Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.12.1941, Blaðsíða 19
Framleiðsluaðferðir í Bandaríkjunum Viðvaningar í dag --_ framleiðendur á morgun Effir Frank J. Taylor Bill Clark var fæddur í Nebraska, en hann komst til Burbank í Kaliforníu með því að leggja af stað gangandi og fá að sitja í bílum spotta og spotta. Loks stóð hann í röð með öðrum ung- um mönnum fyrir framan ráðningarskrifstofu Lockheed-f lugvélaverksmið j anna. „Ert þú ekki sveitapiltur?" spurði maðurinn, sem sá um ráðningarnar. ,,Já“, svaraði Bill hikandi. „Ágætt! Útfylltu þetta umsóknareyðublað og við munum reyna til hvers þú ert dugandi“. Á fyrsta spurningalista Bills — þetta var kallað skapferlispróf — voru alls 318 spurning- ar og Bill fannst sumar kjánalegar: „Reiðistu fljótlega og jafnar þú þig fljótt aftur?“ „Hef- irðu nokkurn tíma lagt af vegna áhyggja?“ En Bill svaraði þeim samt öllum. Við annað prófið voru lagðar fyrir Bill allskonar erfiðar spurn- ingar og þrautir. En Bill hefir gaman af að fást við þrautir. Eftir margskonar aðrar prófanir skoðuðu læknar hann nákvæmlega. Bill fannst þetta einkennileg aðferð við að prófa tilvonandi starfsmann. En svo var hon- um tilkynnt, að félagið ætlaði að senda hann í iðnskóla í einn mánuð og fékk venjuleg nem- endalaun — 20.40 doll. á viku. í lok mánaðar- ins var hann farinn að vinna við logsuðu á sprengjuf lugvélum. Hann komst að því, að flestir samverkamenn hans gengu á námskeið til þess að læra vanda- samari störf, sem kröfðust frekari kunnáttu. Alls var um 200 önnur störf að ræða en logsuðu og voru flest þeirra betur borguð. „Hvað kostar námskeið?“ spurði Bill. „Ekkert“, svaraði yfirmaður hans. „Félagið greiðir kostnaðinn við nám þeirra, sem vilja fá betra starf“. Bill komst að ýmsu öðru. í Lockheed-verk- smiðjunum þurfti enginn að biðja um launa- frjáls verzlun hækkun. Á fjögra mánaða fresti gaf yfirmaður Bills verksmiðjustjórninni upp afköst Bills, getu hans, kunnáttu, áreiðanleika og áhuga. Ef Bill fékk ekki kauphækkun eftir fjóra mánuði var það verkstjórinn — ekki Bill — sem þurfti að kvarta. Sem byrjandi í logsuðu fékk Bill 27.60 doll. á viku. Eftir átta mánuði fékk hann 32.40 doll. Jafnframt gekk hann á skóla, þar sem hann lærði starf, sem menn fengu allt að 37.20 doll. á viku. Nú er hann að læra að teikna, því að hann ætlar sér að verða verkfræðingur. Bill Clark er aðeins einn af 200.000 ungum Ameríkumönnum, sem hafa gengið undir próf s.l. 2 ár hjá Lockheed. Starfsmannahópurinn hefir aukizt úr 7.000 í 27.000 menn, sem vinna í þrem flokkum aðallega við að smíða Hudson- sprengjuflugvélar fyrir Breta. Um 1200 mönn- um er bætt við vikulega til að undirbúa opnun nýrrar verksmiðju, sem á að framleiða orustu- flugvélar. Þessi geysilega aukning hefir verið fram- kvæmd án þess að ræna mönnum frá öðrum verksmiðjum. Þó var ekki til neinn hópur æfðra manna, sem hægt var að taka af. Næstum hver einasti maður, sem er ráðinn, er viðvaningur — sveitapiltur, sendill eða skólapiltar, sem eru ný- komnir úr skólunum. Áður en ár er liðið, eru níu af hverjum tíu þessara græningja á hraðri leið að verða fyrirtaks flugvélasmiðir. Lockheed þykist ekki hafa fundið þessa hækk- unaraðferð. Rafmagnstækjaiðnaðurinn mun hafa riðið á vaðið að þessu leyti og næstum öll flugvélafélög hafa farið eins að. Aðrar iðngrein- ar eru nú sem hraðast að fara að dæmi þeirra. En aðferð Lockheeds er einna elzt og margir telja hana bezta. Hún varð til fyrir um fimm árum og var af- kvæmi rauðhærðs Dana, Svend Pedersen, teikn- ara, sem hafði lært listina í Danmörku og gekk í þjónustu Lockheed, þegar það barðist í bökk- um. Hann hafði gaman af að kenna og eftir vinnutíma mátti venjulega sjá hóp verkamanna 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.