Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Qupperneq 1

Frjáls verslun - 01.06.1941, Qupperneq 1
6. TBL. 3. ÁRG. 19 4 1 FRJALS VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVIKUR VERZLllN Hi 1UNDRAÐ OG DRJAUU árum eftir fæðingu Jóns Sigurðssoh- ar, þann 17. júni 1941, flutfisf æðsta vald í málefnum Islendinga í hend- ur þeirra sjálfra, þannig að nú fer einn Islendingur með það vald, sem konungur hafði. Dóff Islendingar hafi ekki borið vopn sjálfir um margar aldir, hef- ur svo viljað til, að áíöngunum í sjálfstæðisbarátiunni hefir einmitt orðið náð á tímum styrjalda og byltinga. Saga islenskrar sjálfstæðisbaráttu hefir enn ekki verið skráð. Sú saga er ofin úr mörgum þáttum, þar blandast saman andleg og efna- leg atriði, sem mynda eina heild, sem verður grundvöllurinn undir full- veldi rikisins. Einn af þessum þáttum er íslenzk verzlun. Fyrstu skrefin til endurheimtu sjálfstæðisins voru stígin í landinu sjálfu. Dað kom ekki til mála að heimta æðsfa stjórnvald ríkisins úr höndum erlendra manna meðan þeir enn höfðu þýðingarmikil atriði eins og verzlun og siglingar á sínu valdi. Sigur íslenzku verzlunarstéttarinnar yfir hinum erlendu keppi- nautum var einn af allra stærstu sigrunum, sem Islendingar unnu i þess- ari baráttu. Erlend verzlun og íslenzkt sjálfstæði gat ekki samrýmst. Dannig ruddi þjóðin einum þröskuldinum af öðrum úr vegi, þar til markinu var náð. Dað má segja, að sá árangur, sem næst á byltingasömum og ókyrrum tímum sé einnig ótryggur. En Islendingar munu sameinast um að halda fast við sinn rétt og hopa ekki undan. Svo mikið ættu landsmenn að hafa lært af fortiðinni, að þeir láti ekki sundrungu sín á milli verða erlendum þjóðum til ábata. Islenzk verzlunarstéft er enn sem fyr tilbúin til átaka i þágu sjálf- stæðis landsins. Hún heilsar hverjum nýjum árangri með gleði og getur með stolti litið á sitt hlutverk á tímanum sem liðinn er. Hlutverk framtíðarinnar verður þó vafalaust ekki minna.

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.