Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 7
JOHN GUNTHER: | apanir í ófriði r.John Gunther er einn þekktasti blaðamaður í hinum enskumælandi heimi. Hann hefir skrifað mikla bók, er nefnist „Inside Asia“, og er það, sem hér fer á eftir, tekið úr þeirri bók. Bók hans „Inside Europe“ er al- þekkt hér á landi. Nýútkomin er bók eftir hann, sem nefnist „Inside Latin-America“.] Opinberar stofnanir í Japan eru um margt frábrugðnar því, sem gerist í öðrum löndum og á það ekki sízt við um herinn. í fyrsta lagi hefir hann sérstöðu gagnvart keisaranum, í öðru lagi er hann undarlegt sambland af miðaldavenjum °g nýtízku tækni og í þriðja lagi hefir hann rneiri stjórnmálaáhrif en nokkur annar her í viðri veröld. Herinn hefir sín sérstöku þjóðfé- lagslegu markmið. Þess utan er hinn trúarlegi þáttur. Þegar japanskur hermaður fer til víga segir þann við félaga sína: „Við hittumst við helgidóminn í Yasakuni“ — þann stað í Tokio þar sem aska hinna föllnu er helguð. Blaðamaður frá franska blaðinu Exelsior ékk eitt sinn leyfi til að spyrja 9 japanska her- ™enn þess, hvers vegna þeir berðust í Kína. (Það er mér ráðgáta hvernig blaðamaðurinn fór að því að fá þetta leyfi. Það er nefnilega álíka ngangslaust að leggja beinar spurningar fyrir japönsk heryfirvöld eins og að reyna að opna niðursuðudós með nafnspjaldi.) Svörin voru: 1) Það er ósk keisarans, 2) Kínverjar hafa brot- ið á oss samninga, 3) land vort er of þéttbýlt, 4). hef ekki hugmynd um það, 5) herdeild minni var skipað að fara, 6) vegna þess að Kínverjar réðust á oss, 7) keisarinn hefir skip- a oss að berjast, 8) heiður Japans er í veði, ) ósk vor er að koma á reglu í Kína. Japan hefir verið herveldisríki í allt að 1000 1 flestum löndum er það sv.o, að minnsta °sti í orði kveðnu, að herinn er háður ríkis- valdinu, en í Japan hefir herinn raunverulega verið ríkið sjálft. En síðan 1922 og til 1931 ríkti borgaraleg stjórn og ekki ófrjálslynd, en frá því að Japanir réðust á Manchuríu 1931 hef- ir herinn ráðið mestu í stjórnmálum Japana. I FRJÁLS VERZLUN Tojo forsœtisráSherra. dag er japanski herinn táknmynd alls fjöldans af hinni japönsku þjóð. Herinn er ekki sérstak- ur þjóðþáttur eins og í Þýzkalandi. Flestir af nýliðum koma frá bændabýlum og þorpum. Um 150 þús. manna á tvítugsaldri koma árlega inn í herinn og gegna þjónustu í 2 ár. Litið er á her- inn sem einskonar skóla fyrir alla japanska karlmenn og líkt og í rauða hernum rússneska — Japanir myndu fá taugaáfall við slíkan sam- anburð — er lögð áherzla á að herþjónustan sé liður í hinu almenna uppeldi. Herinn telur sjálf- ur að „Seishi Kyoiku“, andlegt uppeldi, sé ástæð- an fyrir herþjónustunni. Sérhver tvítugur Japani verður að ganga und- ir nákvæma líkamsathugun. Bak við þetta er víðtækt kerfi og engum er gleymt og enginn sleppur. Þeir 150 þús. manns, sem eru kallaðir í herinn á ári hverju, eru valdir með hlut- kesti úr þeim flokki manna, sem talinn er „tvímælalaust hæfur“. Þetta happdrætti er ná- 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.