Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 7
ónauðsynlega vöru. Hinsvegar segir hann að það hafi verið freistandi fyrir sig að verzla meira með þessa vöru, þar sem á hana sé lagt 100%. Þetta segir hann að hafi verið misskilin hagsýni af sér og afleiðingin hafi ekki orðið önnur en sú, að nágrannakaupmaðui sinn, Hans Hjaltalín á Stapa, hafi árið eftir aukið brennivínið hjá sér um helming, því að hann hafi aldrei flutt inn nema 50 tunnur, en nú hafi hann lof- að þeim að vera 100.1 Hróðugur er Plum yfir því, hversu ýmsir hafi mann- ast, er í þjónustu hans hafi komizt. Þannig hafi Ólafur Thorlacius, hinn ríki, kaujnnaður, verið hjá sér 2 ár. — Jón Pétursson verzlunarstjóri hjá kaupmanni Hav" steen, er nú sé ríkur maður, hafi líka sótt uppliaf gæfu sinnar til sín. — Hallur Þorkelsson fríhöndlari í Grundarfirði hafi siglt með sér, og hann komið honum á framæri. — Þórði nokkrum Þórðarsyni, er verið hafi verzlunarþjónn hjá sér. hafi hann komið til skraddara í Kaupmannahöfn og sé hann nú úllærður sveinn. — Jón Guðmundsson liafi hann tekið veikan með sér til Hafnar, látið lækna hann og kenna honum síðan hatta- gjíirð. Magnús Guðmundsson hafi siglt að sínu undir- lagi og lært skipasmíðar. Auk þessa segist Plum geta nefnt marga, karla og konur, sem verið hafi í sinni þjónustu á Islandi, og hann hafi hjálpað til þess að komast í farsælt hjónaband.2 Einn þeirra mun hafa verið Jesper Andersen Hvas, beykir, sem var í þjón- ustu hans. Hann settist að í Ólafsvík og giftist 12. mai 1792 Þorgerði nokkurri Árnadóttur, og var Plum svaramaður hans.3 Þessi hjón eiga marga afkomendur undir Jökli. Það er víst að Plum var góðlyndur maður eins og Espolín segir, hjálpsamur og gjöfull, enda hefur al- þýðu manna undir Jökli verið hlýtt til hans, og bera þrjú smákvæði, sem ort voru til hans, vott þess. — Kvæði þessi eru í bók Plums og eru í meira máta „dár- ]egur“ kveðskapur og set ég liér sýnishorn af þeim 'til gamans.4 „Einföld þó vel meint Luckuósk til velæðla hr. kaupmanns Jacob Plum. Drjúpe þér himin dropinn, Drjúpe þér foldar hjúpur, Drjú]>e j)ér dýrin sköpuð. 1 Plum: Historien o.s.v., bls. 282. 2 S. st., bls. 287. :1 Sbr.: „Jökla“. Ministerialbók Fróðársóknai'. 4 Plurn: Historien o.s.v., bls. 64—68. Drjúpe þér fuglar gljúpir. Drjúpe þér dröfn og skipin, Drjúpe þér undirdjúpin, Drjúpe þér Danmerkur hjúpur. Drjúpe þér Islands hjúpur! Auðmjúklegast, Árni Þorkelsson. U])))haf á næsta kvæði er ])annig: Luckuósk °g góðs mannorðs þacklætis Endurminning einfaldlega framsett og tilquedin velæðla og höyfornemme kaupmanninum Hr. Jacob Plum í Ólafsvík af þeim sem vill vera honum alltid þjenustu-skyldugur. Víst má reiknast frægstur ílestra frómur Plum í Ólafsvík; Heisti fyrstur rausn hér vestra. rennur víða frægðin slík: Auð sinn brúkar utan rán. ýrnsir fá að taka lán, Stórgjöfull þeim störf hans vinna Stundar líka velferð hinna. ()g loks er hér endirinn á því þriðja: Eðalbornir eru margir, Eptir hjá oss danskir menn. Er veita fólki vist og bjargir, af vín og korni — so er enn! Þó að beri þar af einn, þýðlyndur og dyggða-hreinn. Ólafsvíkur er kaupmaður ágætur og velskickaður. — Ort af veleðla hr. kaupmannsins auðmjúkum þjenara Þórði Gíslasyni Ingjaldshóli 30. Mai 1788. Plum gekk, eins og áður er sagt, verzlunarreksturinn mjög skrikkjótt, enda gafst hann upp rétt fyrir alda- mótin 1800, og mun þar líka góðsemi hans og greið- vikni hafa stuðlað að. — Plum seldi Ernst Hedemann verzlunina í Ólafsvík, en Hedemann átti þá verzlanir hæði á Grundarfirði og Isafirði, og var giftur íslenzkri konu, Valgerði Pétursdóttur frá Búð í Hnífsdal. -— Valgerður giftist síðar Holger Clausen gamla í Ólafs- vík, en þriðji maður hennar var Jacob Holm, stór- kaupmaður í Kaupmannahöfn. Jacob Severin Plum lluttist síðan alfarinn til Danmerkur og hverfur úr sögunni hér á landi, en af honurn munu vera komnir þekktir fjármálamenn danskir. FRJÁLS VERZLUN 75

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.