Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 25
Ný fyrirtæki o. fl. Ragnar Guðmundsson h.f., Reykjavík. Stofnað 11./9. ’41. Tilg. að reka heildverzlun og umboðsverzlun og annan verzlunarrekstur með innl. og erl. vörur. Stjórn: Gunnar Þorsteinsson, Júlíus Guðmundsson og Ragnar Guðmundsson. Hlutafé kr. 54.000.00. Maríus Ólafsson & Co. h.f., Reykjavík. Stofnað 16./9. ’41. Tilg. Umboðs og heildverzlun með allsk. innfl. og útfl. vörur, svo og iðnrekstur í sambandi við verzlunina. Stjórn: Oli M. Isaksson, Jóhann Þ. Jósefsson og Maríus Ólafsson sem er líka framkv.stj. með prókúruumboði. Hlutafé kr. 15.000.00. Trésmiðjan og leikfangagerðin Eik. Kristján Erlends- son auglýsir 22. sept. að hann reki trésmiðju og leik- fangagerð undir þessu nafni í Reykjavík. Rafbylgjuofninn. Stefán Runólfsson fær 20. sept ’41 framleiðsluréttinn fyrir ísland á rafbylgjuofninum. Agnari Breiðfjörð og Guðm. Jónssyni eru óviðkomandi þar eftir allar skuldbindingar firmans. Stefán Runólfs- son rekur fyrirtækið með ótakmarkaðri ábyrgð. Pensillinn, Reykjavík. August Hákanson selur fyrir- tækið þeim Gunnsteini Jóhannssyni og Hafliða Jóhanns- syni, en þeir reka það sem smásöluvei'zlun með máln- ingarvörur, veggfóður og aðar skyldar vörur með ótak- markaðri ábyrgð. Skúli Jóhannsson & Co. Þann 28. ág. 1941 gekk Jó- hann Eyjólfsson úr firmanu og rekur Skúli Jóhanns- 'son það einn. Islenzlc-Erlenda Verzlunarfélagið. Óttar Proppe gekk þann 25. ág. úr firmanu og hættir framkvæmdarstjórn og prókúruumboði en Bergur Vigfússon kemur í hans stað. Verzlunin Hof, smásöluverzlun, stofnuð 8. sept. ’41 af Wilh. Norðfjörð og Fr. P. Dungal. Hefill h.f. húsgagnavinnustofa, Reykjavík. Stofnuð 24. sept. ’41. Tilg. Að reka smíði húsgagna og verzlun með þau. Stjórn: Konráð Gíslason, Jón Magnússon og Geir Gestsson. Hlutafé kr. 15.000.00. „Bláa búðin“. Mekkinó Björnsson rekur smásöluverzl- un í Reykjavík undir þessu nafni. Verzlunin Alfa. Guðný Vilhjálmsdóttir er einkaeig- andi þeirrar verzlunar en prókúruhafi er Ingi Árdal. Tóbakseinkasalan auglýsir 20. okt. að Ari Guðmunds- son hafi eftirleiðis prókúruumboð. Gólfdreglagerðin, Gunnar Guðmundsson rekur gólf- dreg'lagerð og annan vefnað og verzlun með þessa fram- leiðslu í Rvík með ótakmarkaðri ábyrgð. Ingólfsbúð h.f., Reykjavík. Tilg. Að reka smásölu- verzlun með vefnaðarvöi'u o. fl. Stofnuð 18. júní 1941. Stjórn: Tryggvi Pétursson, Guðm. Pétursson og Ingi- björg Jónasdóttir. Hlutafé kr. 10.000.00. Vélasalan h.f., Reykjavík. Tilg. Að reka heildverzlun og umboðssölu með hverskonar innl. og erl. vörur, þó einkum vélar, vélahluti og útgerðarvörur, skipamiðlun svo og iðnrekstur í sambandi við verzluina. Stofnuð 1. frjáls verzlun okt. 1941. Stjórn: Sæmundur Stefánsson, Guðm. Gísla- son, Gunnar Friðriksson og Erlingur Þorkelsson. Allir stjórnendur hafa prókúruumboð. Hlutafé kr. 40.000.00. Hervör h.f., Reykjavík. Tilg.: Að eignast skip og reka útgerð skipa, fiskverkun og verzlun með afurðir félags- ins. Stofnað 20 marz 1941. Stjórn: Barði Barðason, Björn Ingvarsson og Helga Þorsteinsdóttir. Hlutafé kr. 90.000.00. Ingvar Guðjónsson er frkv.stj. Ingólfur B. Guðmundsson h.f., Reykjavík. Tilg. Að taka að sér allskonar byggingastarfsemi og framkvæmd- ir á allsk. mannvirkjum. Stofnað 5. okt. 1941. Stjórn: Ingólfur B. Guðmundsson, Helga Jessen, Guðm. Egils- son og Knútur Jónsson. Framkv.stj. er Ing. B. Guð- mundsson. Hlutafé kr. 100.000.00. Dynjandt h.f., Reykjavík. Stofnað 28. sept. Tilg.: Að reka umboðs- og heildverzlun með innlendar og erlendar vörur. Hlutafé kr. 6000,00. Stjórn: Jón Matthiessen, Carl D. Tulinius, Sigurður Ólafsson. Framkvstj. Har- aldur St. Bjöi'nsson. G. Þorsteinsson & Johnson h.f., Reykjavík. Stofnað 22. okt. Tilg'.: Að reka út- og innflutningsverzlun með allskonar íslenzkar og erlendar vörur, iðnað og útgerð. Hlutafé kr. 50,000,00. Stjórn: Pétur Ó. Johnson, Garðar Þorsteinsson fiskiðnfr., Þórunn Sigurðardóttir. Fram- kvæmdastjórar: Pétur Ó. Johnson og Gai'ðar Þorsteins- son. Jón Loftsson fimmtugur Jón Loftsson kaupmaður átti fimmtugsafmæli hinn 11. des. s.l. Jón er Skagfirðingur að ætt og lærði í fyrstu búfræði, en snéri sér síðar að verzlunarstörfum og sigldi til verzlunarnáms 1921 í Þýzkalandi og á Norðurlöndum. Jón stofnaði umboðsverzlun í Reykjavík og fékkst einnig á þessum árum nokkuð við síldarútgerð. Síðan 1928 hefir Jón rekið verzlun í Reykjavík með byggingarefni o. fl. Árið 1938 stofnaði hann félag til að vinna vikur á Snæfellsnesi og hefir orðið úr því mikil framleiðsla á einangr- unarefni til húsa og kom það í góðar þarfir. Jón Loftsson er vinsæll og vel þekktur maður og óskar „Frjáls verzlun“ honum til hamingju með afmælið. 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.