Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 8
Malakkaskagi.
kvæmlega skipulagt að því leyti að hvert hérað
leggur til sinn skerf, bændur af ökrunum, skrif-
stofumenn úr bæjunum, synir stjórnmálamanna
og erfðaprinsa — allir verða að hlýða kallinu,
ef þeirra númer kemur upp. Hér er enginn mun-
ur gerður á stéttum eða flokkum. Engin sérrétt-
indi eru þar látin haldast. Heilsufar og happ-
drætti ræður hér öllu. Hvað foringjunum við-
víkur, þá eru þeir ekki framar sérstök klíka, en
þetta hefir mikla þýðingu. Mestur hluti jap-
anskra foringja er af lágum stigum og hækkar
í tign vegna yfirburða. Tæplega 10 af hundraði
foringjanna eru af aðalsættum. Herinn er eins-
konar þjóðher og í honum eru fulltrúar þjóðar-
innar allrar. Að flestu leyti eru japanskir for-
ingjar ólíkir því, sem í Bretlandi gerist. Margir
þeirra raka sig aðeins einu sinni í viku. Þeir fá
léleg laun. Herforingi (general) fær 6,600 yen
á ári, en það svarar til rúmlega 356 dala.
Foringjar eru valdir á einkennilegan hátt.
Það eru þrjár leiðir til þess að komast á heræf-
ingaskóla. I fyrsta lagi getur hver 14 ára dreng-
ur, sem hefir lært skyldunámsgreinar sínar í
hernaði, komizt í yngstu deild, en þar er kennsla
8
ókeypis, svo allir hafi efni á að sækja skólana.
Valið er úr eftir samkeppnisprófi. Einnig er
hægt að komast í herskólann á aldrinum 16—18
ára að loknu námi í framhaldsskóla. I þriðja
lagi geta herskyldir menn komizt í skólann allt
til 22 ára aldurs hafi þeir staðizt mjög þungt
próf. Það er einsdæmi að óbreyttir liðsmenn
geti komizt þannig beina leið inn í raðir foringj-
anna. Slíkt er ekki þekkt annars staðar. Eng-
inn foringi er útnefndur fyrr en hann hefir
gegnt herþjónustu í 8 mánuði sem óbreyttur
liðsmaður. Það er líka nær einsdæmi að ein-
göngu fari eftir hæfni hverjir verða foringjar,
en ekki eftir aldri eða ættgöfgi. Japanir geta
orðið ofurstar á mjög ungum aldri.
Herinn á sér sín lög og sitt vald og hefir það
oft komið hart niður á stjórnmálamönnum.
Tvær eru ástæður til þessa. í fyrsta lagi hefir
hermálaráðgjafinn þau ómetanlegu forréttindi
að geta hvenær sem er stað’ið í beinu sambandi
við keisarann, en slíkt er ekki leyft öðrum ráð-
gjöfum borgaralegrar stéttar. Þessara sérrétt-
inda er ekki getið í hinni japönsku stjórnskip-
an, en er orðið til fyrir hefð og byggist á því að
PRJÁLS YERZLUN