengur en þá.
Þetla eitt eykur lífeyrisbyrðina um 20% og
það auðveldar okkur að skilja vanda lífeyris-
sjóða sem voru settir upp við allt aðrar að-
stæður en nú eru og miðuðu sín iðgjöld við þær.
Það kostar sitt að lifa
En það er meiri kostnaður sem fylgir því að
eldast en lífeyrir og ellilaun. Ellinni fylgja
sjúkdómar, og lyíja- og lækniskostnaður er
því meiri fyrir aldraða en þá sem yngri eru.
Flestir þurfa meiri umönnun en áður, þótt þeir
séu ekki sjúkir. Margir fara á elliheimili og fá
þjónustu þar. A Vesturlöndum er talið að
heildarkostnaður við þjónustu, umsjón og
framfærslu aldraðra sé rúmlega fjórfaldur á
við fólk á vinnualdri.
Því má ekki gleyma að umönnun ungs
fólks, barnaheimili og skólar
kosta sitt. Sá peningur
sparast ef unglömbum
fækkar. Kostnaður þjóðfé-
lagsins af ungu fólki er talinn
um 1,7 - falt meiri en við
fólk á vinnualdri. Hann er
því miklu minni en af öldr-
uðum og sparnaðurinn því
mun minni af fækkun ung-
menna en af fjölgun hinna
eldri. Að vísu er nám sífelll
að lengjast og fólk sem löngu
hefur slitið barnsskónum og
verið lengi á vinnumarkaði
snýr aftur í lengra eða
skemmra nám. Þarna er því tímabil „óvirkni"
einnig að lengjast.
Þriðji hópurinn, sem verður að lifa af
verðmætum þeim sem sköpuð eru af vinnandi
fólki, er atvinnulausir. Hér á landi var atvinnu-
leysi til skamms tíma talið „félagslegt" að
mestu, það er bundið við fólk sem ekki gat
eða vildi vinna. Nú er öldin önnur, atvinnu-
leysið hefur breyst úr duldu atvinnuleysi, sem
var falið í fyrirtækjum og stofnunum víða um
land, í sýnilegt. Atvinnuleysi hefur verið að
aukast, þótt enn sé það miklu minna en í ná-
grannalöndunum. Hér á eftir er gert ráð fyrir
því að atvinnuleysi aukist um
eitt prósentustig á hverjti
fimm ára bili, þar til það nær
15 prósentustigum. Þetta er
heldur óþægileg hugsun en
engu að síður það sem menn
búa við í Vestur-Evrópu. í
Finnlandi jókst atvinnuleysi
stórkostlega, svo að segja á
einni nóttu. Þar sem atvinnu-
lausir eru á vinnualdri er gert
ráð fyrir því að kostnaður við
framfærslu þeirra sé sá sami
og hinna sem vinnandi eru.
Jafnvægi eftir hálfa öld
Á mynd 2 sést hvernig hlutfall hinna ýmsu
hópa breytist innbyrðis næstu árin. Miðað við
mannfjöldalíkan Vísbendingar kemst á jafn-
vægi milli aldurshópa árið 2040. Þetta þýðir
að eftir það breytast hlutföllin milli aldurs-
hópa ekki innbyrðis. En hér er þó rétt að taka
fram að í þessu lfkani er ekki gert ráð fyrir því
að meðalævin lengist enn, sem þó verður að
teljast líklegt.
Byrðin af velferðarkerfinu miðað við þær
forsendur sem að framan greinir kemur fram á
mynd 3 (sjá einnig 41. tbl., lO.árg. Vís-
bendingar). Þar sést að gagnstætt því sem
sumir hafa óttast þá eru ekki horfur á því að
velferðarbyrðin þyngist á allra næstu árum.
Skýringin á þessu er sú, að þeir sem komast á
ellilífeyrisaldur eru hlutfallslega jafnmargir
þeim sem bætast á vinnumarkaðinn næstu 15
árin. Ungmennum fækkar hins vegar hlutfalls-
lega. Eftir 2010 fer svo að gæta áhrifa hinna
fjölmennu árganga eftirstríðsáranna. Þunginn
magnast stig af stigi fram til ársins 2040 þegar
jafnvægi næst á ný. Aukist atvinnuleysi ekki
frá því sem nú er þá verður byrðin orðin unt
30% þyngri en nú er eftir fimmtíu ár. Ef at-
vinnuleysi eykst hins vegar þangað til það nær
15% eftir 50 ár þá hefur velferðarbyrðin auk-
ist um 50% á hinum vinnandi, jafnvel þótt
ekki sé gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna
lengri skólavistar en nú er eða lengri meðal-
ævi.
Aðrir búa sig til varnar ...
Erlendis blasir þetta sama vandamál við og
reyndar verður það víðast miklu alvarlegra en
hér á landi. ítalir og fleiri Suður-Evrópuþjóðir
hafa miðað sitt ellilífeyriskerfi, sem fyrst og
fremst byggir á almannatryggingum, við 55
ára eftirlaunaaldur kvenna og 60 ára eftir-
launaaldur karla. Þetta kerfi kallar nú þegar á
iðgjöld sem eru 27% af launum einstaklinga
(miðað við 10% til lífeyrissjóða hérlendis) og
stendur kerfið þó ekki undir sér í þessum
löndum án stuðnings rfkisins. ítalskir stjórn-
málamenn hafa ákveðið að í áföngum skuli
eftirlaunaaldur hækkaður um fimm ár, en áhrif
hækkunarinnar munu ekki koma fram að fullu
fyrr en eftir 40 ár. Til svipaðs ráðs hefur verið
gripið í Bandaríkjunum. Með löngum fyrir-
vara er ákveðið að skerða ellilífeyrisbætur
almannatrygginga með hækkandi eftirlauna-
aldri og skerðingin mun ekki virka að fullu
fyrr en eftir 20 ár.
... meðan við vonum að þetta
reddist
Hér á landi er gripið til annarra lausna og
óréttlátari. Ellilífeyriskerfið refsar þeim sem
hafa atvinnutekjur, jafnvel þótt þeir hafi með
sköttum sínum greitt jafnmikið til trygginga-
kerfisins og hinir. Fram til ársins 1970 var stór
hluti landsmanna ekki í neinum lífeyrissjóði,
og þeir sjóðir sem þá var komið á fót voru
ekki burðugir fyrstu árin. Því var gripið lil
tekjutryggingar almannatrygginga til þess að
bæta hag þeirra sem ekki höfðu átt þess kost
að greiða í lífeyrissjóð. Tekjutryggingin átti
aldrei að vera annað en tímabundin ráðstöfun.
Stjórnvöld verða að grípa til einhverra
aðgerða. Hér er sett fram sú hugmynd að
Mynd 3: Kostnaðarvísitala velferðar 1986-2091
14
VÍSBENDING