Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 23
SJÖTUGUR: Karl Nikulásson Karl Óli Nikulásson konsúll, sem kjörinn var heiðursfélagi Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur á 50 ára afmæli þess, varð nýlega sjötugur að aldri. Hann er Reykvíkingur, fæddur 18. des. 1871. Faðir hans var Nikulás Jafetsson gull- smiðs Einarssonar verzlunarstjóra. Höfðu þeir feðgar allir lifað og starfað í Reykjavík. Jafet gullsmiður var bróðir Ólafs prófasts á Stað á Reykjanesi og frú Ingi- bjargar konu Jóns Sig- urðssonar forseta, en Einar stúdent faðir þeirra systkina var bróð- ir séra Sigurðar á Rafns- eyri, föður Jóns forseta. Karl var ungur þegar faðir hans dó, og var að mestu alinn upp hjá hin- um mæta manni, Morten Hansen skólastjóra, sem hann minnist jafnan með virðingu og kærleika. Vorið 1891 lauk Karl stúdentsprófi, og ári síðar tók hann próf í heim- speki við Kaupmannahafnarháskóla, en las síð- an dýralækningafræði nokkur ár. Um aldamótin kom hann aftur hingað heim og gerðist þá nokkru síðar verzlunarstjóri Thomsens-verzlunar, sem þá var mesta verzlun hér í bænum. Þegar hann lét af því starfi gekk hann í þjónustu olíufélagsins D. D. P. A. og fluttist þá til Akureyrar, þar sem hann dvaldi til vorsins 1939, og hafði þar ýms störf með höndum. Hann var um allmörg ár ræðismaður Frakka á Akureyri, og einnig um skeið æðsti maður Oddfellowreglunnar þar, eftir að deild þess félagsskapar var sett þar á stofn. Karl var kvæntur Valgerði Ólafsdóttur, kaup- manns Jónssonar frá Hafnarfirði, hinni ágæt- ustu konu, systur Ólafs prófasts frá Hjarðar- holti og þeirra systkina, en hún lézt í septem- ber 1937. Bæði voru þau hjón fríð sýnum og höfðingleg og gestrisin með afbrigðum. Var oft gestkvæmt og glaðvært á hinu góðkunna heimili þeirra. Karl er prúðmenni hið mesta, vandvirkur við störf sín og hrókur alls fagnaðar í vinahóp. Og þó ellin sé nú farin að sækja að honum síð- ustu árin gengur hann á hólm við hana eins og flest, sem hann hefir mætt í lífinu, með hug- FRJÁLS VERZLUN prýði og léttri lund. Hann hefir verið sæmdur frönsku heiðursmerki, Pour la Merité. Frjáls verzlun óskar honum heilla og bless- unar á æfikvöldinu. Launamál verzlunarfólks, frh. af bls. 3 Ánægjulegt hlutskipti hefði það orðið verzl- unarstéttinni að geta nú komið á reglum um vinnuréttindi og vinnulaun. Einmitt núna með- an eftirspurnin er mest eftir vinnuafli og verzl- unarfólkið kemst að í sinni eigin starfsgrein. Strax og harðnar í ári verður barist um störf verzlunarfólksins. Verzlunarfólkið er réttinda- laust í þeirri baráttu. Þá vilja allir vera verzl- unarmenn. Þá koma menn úr iðngreinum og kennarastétt og keppa við verzlunarfólkið um atvinnu þess. Við slíku verður Verzlunarmannafélag Rvík- ur að spyrna fæti. En engin von er að svo verði nema með sameiginlegu átaki allra meðlima fé- lagsins. Áður en næsti félagsfundur verður boðaður í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur til þess að ræða hagsmunamál verzlunarfólksins, vil ég spyrja þá verzlunarmenn, er þessar línur mín- ar lesa, hvort það hafi orðið til einskis að Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur hafi fengið stytt- an vinnutíma í skrifstofum og sölubúðum, sam- ið um verðlagsuppbætur og unnið að mörgum fleiri umbótum fyrir verzlunarfólkið hér og annars staðar? Vill nú enginn halda áfram og tryggja vinnuréttindi verzlunarfólksins, með kröfum um menntaða og samstillta verzlunar- stétt, sem getur lifað af atvinnu sinni hvort heldur um er að ræða atvinnurekendur eða vinnuþiggjendur. Byrjið ekki oí það er ein verzlun í West End í snemma. London, sem hefir skipt um hús- bændur sjö sinnum á níu árum, vegna þess að þeir hafa farið á liöfuðið. Sjö konur, scm báru gott skynbragð í tízkufatnað, leigðu verzl- unina, en komust þá að því, að þær kunnu ekki að verzla. Varfalaust átti hver þessara kvenna vinkonur, en ekki nógu margar til þess að viiðskipti þeirra borg- uðu sig. Auk þess báðu of margar þeirra um að fá lánað og of margar þeirra voru of skuldseigar cða borguðu aldrei. Ef þessar konur hefðu leitað ráða hjá reyndum kaupmanni, mundu þær ekki hafa tapað peningum sínum. þær mundu þá fyrst hafa búið sig undir að verða kaupkonur, með því að safna meiri peningum og afla sér meiri þekkingar á kaupsýslu. Næslum allar smáverzlanir eru stofnaðar of snemma. Fyrst verður að afla nægs fjár og þekklngar. 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.