Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 10
keisarinn sjálfur er yfirmaður hers og flota. Hinir æðstu herráðsforingjar hers og flota hafa þennan sama rétt. Hermennirnir sverja ekki stjórninni eiða heldur keisaranum. Einnig er hermálaráðherrann ætíð jafnframt foringi í herdeild — og það er líka einsdæmi. Vald hans er óskaplegt og hann getur brugðið fæti fyrir allt, sem borgaralegir ráðherrar gera, því hann hefir beint samband við keisarann. Enginn stjórnmálamaður getur myndað stjórn nema hafa hermálaráðherra og herinn getur steypt hvaða stjórn sem er með því að „draga ráðherr- ann út úr stjórninni" og koma í veg fyrir að nokkur fáist til að taka við því embætti, nema allt sé gert að þeirra vild. Það styrkir aðstöðu hers og flota Japana, að þeir hafa aldrei enn tapað í styrjöld. Þeir eru því hafnir yfir alla gagnrýni. Herinn telur sig eiga þá háleitu köllun — guðdómlega keisara- lega köllun, að leggja undir sig Austur-Asíu. ★ Japanski flotinn er nokkuð annars eðlis en herinn. Herinn verður yfirleitt að teljast rót- tækur, en flotinn er íhaldssamur. Flestir for- ingjar hersins eru sveitamenn að ætt, en flota- foringjarnir eru flestir synir mikilla kaupsýslu- manna og hástéttarmanna. Mikil keppni er milli hers og flota. Það eru fleiri ástæður til að herinn og flotinn eru svo ólíkir. í fyrsta lagi komast ekki yngri menn en 17 ára á flotaskólann, en herskólarnir taka við 13 ára gömlum piltum. Þetta leiðir af sér að fjölskyldur, er senda syni sína á flota- skólann, verða að vera nægilega efnaðar til að geta kostað þá á einkaskóla í 4 ár. Herinn er árásarvopn, en flotinn fremur til varnar. Flot- inn er orðinn til fyrir hagsmuni siglinganna og bak við hann hafa staðið stórfyrirtæki eins og Mitsubishi, sem átti ótrúlega miklar eignir í skipum og öðrum útgerðartækjum. Þetta hefir það í för með sér, að flotinn er íhaldssamur og auðvaldssinnaður andstætt hernum, sem á ræt- ur sínar meðal bændalýðs og er andvígur auð- valdsskipulaginu. Síðan 1935 hafa Japanir byggt skip handa flotanum af hinu mesta kappi til þess að ná Englandi og Bandaríkjunum. Snemma á árinu 1939 var talið að Japanir væru að byggja fjög- ur 40 þús. smálesta orustuskip, með 16 þuml. byssum og ef til vill skæðustu vígskip í heimi. Japanir hafa viljað koma sér upp flota á Kyrra- hafi, er væri jafnsterkur hverjum öðrum flota, sem þar er. Þegar það var kunnugt, að Japanir héldu ekki settar reglur um stærð skipa notuðu England og U. S. A. tækifærið til að auka stærð skipa sinna upp í 45 þús. smál. Það er gott dæmi um framkomu Japana í flotamálunum, hvernig þeir „hleyptu upp“ flota- málaráðstefnunni í London 1935. Þá hafði um skeið verið svo ákveðið að hlutfallið milli Eng- lands og U. S. A. annars vegar og Japana hins vegar á Kyrrahafi skyldi vera 3:5. Japanir heimtuðu jafnrétti. Að vísu notuðu þeir ekki það orð, heldur töluðu ætíð um „sameiginlegt hámark“. Þessu neituðu Englendingar og Bandaríkjamenn, því þá hefðu allar takmark- anir orðið þýðingarlausar. Englendingar stungu upp á að allir aðiljar létu hver öðrum í té upp- lýsingar um smíði sína, en þá sögðu Japanir: Við getum ætíð vitað nokkurnveginn hvað þið smíðið og Bandaríkjamenn. Hvorugur ykkar þarf að komast að því með nokkurri nákvæmni hvað við byggjum. Ef þið viljið að við látum ykkur vita um stærð okkar flota, þá verðið þið að borga fyrir það með því að samþykkja „sam- eiginlegt hámark“. Þar með lauk ráðstefnunni til lítils heiðurs fyrir alla, sem þar voru. ★ Samkvæmt nýjustu upplýsingum (1941) er talið að stærð flota Japana og U. S. A. sé sem hér segir: Orustuskip U. S. A. Japan 13 Flugvélaskip . . 7 9 Þung beitiskip .... . . 18 12 Létt beitiskip 23 Tundurspillar .. . . . . 181 106 Tundurbátar 12 Strandvarnaskip (gömul) 5 Kafbátar 64 Þess má geta, að þessar tölur eru ekki taldar fyllilega áreiðanlegar, einkum hvað Japan við- víkur, vegna leyndar þeirrar, sem þeir hafa við- haft um skipabyggingar. Má vel vera að floti þeirra sé allmiklu öflugri en hér er talið, eink- um hvað viðvíkur hinum stærri skipum. Hvorki floti U. S. A. né Japana hefir mikla reynslu í hernaði. Japanir unnu léttan sigur á Rússum 1905, en í heimsstyrjöldinni 1914—18 komu þeir ekkert að kalla við sögu í sjóhernaði. Bandaríkjamenn hafa nær enga reynslu í sjó- hernaði. 10 PRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.