Vísbending


Vísbending - 17.06.1995, Síða 18

Vísbending - 17.06.1995, Síða 18
Sigfús Bjarnason við Land-Rover jeppa en þeir voru ómissandi í sveitum. rfsk fyrirtæki og rak þá sérstaka skrifstofu í New York. Flutti hann hinn fjölbreytilegasta varning inn frá Bandaríkjunum, allt frá rak- vélarblöðum til vinnuvéla og fólksbíla. Hagn- aðist hann drjúgum á þeim árum. Eftir strfðið tók Hekla á sig þá mynd, sem íslendingar þekkja enn. Arið 1947 fékk Sigfús Bjarnason umboð fyrir Caterpillar-vinnu- vélarnar á Islandi. Ari síðar fékk hann umboð fyrir Rover-verksmiðjurnar, en Land-Rover- jeppinn varð afar vinsæll á Islandi og þótti enginn bóndi með mönnurn nema hann ætti einn slíkan heima í hlaði. Arið 1952 keypti Sigfús hina gömlu bílasölu P. Stefánsson hf., en þá eignaðist hann ágætt verkstæði og hent- ugt húsnæði fyrir fyrirtæki sitt, jafnframt því sem P. Slefánsson hf. átti talsvert af innflutn- ingsleyfum. Allar innflutningsvörur voru þá skammtaðar og þótti Sigfús meistari í að úl- vega sér innflutningsleyfi. Hann var með af- brigðum árrisull og ætíð kominn manna fyrst- ur á skrifstofur innflutningsnefndarinnar, sem skammtaði leyfin, auk þess sem erindi hans voru vel undirbúin og því erfitt að neita þeim. Mikilvægasta umboðið fékk Sigfús Bjarna- son þetta sama ár, 1952, fyrir þýsku bílasmiðj- una Volkswagen. Næstu árin streymdu „bjöll- urnar“, sem svo voru kallaðar, til íslands, Fólksvagninn var það sem íslendingar þurftu, ódýr og sparneytinn fólksbíll, lítill að ulan, en stór að innan, eins og auglýsingamenn orðuðu það. Árið 1953 opnaði Sigfús síðan Heklu í Austurstræti, þar sem hann seldi snyrtivörur í einni deild, en rafknúin heimilistæki í annarri. Var sú verslun ein hin vinsælasta í borginni. Þegar hér var komið sögu var Sigfús í Heklu orðinn þjóðsagnahelja í lifanda lífi. Margar sögurnar um hann snerust um örlæti hans og hjálpsemi. I endurminningum sínum segir séra Róbert Jack til dæmis frá deginum þegar hann lauk guðfræðiprófi í Háskóla Islands. Sér hefði þá orðið gengið til síns gamla kunningja, Siglusar í Heklu. Þegar Sigfús frétti, að Róbert hefði lokið prófi og gengið vel, brosti hann breitt og rétti honum 100 krónur með þeim ummælum að nú skyldi hann halda upp á þetta. „Þetta var líkt Sigfúsi í Heklu,“ sagði Róbert. „Hann var stór maður með stórt hjarta.“ Flestar sögurnar af Sigfúsi snerust um það hversu slyngur hann var í viðskiptum. Til dæmis var allur innflutningur ávaxta háður ströngum leyfum á haftaárunum. Skiptu samtök ávaxtainnflytjenda hinum lögboðna skammti á milli félaga sinna. Sigfús var nýgræðingur í samtökunum og fékk aðeins leyfi til að flytja inn 500 kassa af appelsínum, en í hverjum kassa voru venjulega 504 appel- sínur. Var hann sáróánægður með þetta, þang- að til hann komst að því að í fyrirtæki einu á Spáni fengust kassar með tvöfalt fleiri appel- sínum, 1008 í hverjum kassa. Pantaði hann þá hið snarasta 500 kassa hjá þeim! Kom þar krókur á móti bragði. Þá er fræg sagan af því þegar bílasalar héldu fund á Hótel Borg haustið 1946 f því skyni að skipla innflutningsleyfum fyrir bíla. Var óspart þjarkað um málið og dróst afgreiðsla þess á langinn. Vildu stærri bflasalamir mjög sitja yfir hlut hinna minni. En þá gerðust undur mikil. Vængjahurðirnar á fundarsalnum voru spenntar upp og inn streymdu þjónar með borð hlaðin hinum lysti- legustu krásum, en upp stóð Sigfús í Heklu og spurði fundarmenn hvort þeir vildu gera sér þá ánægju að borða með sér. Menn gálu vitaskuld ekki hafnað svo ágætu boði, enda orðnir þreyttir og svangir eftir allt þjarkið, en að máltíð lokinni átti Sigfús stuðning minni bílasalanna óskiptan! Fyrirtæki Sigfúsar Bjarnasonar hafði gengið vel á haftaárunum en það gekk enn betur eftir afnám haftanna. Nú gat Sigfús snúið sér að því að vinna hylli neytenda einna í stað þess að þurfa líka að koma sér vel við skömmtunarstjóra á vegum ríkisins. Frá haustinu 1961 til jafnlengdar 1962 seldi Hekla til dæmis hvorki meira né minna cn 1.200 fólksvagna og 600 Land-Rover-bíla. Árið 1963 flutti fyrirtækið síðan inn í stórt hús að Laugavegi 170-172 sem Sigfús hafði látið reisa. Sigfús í Heklu lét sér ekki nægja að versla með bíla og vinnuvélar. Hann sat í fjár- málaráði Sjálfstæðisflokksins frá 1949 til dauðadags og varð góður vinur þeirra Jóhanns Hafsteins og Bjarna Benediktssonar. Árið 1965 tók Sigfús að sér ásamt Kristjáni Jóhanni Kristjánssyni að koma rekstri dagblaðsins Vísis í lag. Tókst þeim félögum þetta með ströngu aðhaldi, elju og hugkvæmni. Sigfús átti líka hlut í ýmsum fyrirtækjum og sat í stjórnum þeirra sumra. I tómstundum sinnti hann lfka búskap á hinu forna höfuðbóli Þing- eyrum, sem hann hafði eignast árið 1941. Hin miklu umsvif Sigfúsar Bjarnasonar í Heklu reyndu hins vegar á. Hjartað bilaði og hinn 18. september 1967 lést hann frá konu og fjórum börnum, Ingimundi, lögfræðingi og forstjóra, nú sendiherra, Sverri, framkvæntda- stjóra, Sigfúsi, viðskiptafræðingi og forstjóra, og Margréti, framkvæmdastjóra. Sigfús Bjarnason var rnikill maður vexti, dökkur á hár með há kollvik, kinnamikill, rétt- nefjaður og andlitsfríður, oftast með kímni- glampa í augunt, grannur á yngri árum, en gildnaði með aldrinum. Hann var glaðsinna, kvikur í hreyfingum og brosmildur með afbrigðum. Hann var vingjarnlegur og umtals- frómur, svo að til var tekið, hjálpsamur, vin- margur og frændrækinn. Var honum mjög lag- ið að fá menn á sitt band með fortölum fremur en hörku. Hann var góður stjórnandi og átti auðvelt með að segja starfsfólki sínu fyrir verkum. Lagði hann jafnan mikla áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini Heklu, skil- vísi við lánastofnanir og stundvísi í samskipt- um við aðra, en honum gramdist sérstaklega óstundvísi. Þótt hann væri skjótráður í við- skiptum, var hann síður en svo fljótfær, og var haft á orði að honum yrði allt að fé, sem hann snerti á. Hver var galdurinn við fésæld Sigfúsar Bjarnasonar í Heklu? Ég held að svarið við þeirri spurningu sé þríþætt. í fyrsta lagi kom Sigfús jafnan skjótlega auga á ný tækifæri til að græða, á ófyllt skörð, óbrúuð djúp. En þetta er ekki nóg í heimi þar sem gnótt er góðra hugmynda. I öðru lagi kunni Sigfús í Heklu að grípa þessi tækifæri, breyta draumi í veru- leika, hrinda hugmynd í framkvæmd. Til þess þurfti þrotlausa vinnu, sífellda aðlögun að nýjum aðstæðum. í þriðja lagi virtust ýmsar dygðir vera Sigfúsi Bjarnasyni í Heklu eðlis- lægar, sem aðrir læra á langri ævi. Hann áttaði sig á því að fyrir kaupsýsluntanninn skipti mestu máli að vinna traust viðskiptavinarins, sinna umboðsaðilum vel, standa í skilum við alla, komast vel af við starfsfólk, byrsta sig ekki að óþörfu heldur brosa við lífinu. Orðið viðskiptavinur er merkilegt orð í fslensku. Það vísar til þess að báðir græða á eðlilegum viðskiptum, kaupandi og seljandi. Þeir gera hvor öðrum greiða, fullnægja þörf- um hvor annars. Sigfús Bjarnason átti marga vini en hann átti enn Ileiri viðskiptavini. 18 VÍSBENDING

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.