Frjáls verslun - 20.06.1948, Page 12
hún honum trauslur og ástríkur förunautur og var
jafnan yndi að koma á hið ágæta heimili þeirra. Lýk
ég svo máli mínu með því að óska þess, að þjóð vor
eigi eftir að eignast marga menn jafn kostamikla og
Pétur Magnússon var.
Lárus Jóhannesson.
Páll G. Þorma)
fyrrum kaupmab
ii.r. lézt að heim
ili sínu í Reykja-
vík 1. maí s.l., eft-
ir skamma legu.
Páll Þormar
var fæddur að
Eiðum í S.-Múl.
27. maí 1884, son-
ur hjónanna Gutt-
orms Vigfússonar
alþm. í Geitagerði
og Sigríðar Sig-
mundsdóttur. Páll
lauk gagnfræða-
námi á Akureyri
vorið 1906 og
gerðist eftir það starfsmaður í Islandsbanka á Seyð-
isfirði. Þar vann hann til ársins 1915 og var jafn-
framt gjaldkeri kaupstaðarins hin seinni ár. Páll
flutti til Neskaupstaðar árið 1915 og lagði þar stund
á útgerð og verzlun, svo og búskap. í Neskaupstað
var honum falin forusta um mörg bæjar- og héraðs-
mál. Hann var oddviti Neshrepps á árunum 1920—25
og síðan hreppstjóri 1925—29. I yfirskattanefnd sýsl-
unnar og kaupstaðarins var hann um .langt árabil.
Hann var meðal stofnenda að Sparisjóði Norðfjarð-
ar og stjórnaði honum á annan tug ára. Páll var
brezkur vararæðismaður á Norðfirði frá 1931, unz
hann fluttist búferlum til Reykjavíkur árið 1937.
Fyrstu dvalarár sín í Revkjavík stundaði Páll verzl-
un og búskap, en árið 1939 tók hann að sér forstjórn
skinnasöludeildar Loðdýraræktarfélags íslands og
hafði hana á hendi til dauðadags.
Páll G. Þormar var mikill atorku- og eljumaður.
Hann var auðugur að hugsjónamálúm og var seint
og snemma fullur áhuga á framgangi þeirra og manna
lagnastur að vinna þeim fylgi annarra manna. Ör-
ugg greind hans, dugnaður og hyggindi öfluðu honum
vinsælda og trúnaðar samborgara sinna, sem fundu,
að mál í höndum hans var á góðum rekspöl í rétta
átt. Hann var hjálpfú® og greiðvikinn með prýði. Páll
var góður íþróttamaður á yngri árum og var t. d.
meðal glímumanna, er sýndu íþrótt sína á Ólympíu-
leikjunum í London 1908. Þá var hann og mikill
áhugamaður um sálarrannsóknir og lagði félagsmál-
um „spiritista“ mikið lið. — Það er þungur skaði
að fráfalli þessa mæta athafnamanns. —- Hann var
riddari r álkaorðunnar.
Kona Páls er Sigríður Konráðsdóttir frá Norðfirði.
Hún lifir mann sinn, ásamt 5 sonum þéirra hjóna.
Eitt barn þeirra, dóttir, er látin.
Stefán Gunnars-
son kaupma'ður
andaðist að heim-
ili sínu, Hring-
braut 116 í Rvík,
17. apríl s.l.
Hann var fædd-
ur að Litlabæ á
Vatnsleysuströnd
26. sept. 1880,
sonur Gunnars
Stefánss. bónda
þar og Sesselju
Jónsdóttur, konu
hans.
Á unga aldri
nam Stefán skó-
smíði í Reykjavík.
Setti á stofn skó-
vinnustofu 1903
og ári síðar skó-
verzlun. Árið 1906 hætti hann þá eigin rekstri, en
tók þá við forstöðu í skósöludeild Edinborgar — er
hann hafði á hendi til ársins 1910. Opnaði hann þá
á ný sína eigin verzlun og vinnustofu, sem hann síð-
an veitti forstöðu til dauðadags, við sívaxandi viðskipti
og traust viðskiptavina. Er verzlun hans nú ein þekkt-
asta skóverzlun á landinu.
Stefán Gunnarsson var sómi stéttar sinnar, áreið-
anlegur í viðskiptum og vandaður í alla staði, svo
að hann mátti ekki vamm sitt vita. En hann ætlaðist
líka til hins sama af þeim, er hann skipti við, og
var lítt um þá gefið, er honum fannst brjóta hinar
gullnu reglur viðskiptalífsins, og setja blett á verzl-
unarstéttina.
I félagslífi verzlunarmanna tók Stefán mikinn þátt.
Var lengi í stjórn Félags ísl. skókaupmanna og var
formaður þess um skeið. Stefán hóf lífsstarf sitt blá-
136
FRJÁLS verzlun