Frjáls verslun - 01.06.1941, Side 6
legt fyrir unga menn að hugsa til framkvæmda
á þeim tímum, og þó allra sízt í verzlun. Ásgeir
gerðist nú verzlunarmaður við Gránufélags-
verzlun á Oddeyri, sem J. V. Havsteen veitti
forstöðu, en þessi verzlun var um þær mundir
í all-miklum blóma, og var í eigu innlendra
manna. Á þeim árum tók Ásgeir þátt í margvís-
legri félagsstarfsemi norðan lands, enda var
hann vel til þess fallinn, því að hann var einna
glæsilegastur og bezt menntaður af yngri mönn-
um á Akureyri á þeim tíma. Eitt dæmi um
þessi hjáverk Ásgeirs má nefna: Eitt sinn hafði
verið pantaður pappír til Gránufélagsins, en
þegar sendingin var opnuð, kom í ljós að af-
greitt hafði verið skakkt og var pappírinn rauð-
ur. Ef til vill hafa seljendurnir erlendis hald-
ið, að sama væri hvaða litur væri á pappírn-
um handa skrælingjunum þar á íslandi — en
pappírinn seldist ekki einu sinni í umbúðir. Og
þegar gerð var vörutalning eitt sinn, bað Ás-
geir húsbónda sinn um að selja sér pappírinn
til að prenta á hann blað og var það auðsótt.
Ásgeir nefndi blaðið „Jón rauða“ og entist
pappírinn í þrjú blöð. Nú er „Jón rauði“ mesta
„raritet“, og í háu verði, ef hann er falur.
Tryggvi Gunnarsson, síðar bankastjóri, fékk
Ásgeir til að fara til Kaupmannahafnar, en Ás-
geir festi þar ekki yndi og leitaði til Skotlands
og starfaði þar um skeið hjá Steenberg ræðis-
manni í Leith, en hann hafði nokkur viðskipti
við ísland og jukust þau fyrir atbeina Ásgeirs.
En árið 1894 kom hann til Reykjavíkur og
stofnaði verzlunina „Edinborg“ árið eftir.
Edinborg hafði fyrst aðset-
ur í húsi Þorláks kaupmanns
Johnson, og má segja, að það
væri skemmtileg tilviljun, því að
starfsemi Ásgeirs varð í sumum
skilningi eins konar framhald á
brautryðjandastarfi Þorláks. —
Edinborg tók upp peningaverzl-
un, og var það nýmæli. Kaup
manna var greitt í peningum,
en verzlunin hafði enskt gull,
sem hún fékk fyrir seldar ís-
lenzkar afurðir. Var gullið flutt
til landsins í 100 punda kútum
og voru það sterlingspund og 10
shillinga peningar. Þá tóku ekki
bankarnir við gjaldeyrinum. Þá
var engin gjaldeyrisnefnd, eng-
in „Comittee of two“, engin inn-
flutningsnefnd, engin viðskipta-
nefnd, enginn tollstjóri. Gullið
streymdi sína farvegi og urðu
verkamenn, er vanir voru að fá greitt með vöru-
ávísunum alveg hissa, er þeir fengu gullpen-
inga í stað pappírsmiðanna. Sumir neituðu blátt
áfram að taka við þessu og vildu heldur vöru.
Svo var vanans máttur mikill. Sterlingspundið
var þá kr. 18,05. Edinborg veitti þá um árabil
miklum peningastraum inn í landið, en peninga
var það, sem landið skorti. Veltufé Landsbank-
ans náði ekki miljón krónum á þessu árabili,
og má af því marka um peningaþörfina. Vöru-
skipti og lánsverzlun réðu enn lögum og lof-
um. Það voru hinir yngri kaupsýslumenn, sem
tóku forystuna í því að byggja upp nýja verzl-
unarhætti almenningi til hagræðis.
Edinborg varð brátt þekkt verzlun. í blöð-
unum gat að líta stórar auglýsingar, sumar í
kvæðaformi, eins og þá tíðkaðist, og hófst ein
með þessum orðum:
Farðu niður í Edinborg,
þá færðu margt að sjá,
og svo kom runa af upptalningu á girnilegum
vörum.
Kjörorð verzlunarinnar var: „Lítill ágóði —
fljót skil“, og vildi hún selja svo ódýrt sem unnt
var, en kaupa afurðirnar háu verði og fyrir
ósvikna peninga. Ásgeir reyndi að selja vör-
ur sínar svo fljótt sem verða mætti og láta
peningana verða sem minnst hreyfingarlausa
og nota þá oftar en venjulega var hægt á þeim
tímum, því að sími var þá enginn og samgöng-
ur illar.
Edinborg stofnsetti útibú víða um land og
Verzlunarhúsið, sem byggt var 1905.
6
FRJÁLS VERZLUN