Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 29
andlit Bandaríkjanna. „Við erum ekki framar leikfang erlendra ríkja“, sagði Arias. Bandaríkin geta auðvitað alltaf haft afarmikil áhrif í Panama. Það er Bandaríkjaherinn, sem er hinn raun- verulegi húsbóndi þar. Þetta litla land, sem hefir álíka marga íbúa og borgin Minneapolis, lifir næstum ein- vörðungu á þeim 50 millj. dollara, sem eru laun her- manna og annara, sem búa á hinu 16 km. breiða skurð- svæði. Með því einu að banna Bandaríkjamönnum að vera í Panama, gætum við svelt Panama á einum mán- uði. En við hikum við að stíga slíkt skref, enda er óvíst að þess gerist þörf. Síðustu mánuðina hefir dr. Arias lækkað seglin talsvert og hann féllst loks á að leyfa að komið yrði upp flugstöðvum, þegar lofað var „full- um bótum“ og að þeim yrði skilað aftur að stríðinu loknu. Varnir Panama-skurðsins eru fernskonar: Á sjó, í lofti, á stjórnmálasviðinu — halda vináttu nærliggjandi landa — og gegn skemmdarverkum. Það er óþarfi að gera ráð fyrir árás fótgönguliðs. Frumskógarnir eru ófærir. Grundvallarreglan um varnir skurðsins er að halda svo góðan vörð um leiðir að honum, að ekkert fjand- samlegt skip eða flugvél komizt í námunda við hann. Sérstök flotadeild hefir það hlutverk að hafa gætur á öllum skipum í allt að 900 mílna fjarlægð frá skurðin- um. Landherinn ber ábyrgð á öllu, sem fram fer ekki fjær en 30 mílur. Flotinn heldur aðallega uppi eftii'liti sínu með flug- vélum. Það er þó ekki nóg að fljúga frá Panama og heim aftur. Það er þörf á flugstöðvum í öllum áttum og allfjarri skurðinum. Atlantshafsmegin er enginn skortur bækistöðva, síðan skipt var á þeim og tundurspillunum við Breta. Kyrra- hafsmegin mundi bezta bækistöðin í norðurátt vera á Tehvantepec-eiðinu mexíkanska og sú næst bezta við Fonseca-flóa í Nicaragua, en þar er undirbúningsstarf- ið þegar hafið. f suðurátt hefir flotinn girnd á Galapa- gos-eyjunum, sem eru eign Ecuador, og er verið að semja um þær. En hvað mundi gerast, ef fjandmennirnir kæmust fram hjá eða brytist í gegnum varnir flotans? Eg varði heilum degi til að kynna mér, hvernig herinn hefir komið sér fyrir. Þarna eru sum geigvænlegustu strand- virki í heimi. Ég sá þessar gínandi byssur — sumar 16 þumlunga og aðar 14 þumlunga — faldar meðfram út- jöðrum frumskógarins. Ég sá liðþjálfa einn hækka hlaup eins af þessum ferlíkjum með svo lítilli fyrir- höfn, að það var eins og það væri fislétt. Það kostar 1200 dollara að hleypa af fallbyssu, svo að það er ekki gert oft. Við ruddumst í gegnum ógreiðfært þykknið og fund- um dulmálaðar loftvarnabyssur í dreifðum rjóðrum. Það tók langan tíma fyrir óvana að átta sig á því, að byssurnar væru þarna, því að þær voru málaðar dökk- grænar, svo að það var næsta ógerlegt að greina þær frá umhverfinu. Annarsstaðar urðu fyrir manni hermannaþyrpingar, sem stjórnuðu leitarljósum. Við sjáum hvernig geislum — sum ljósin hafa 800.000.000 txerta styrkleika — finnur flugvél yfir höfðum okkar og við sjáum fimi FRJÁLS VERZLUN sprengjuflugmannanna í að hæfa markið, sem þeir hafa sett sér. Það er haldinn vörður allan sólarhringinn. Herinn hefii' komið sér fyrir á hundruðum staða á skurðsvæðinu og það hefir verið óhemjuverk að undir- búa alla þá staði. Þar sem flugvellirnir eru, voru fyrir skemmstu fen og mýrar. Nýjar borgir spi'etta upp á augabragði í frumskóginum. Vegalagningar eru erfið- asta viðfangsefnið, en á því er bugazt, hvað sem það kostar. Landið er mjög hæðótt og vegavinna er í raun- inni ófær nema þá þrjá rnánuði, sem ekki rignir. Þótt undarlegt megi virðast liggur enginn vegur sam- hliða skurðinum þvert yfir eiðið. Það er erfitt að fram- kværna það, en þar að auki hefir járnbrautarstjórnin (sem ei' undir yfirstjórn Bandaríkjastjórnar) rétt til þess að banna allar vegalagningar, sem gæti dregið úr hinum arðsömu flutningum hennar. Herinn krafðist þess, að vegur væri lagðui', þar sem það mátti búast við því, að járnbi'autin yrði ófær vegna loftárása. Roosevelt forseti skipaði járnbrautarstjórninni að not- færa sér ekki rétt sinn og er vinna við veginn þegar hafin. Ennþá eru rúmir 35 km. eftir, en þeim verður að öllum líkindum lokið á þessu ári. Hver hei-stöð hefir samband við allar aðrar. Liðs- foringjarnir og menn þeirra lifa heilbrigðu lífi, fá mik- inn og' hollan mat, vinna ei'fiða vinnu og gera sér mai'gt til skemmtunar, þegar vinnu er lokið. Þeir hafa ná- kvæmar gætur á heilsu sinni. Olíu er helt á hvern vatns- poll og rætur runnanna standa í ílátum, sem eru full af skordýraeitri. Köldusótt hefir raunverulega verið upp- rætt. Það ríður ó því, að nánar gætur séu hafði á skemmd- arverkamönnum. Það rná gera róð fyrir því að japanskt skip verði spi'engt i loft upp í einhverjum stiganum, eða „hlutlaust" skip rekist á bakka einhversstaðar í skurð- inum. Það er hætta á að skemmdai'vei'kamenn eyðileggi Gatun-stífluna, en þó myndi hluti af skurðinum þoi'na. Þessu öllu er hægt að búast við og þetta þarf að var- ast. Ekkert skip fær að fara um skurðinn fyrri en eftir nákvæma skoðun. Liðsforingjar úr flota Bandaríkjanna taka stjórn þess alveg í sínar hendur. Þeir koma á beinu símasambandi rnilli stjórnpalls og vélarúms, og setja varðmenn bæði í stafn og skut, til þess að koma í veg fyrir, að skipanir verð túlkaðar ranglega. Ef ástæða er til að gruna skipverja um græzku er net sett upp meðfram öllu skipinu og yfir það, svo að ekki sé hægt að varpa sprengju frá því. Ekkert skip fær að fara eftir skurðinum að næturlagi. Aðeins helmingur skipastiganna er í notkun. Er verið að gera hinn sprengjuheldan. í Panama búa um 200 manns af þýzkum ættum, 760 ítalir og 420 Japanir — og það eru hafðar gætur ó hverjum einasta þeirra. Við vitum ekki yfir hvei'ju þeir kunna að búa og því þykir réttara að hafa vaðið fyrir neðan sig. Síðastliðið vor var byrjað að smíða þriðju skipa- stigana, sem hægt er að nota, ef eitthvað verður að hin- um. Þeir gömlu eru 110 fet á breidd og það hefir tak- markað breidd herskipa okkar. Hinir nýju verða 140 fet og það mun leyfa okkur að smíða stærri flugvéla- stöðvarskip og orustuskip. En það mun taka um fimnx ár að fullgera nýju stigana. Upprunalegi skurðurinn 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.