Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 2
ADOLF BJÖRNSSON: !; Launamál verzlunarfolks Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefir 1 meira en hálfa öld haft forystu um flest mikil- vægustu og merkilegustu málefni verzlunarstétt- arinnar í Reykjavík. Áhrif félagsins hafa og á mörgum sviðum náð um land allt. Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur hefir unnið að margs- konar umbótum fyrir allt verzlunarfólk á land • inu. Eitt þeirra málefna, sem félagið hefir mjög beitt sér fyrir, á síðari árum, eru umbætur á kjörum verzlunarfólksins. Þó að árangur af þeirri starfsemi sé enn ekki mjög mikill, verður hins vegar eigi neitað að nokkuð hefir áunnizt. í upphafi núríkjandi styrjaldar risu raddir víða í launastéttum um að krefjast kjarabóta vegna dýrtíðarinnar, sem kom í farveg stríðs- ins. Þessar raddir náðu eyrum Alþingis. Með lögum var ákveðið að flestar launastéttir þjóð- félagsins fengju verðlagsuppbætur. Ein stétt var þó látin afskiptalaus. Það var verzlunar- stéttin; fólkið, sem vinnur í skrifstofum og sölu- búðum.Verzlunarmannafélag Reykjavíkur flutti mál þessa fólks í sali Alþingis. En þá voru öll eyru lokuð. Þingmenn samþykktu að fólki þessu væri engin nauðsyn að njóta lögverndar eða jafnréttis við aðrar stéttir til þess að geta lifað á tímum sívaxandi dýrtíðar. Það var trúin á máttvana og ósamstæða stétt, er ekki myndi trufla þjóðfélagið, þó að hún þyrfti að líða sult og seyru, sem réði stefnu og aðferðum hins háa Alþingis gegn réttindum verzlunarfólksins. Þetta var þáttur Alþingis. Ekki varð þó kápa úr því klæði. Verzlunarstéttin stóð af sér storma löggjafarþingsins, sem áttu að blása samtök hennar um koll. Þá kom í ljós sterkasti þáttur- inn, sem félagsskapur okkar er ofinn úr, vin- samlegt samstarf vinnuveitenda og vinnuþiggj- enda. Þessir tveir aðilar, sem báðir eiga fulltrúa í 2 Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, tóku mál- ið í sínar hendur og sömdu um sömu kjarabæt- ur fyrir verzlunarfólkið og aðrar launastéttir höfðu fengið framgengt með lögum frá Alþingi. Vinnuveitendur í verzlunarstétt sýndu þá og aftur síðar, þegar samningurinn var endurnýj- aður, að þeir voru ekki í vegi fyrir að verzlunar- fólkið fengi sama rétt og annað fólk í þessu landi. Samningar um verðlagsuppbætur fyrir verzl- unarfólk, sem Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur hefir tvívegis samið um, eru merkilegir fyrir það, að vera fyrstu kaupgjaldssamningar, sem hafa verið undirritaðir af Verzlunarmannafé- lagi Reykjavíkur. Þeim hefir ekki verið sagt upp og gilda áfram fyrir árið 1942. ★ Ég ætla ekki að skrifa meira um verðlagsupp- bætur. Þær eru styrjaldarráðstafanir, — ráð- stafanir, sem vonandi hverfa skjótlega fyrir nýjum og friðsömum tímum. Þess vegna minn- ist ég hér á framtíðarverkefni Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur: að ákveða lágmarksgrunn- laun við verzlunarstörf, hvort heldur þau eru unnin í skrifstofum eða sölubúðum. Einhverjum kann að þykja einkennilega að orði komizt, að tala um framtíðarverkefni fé- lagsins að koma kaupgjaldsmálinu í heila höfn. Það sé verkefni, sem eigi strax að leysa. Þeim get ég vel verið sammála. En við erum of fáir, sem þannig ályktum. Fyrir nokkru var boðað til almenns félagsfundar í V. R. Var þess getið í fundarboði að rætt skyldi um lágmarkslauna- kjör verzlunarfólks. Áhuginn fyrir málinu var þá ekki meiri en svo, að örfáir félagsmenn mættu og varð að afboða fund. Hér á verzlunarfólkið sjálft sök á, að láta tómlæti ráða og vanrækja sín eigin mál. Enginn vafi er á, að öllum kemur að beztu haldi, bæði vinnuveitendum og vinnuþyggend- FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.