Frjáls verslun - 01.06.1941, Qupperneq 21
CASSON : „Fjarstjórn“
Kaupsýslumaður í London skrifar mér: „Get-
ið þér sent mér bók, sem fjallar um fjarstjófn
verziunarfyr'irtækja? fÉg hefi aðsetur mitt í
London og vil taka þátt í stjórn verksmiðju í
Skotlandi".
Ég varð að tjá manninum, að engin bók væri
til um þetta efni. Það ætti þó að vera til bók
um það. Því að þetta efni i— „fjarstjórn“ —
er mjög mikilsvert.
Hér er staðreynd, sem mun reynast þung á
metunum: Tveir ríkústu Bandáríkjamenn síns
tíma voru Rockefeller og Carnegie, og þeir höfðu
báðir þann vana, að stjórna fyrirtækjum sínum
úr fjarlægð.
Hvorugur tók þátt í hinum venjulegu, dag-
legu störfum. Rockefeller var venjulega heima
hjá sér og Carnegie var á ferðalögum.
Hvaða aðferðum beittu þeir?
Rockefeller tók hættulegustu keppinautana í
félagsskap sinn og fól þeim stj órnina. Hann var
líka fljótur að hækka þá í tign, sem sýndu
dugnað og framtak.
Carnegie gerði 43 af framkvæmdastjórum
sínum að meðeigendum, svo að þeim hlotnaðist
hluti af hagnaðinum. Hann var líka óspar á
hrós, gagnrýni og uppástungur.
Bæði Rockefeller og Carnegie losuðu sig við
öll venjuleg, dagleg störf og vörðu tíma sínum
til ýmiskonar undirbúnings, hugsuðu um verzl-
unina við önnur lönd, endurbætur o. s. frv.
Þeir gerðu „fjarstjórnina“ afkastameiri en
stjórn þeirra hefði verið, ef þeir hefði verið á
staðnum. Þeir hugsuðu um framtíðina, en létu
undirmenn sína hugsa um skyldur nútíðarinnar.
Forstjóri eins stærsta iðnfyrirtæki okkar hef-
ir sömu aðferð. Hann eyðir næstum því öllum
tíma sínum í ferðalög, til þess að berjast við
erfiðleikana í utanríkisverzluninni. Hann er
sjaldan í Lundúnaskrifstofu sinni.
í New York voru líka til tveir ágætir rit-
stjórar, sem notuðust við „fjarstjórn“. Pulitzer
stjórnaði blaði sínu frá skemmtisnekkju, því
að hann var blindur, og Bennett stjórnaði blaði
sínu frá París.
Báðum blöðunum vegnaði vel undir þessari
,,fjarstjórn“, en þegar ritstjórarnir fóru að
stjórna í ritstjórnarskrifstofunum, þá fór að
halla undan fæti,
Það er vafalaust, að flestir kaupsýslumenn
eru í of nánu sambandi við fyrirtæki sín. Við
vitum hvað flestum mönnum er illa við að yfir-
gefa skrifstofu sína, þegar vinnutími er á enda.
Þeir vilja helzt geta farið með hana heim til
sín og haft hana undir rúminu, þegar þeir sofa.
FRJÁLS VERZLUN
Hver maður, sem ekki hefir lært að færa fyr-
irtæki sitt í kerfi, reynir að gera sjálfur eins
mikið og hægt er af því, sem gera þarf.
Hann gerir sig sjálfan eins og að aðalsúlu
í tjaldi. Þegar hann deyr, hrynur tjaldið. En
það var aldrei ætlun hans, að fyrirtækið dæi
með honum.
Enginn maður getur séð fyrirtækið sitt í
heiid, þegar hann er sjálfur miðdepillinn í því.
Og þegar hann fer að eiga við smáatriðin, þá
vanrækir hann aðalatriðið, að horfa fram í tím-
ann og undirbúa framtíðarstarfið.
Eins og menn geta séð af þessu, er margt,
sem mælir með „fjarstjórn".
Æsí<a og aírel<
Við, sem eldri erum, höfum tilhneigingu til
að álíta unga menn á aldrinum 20—25 ára
drengi. Það er enginn efi á því, að margir þeirra
eru það.
En við og við skýtur upp ungum manni inn-
an við 25 ára aldur, sem er búinn að ná fullum
þroska og geta tekið sér mikla ábyrgð á herðar.
Það væri mikil yfirsjón að láta hann vinna
minni háttar starf.
Newton og Kelvin voru frægir vísindamenn
er þeir voru 24 ára. Charles Dickens var 24 ára,
þegar hann ritaði „Pickwick Papers“.
Mc Cormick var 23 ára, þegar hann smíðaði
þreskivélina. Westinghouse var jafngamall, þeg-
ar hann fann upp lofthemilinn.
Gáfur sumra ungra manna þroskast skjót-
lega. Því ætti enginn að gleyma.
Auglýsingar
í sumum auglýsingum er svo mikið af lýsing-
arorðum í hæsta stigi að það má líkja því við
að auglýsandinn sé að hrópa til lesandans.
En það er hægt að gera of mikið af þessu,
því að hætt er við að fólk trúi ekki, ef of hátt
er kallað. Og ef fölkið trúir ekki auglýsingunni,
þá er andyirði hennar eytt til einskis.
Það væri kannske betra fyrir auglýsanda að
hvísla því sem hann þarf að segja — draga úr
hávaðanum. Hvíslingar geta, eins og við viturn,
verið áhrifameiri ne hróp.
Auglýsingar hafa sína galla. Sama er að segja
um mannlegt eðli. En yfirleitt má segja, að aug-
lýsingar hafi gert jafn mikið til að auka vel-
gengni manna eins og hvað annað.
Þar sem auglýsingar eru mest notaðar, þar
eru Ufsskilyrði manna bezt.
í Túrkestan og Tibet, þar sem aldrei sést aug-
lýsing, lifir fólkið eins og hin óæðri dýr,
21