Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 6
Alþingissalurinn gamli í Menntaskólahúsinu.
Bjarni Thorarensen er stórhneykslaður á þeirri
mótbáru meiri hlutans að það sé ekki hægt að
hafa nógu góðan mat á Þingvöllum. Hann segir
að óþægindi af matnum mundu helzt koma nið-
ur á þingmönnum úr embættismannaröð, en þó
ekki loku skotið fyrir „að þeir geti búið til handa
sér góðan dagverð, því það er alkunnugt, að höf-
uðsmennirnir á fyrri öldum gjörðu góðar veizl-
ur á þessum stað“.
Deilan um Alþingisstaðinn var háð um land
allt og þó ekki sízt meðal Islendinga í Khöfn.
Hér börðust „rómantík" og „realismi”. Rökin
voru óneitanlega meirihlutans megin, eins og
framtíðin sýndi, en málstaður Bjarna var hjart-
ans mál þeirra, sem mest óttuðust Dani. Jón
Sigurðsson mælti með Reykjavík. Hann sá að
Reykjavík var vaxandi bær. Hún var höfuðborg
framtíðarinnar og þótt ekki blési byrlega 1841
fyrir íslenzkri verzlunarstétt, sá hann þó af
framsýni sinni að þeir tímar mundu koma, að
þar risi upp íslenzk verzlunarstétt í íslenzkri
höfuðborg.
Reykjavíkurmennirnir urðu ofan á, þrátt fyr-
ir harðvítuga andstöðu. Bjarni dó 1841 og segir
Jónas Hallgrímsson í eftirmælunum eftir hann:
Hlægir mig eitt það, að áttu
því uglur ei fagna
ellisár örninn að sæti
og á skyldi horfa
hrafnaþing kolsvart í holti
fyrir haukþing á bergi.
Það þætti hart nú, ef andstæðingar látins
stjórnmálamanns væru nefndar uglur í eftir-
mælum eftir hann og hæðst að þeim. í augum
Þingvallamanna hlaut Reykjavíkurþingið að
verða kolsvart hrafnaþing í holtunum við
Reykjavík og betra að deyja en lifa slíkt.
★
Hundrað árum eftir þessa deilu rís önnur ný,
en ólíkt minni og máttlausari. Það var ágrein-
ingurinn um aðsetur ríkisstjórans, æðsta manns
þjóðarinnar. Árið 1841 varð það ofan á að Al-
þingi skyldi haldið í Reykjavík, en 1941 var svo
ákveðið að ríkisstjórinn skyldi búa á Bessastöð-
um!
Nú eins og 1841 voru færð fram söguleg rök,
þó alveg öfug við það, sem var 1841. Nú þótti
sumum sem hinar sögulegu minningar, sem
tengdar eru við Bessastaði, gerðu staðinn óvist-
legri fyrir bústað handa æðsta manni þjóðar-
innar. En nú var enginn „hiti“ í deilunni og
henni lauk með því að einn af verzlunarforstjór-
um Reykjavíkur gefur Bessastaði til ríkisstjóra-
bústaðar. Þá var ekki lengur á móti mælt, fyrst
staðurinn fékkst með þeim kjörum.
Tímarnir breytast!
6
FRJÁLS VERZLUN