Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 5
Reykjavík um 1840. Reykjavíkur. 1 nefndaráliti minni hlutans, sem var vafalaust samið af Bjarna, fær Reykjavík °S þá ekki sízt verzlunarstéttin skammtaðan ógóðan vitnisburð. Reykjavík er að hans áliti andlegt pestarbæli og segir svo í álitinu: „Okkur hefir að vísu aldrei dottið í hug, að aðbúnaðurinn í Reykjavík mundi koma því til leiðar, að fulltrúarnir gleymdu með öllu skyldu sinni, en við höfum verið og erum enn fastir á því máli, að kjör þau fulltrúarnir fengju að búa við í Reykjavík mundu gjöra þá daufa; og ef þeir utan Alþingisstofunnar yrðu fyrir áhrif- um þeim, er gjörðu þeim skapi'aun, þá mundu þeir bera með sér menjar þess inn í stofuna, þó henni yrði lokað, og ef það verður einmitt skóla- salurinn, þá mun það ekki mýkja úr þessum áhrifum, að þeir með því móti eru minntir á, að því er komið til leiðar, að skólinn er kominn á þann stað, er þjóðin allra sízt mundi á kjósa. Fulltrúarnir úr báðum Múla-sýslum, Þingeyjar- sýslum, Stranda, fsafjarðar, Barðastrandar, Dala og Snæfellsnessýslum eru aldrei og þeir úr Eyjafjarðar, Sltagafjarðar og Húnavatnssýsl- um næstum því aldrei skiptavinir kaupmanna í Feykjavík; þeir munu því aldrei verða fyrir hylli þeirri, er skiptavinum kaupmanna er auð- sýnd, enda er hylli sú, er bændur mæta hjá kaupmönnum, er þeir skipta við, næstum aldrei þannig, að kaupmenn setji þá við borð sitt. Full- trúarnir munu þá sjá, að þeir eru settir hjá af kaupmönnum og þjónum þeirra í Reykjavík, og þetta mun hjá einhverjum þeirra vekja kala, ekki aðeins við Reykjavík, heldur og jafnvel við hina dönsku þjóð, og það verðum við að álíta í FRJÁLS VERZLUN öllu tilliti sanna ógæfu. Enda er það alkunnugt, að sá, sem verður að sýna sig í einhvörjum nið- urlægingar og auðmýktarham, heldur oft að hann sé settur hjá, þótt hann sé það ekki í raun og veru. En þegar fulltrúarnir verða að koma sér fyrir hjá þurrabúðarmönnum, er í sveitun- um eru í litlum metum hafðir, þegar þeir eru klæddir eins og aðrir bændur, geta ekki talað dönsku, vita að þeir, þó þeir raunar hafi góða þekkingu og séu vel vaxnir sýslu sinni sem full- trúar, eru ókunnugir hinum viðteknu umgengn- is og kurteisisreglum, er ekki er hægt að læra af sjálfum sér, finna að þeir þar á ofan eru út- skúfaðir úr húsum kaupmanna og verða fyrir sama viðmóti hjá þeim og aðrir bændur, þá mun það mega virðast, sem fulltrúarnir hafi orsök til að finna, að þeir séu ekki aðeins settir hjá, held- ur beinlínis fyrirlitnir----- Eins og á þessu sést er það ein höfuðrök- semdin fyrir að Alþingi megi ekki vera í Reykja- vík, að bændaþingmenn sæti illri meðferð hjá verzlunarstéttinni, sem þá var aldönsk, og hafi það ill áhrif á störf þeirra. Kaupmennirnir væru óþjóðlegir, Reykjavík var óþjóðleg, þess vegna hlaut þingið að verða óþjóðlegt í Reykjavík. En á Þingvöllum sveif andi fornrar frægðar, er mundi örfa þingmenn til dáða. Hvað gerði til þó þeir lægju þar í tjöldum? Hvað gerði til þó flytja yrði matinn á trússahestum úr Reykja- vík? Fulltrúarnir gætu legið margir í sama tjaldi og sparað með því. Brauð var hægt að fá í Reykjavík og silung og urriða fyrir gott verð á Þingvöllum. Svo var líka einni dagleið styttra fyrir flesta þingmenn að Öxará en Reykjavík. 5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.