Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 3
um, að ákveðnar reglur gildi um vinnukjör og menntun verzlunarfólks. Aðeins með vinsam- legu samstarfi húsbænda og vinnuhjúa getur fyrirtækið unnið heill almennings. En á heill og hollustu almennings veltur afkoma fyrir- tækisins. Því hefir oft verið slegið fram, að Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur ætti að beita sér fyrir að komið yrði á betra samræmi um launagreiðsl- ur hjá hinum ýmsu verzlunarfyrirtækjum í Reykjavík. Einn hafi of mikil laun og annar of lítil. Þetta verði að laga. Til viðbótar slíkum fullyrðingum dæmir fólk, oft án minnstu þekk- mgar, hverra launa einn starfsmaður sé mak- íegur. Það er fjarri mínum vilja að stofnsetja slíkan dómstól, eða vinna að því að lækkuð yrðu laun verzlunarmanna, sem við sæmileg kjör búa. »Góður starfsmaður verður aldrei of vel laun- aður“, er haft eftir brezkum kaupsýslumanni, en þeir eru allra manna vitrastir á verzlunar- sviðinu. Ég vil aðeins að atvinnurekendur og vinnu- þiggjendur í verzlunarstétt semji um lágmarks- grunnlaun fyrir verzlunarfólk. Að sjálfsögðu yrðu slíkir samningar að byggjast á gagnkvæm- um kröfum, enda réttmætt. En hver og einn, sem hefir rétt til þess að taka að sér verzlunar- starf, verður að fá þau laun, að hann geti lifað við a. m. k. dágóð kjör. Það er skylda okkar í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, að stuðla að því eftir megni, að fólk, sem vinnur við verzlunarstörf og hefir til þess hlotið menntun, geti lifað af atvinnu sinni. Okkur er skylt að hugsa um hag þeirra, sem við bágust kjörin búa. Hins vegar eigum við með öllu að láta af- skiptalaust, þó að einstökum mönnum sé vel borgað. Við megum ekki líta til þeirra með öf- und í augum. Starfshæfni, menntun og margs- konar hæfileikar gera vinnu sumra manna arð- meiri en annarra, og slíkir menn verða ávallt eftirsóttir á vinnumarkaðnum. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefir oft- ar en einu sinni reynt að koma á löggjöf um at- vinnu við verzlun. Hefir frumvarp verið samið að fyrirlagi félagsins og flutt á Alþingi, en aldrei náð fram að ganga. Það er sama og að berja höfði við stein að biðja Alþingi Islendinga að koma málefnum verzlunarstéttarinnar til lið- sinnis. Við verðum sjálfir að ráða okkar eigin mál- um, vera okkar eigin löggjafar. Til að koma slíkum málum fram til sigurs þarf meiri áhuga og samhug verzlunarfólksins, en ríkjandi hefir verið að undanförnu. Menn mega ekki láta peningaflóðið, sem flæðir um PRJÁLS VERZLUN land allt, gera sig kærulausa um þarfir þeirra tíma, sem koma í stað styrjaldar. Eitt sinn ætlaði Verzlunarmannafélag Reykja- víkur að leita upplýsinga um launakjör verzl- unarfólks í Reykjavík og sendi fyrirspurnir til félagsmanna og fleiri. Örfáir sendu svör. Hvers vegna? Sumir senni- lega fyrir það, að þeir höfðu enga trú á að fé- lagið kynni að vinna nokkuð fyrir þá. Aðrir og ef til vill flestir vegna þess að þeir litu á kaup- gjaldið sem einkamál milli sín og húsbóndans, sem ekki mætti ljóstra upp. Þannig varð árangur skýrslusöfnunarinnar bókstaflega enginn, og má verzlunarfólkið sjálfu sér um kenna. Ef að Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefði fengið í hendur upplýsingar um launa- kjör hvers einasta verzlunarmanns og konu í Reykjavík, er ég sannfærður um að kominn væri á samningur um lágmarksgrunnlaun verzlunar- fólks. Þá gætu þeir, sem verst eru settir, verið búnir að taka við góðum tíðindum án þess að hinir betur launuðu hefðu nokkurn skaða liðið Eins og málið horfir við, án allra upplýsinga, er erfitt að gera ákveðnar tillögur um lágmarks- grunnlaun. Þau verða að byggjast á kostnaði við lífsframfæri. Þegar frá eru talin styrjaldarárin og öll rösk- un, sem þeim hefir orðið samfara, voru í gildi á Norðurlöndum lög og samningar um vinnukjör við verzlunarstörf. Fyrir slíkum málum hafa verzlunarmannafélög allra menningarríkja beitt sér. Með vinnulöggjöf, er sett var í Noregi 1936, voru verzlunarstéttinni lagðar margar skyldur á herðar, jafnt og öðrum stéttum. Löggjöfin fjallar um öryggi við ýms störf, vinnutíma, sumarleyfi, kaupgreiðslur, uppsagnir og sitthvað fleira. Þar er svo ákveðið, að hvar sem fleiri en tíu starfsmenn vinna eigi að vera í gildi stað- fest vinnusamþykkt. Slíkar vinnusamþykktir ákveða lágmarksgrunnlaun starfsfólksins. — Fyrsta árið ber þó að skoða sem reynslutíma, og ræður samkomulag hver laun eru greidd þann tíma. Að reynslutímanum loknum fær viðkom- andi starfsmaður föst grunnlaun, sem fara stig- hækkandi á hverju ári í 13 ár. Ef að starfsmaður sýnir í störfum sérstakan dugnað eða hæfni er fyrirtækinu frjálst að greiða honum hvaða laun, er það kann að ákveða, án tillits til fjölda starfsára eða ann- arra starfsmanna. Þessi ákvæði eru athyglisverð fyrir þá, sem eru andvígir fyrirkomulagi um föst lágmarks- laun af ótta við, að þeirra eigin laun hætti að hækka og verði jafnvel lækkuð. Frh. á síðu 23. 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.