Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1941, Qupperneq 17

Frjáls verslun - 01.06.1941, Qupperneq 17
í bíl svo klukkustundum skiptir. Menn leita oft langt yfir skammt, því að aðalatriðið er að njóta hreins andrúmslofts og að geta hreyft sig í frjálsri náttúrunni, en menn þurfa ekki að fara í langar bílferðir, til þess að geta notið slíks. í sumarleyfunum halda margir kyrru fyr- ir í sumarbústöðum eða á öðrum slíkum stöð- um og hreyfa sig lítið og hafast ekkert að. Þetta er rangt. Það er ekki nóg að sjá sveitina. Menn verða að reyna eitthvað á sig, en gæta að vísu alls hófs og varúðar. Innisetumenn þurfa í sumarleyfunum að leggja áherzlu á að hafa hæfilega hreyfingu úti við, því annars kemur leyfið ekki að hálfu gagni. ★ Það skal fúslega viðurkennt, að Reykjavík mun ekki vera sérlega heilnæmur bær, en þó er hér ýmislegt til staðar, sem menn gætu notað betur sér til hressingar, en gert er, og hefir hér að ofan verið drepið á sumt af því. En eins og ég sagði í upphafi, er mest komið undir á- huga hvers og eins. Sá, sem hefir verulegan skilning á sínum eigin þörfum í þessu efni og einlægan áhuga, finnur oftast leiðir til þess að geta gert líkama sínum eitthvað til gagns. Menn finna fyrr en varir, að þeir verða að gera eitt- hvað til að halda heilsu og fjöri. Sýni menn líkama sínum daglega einhvern sóma, komast menn venjulega hjá því, að þurfa að taka sér langar og dýrar „hvíldir“. Og verzlunarmaður- inn beinlínis græðir peningalega á því, að hugsa um sjálfan sig á þennan hátt. Undirstaðan und- ir velgengni í samkeppni verzlunar- og við- skipta nú á dögum er hraði og skjót umhugs- un. Slappur maður og sljór, sem er miður sín vegna óhollra lifnaðarhátta, jafnvel þótt hann geri sér ekki grein fyrir því sjálfur, er ekki lík- legur til að drýgja neinar dáðir á því sviði. Nokkur lög er Alþingi hefir samþykkf Lög um gjaldeyrisvarasjó'ð og eftirlit meS erl. lán- tökum. Samþ. á Alþingi 16. maí og ganga í gildi þeg- ar í stað. Landsbanki íslands, seðlabankinn, skal leggja til hlið'ar i erl. gjaldeyri upphæð, sem nemi jafngildi 12 milj. kr. umfram það, sem bankinn skuldar er- lendis á hverjum tíma. Þar með þó ekki talin þau lán, sem endurgieiðast eiga á lengri tíma en fimm árum. Reikna skal árlega, hverju nemur mismun- ur vaxta þeirra, sem bankinn fær af fé gjaldeyrisvara- sjóðs, og innlánsvaxta þeirra á sparisjóðsreikningum, sem bankinn greiðir á hverjum tíma. Skulu þrír fimmtu hlutar þessa mismunar greiddir bankanum úr ríkis- FRJÁLS YERZLUN sjóði, þó aldrei yfir 200.000 krónur. Ríkisstjórnin get- ur þó með reglugerð ákveðið, að innheimta sérstakt gjald af allri gjaldeyrisverzlun landsmanna til þess að greiða mismun þann, sem um ræðir á undan. Skipa skal 7 manna nefnd til að hafa með höndum verkefni laganna, og er viðskiptamálaráðherra for- maður, sameinað Alþingi kýs 3 menn og Landsbanki Islands tilnefnir þrjá. Nefndin er ólaunuð, og gerir nefndin tillögur um veitingu fjár úr sjóðnum. Skylt er öllum þeim, er skulda fé í erl. gjaldeyri, að gefa Hagstofu Islands upp ársfjórðungslega skýrslu um skuldirnar. Lög um tollheimtu og tollef tirlit, samþ. 1. apríl 1941. Bönnuð erl. vöruskipti við erl. hermenn í land- inu, nema að aðflutningsgjöld hafi verið greidd og fullnægt öðrum alm. innflutningsskilyrðum. Lög um breytingu á lögum 58, 1931, um einkasölu á tóbaki. Samþykkt 28. marz 1941. Ríkisstjórninni heimiiað að reka tóbaksgerð og er heildsöluálagning á vöru hennar óbundin. Einkasölunni annars heim- ilað að leggja 10—50% á vörur sinar. Tóbak til sauðfjárbaðana skal selja án hagnaðar. Lög um breytingu á lögum um stimpilgjald etc. Samþykkt 31. marz 1941. Með þessum lögum voru greiðslumerkin afnumin. Lög um heimild fyrir ríkissjóð til atS taka 10. milj. kr. innanríkislán, saillþ. 17. apríl. CASSON: Skattabyrðin Gerum ráð fyrir að ég hafi hug á að kaupa bíl, sem kostar 300 sterlingspund. Hvað verð ég þá að gera? Ég verð fyrst að afla mér 400 punda. Ríkis- stjórnin tekur 100 pund af þeim og lætur mér eftir 300 pund til að kaupa bílinn fyrir. En bifreiðaframleiðandinn verður líka að greiða skatta. Ef engin skattaálagning ætti sér stað, mundi bíll sem kostar 300 pund, að líkind- um kosta 225 pund. Er þá ekki hægt að segja með fullkominni sanngirni, að vegna skattanna verði ég að greiða 400 pund fyrir bíl, sem ætti að kosta 225 pund? Það er skattur innifalinn í verði hverrar vöru og við e'i'um neydd til að eiga U pund í hvert skifti sem við viljum eyða þremur. Menn geta gert sér ljóst hversu þetta er mikil byrði — hversu það dregur úr kaupgetu okkar. Þetta er ein veigamesta staðreynd vorra tíma, en við gerum okkur það samt ekki ljóst. Við hreyfum hvorki hönd né fót til þess að fá létt á skattabyrðinni. Meira að segja hreyfum við ekki mótmælum, þegar ríkisstjórnin gerir tillögur um auknar skattaálögur. Við eigum að undirbúa aukna efnalega afkomu með því að draga úr hinni ó- þolandi skattabyrði. 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.