Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 23
PRÓF. DR. LUDWIG ERHARD: Frjáls þjóðarbúskapur I)r. Ludwig; Erhard er efnahagsmálaráðherra Vestur-I»ýzkalands. Hann mun vera einna kunn- astur þýzkra stjórnmálamanna, sem komið hafa fram á sjónarsviðið eftir síðari lieimsstyrjöldina. Er liann talinn einna mestur áhrifamaður innan ríkisstjórnarinnar og hefur getið sér mikinn orð- stír fyrir þann árangur, sem náðst liefur í efna- hagslegri viðreisn landsins eftir ófriðinn. Hann er eindreginn fylgismaður frjálsrar verzlunar og atvinnufrelsis. Fara hér á eftir kaflar úr grein, er hann hefur nýlega ritað. Mjög viðburSaríku hálfrar aldar skeiði er nýlokið. í byrjun hins nýja aldarhelmings einkennist þýzkt atvinnulíf af frjálsri verzlun og félagshyggju. Menn eru nú lokeins farnir almennt að gera sér ljóst, að haftabúskapnum verður að ljúka, og það fljótt, ef hægt á að vera að bjarga þjóðarbúskapnum frá hægu. en ör- uggu andláti. Við höfum liaft áætlunarbúskap í Þýzkalandi. Ár- angurinn af þeirri ráðlausu tilraun varð sá, að full- komið nútíma iðnaðarhagkerfi, byggt á skynsamlegri verkaskiptingu, úrkynjaðist í frumstætt vöruskipta- skipulag, heiðarleg vinna varð að tilgangslausri tíma- eyðslu, og landið stóð að lokum á barmi efnahags- legs öngþveitis. Með því að lagfæra peningakerfi okkar og auka viðskiptafrelsið hefur okkur tekizt að koma því til leiðar, að vörur, sem áður fengust aðeins á svörtum inarkaði, eru nú lil sölu í búðunum, og framleiðslu- afköstin hafa aukizt. Þar með voru skömmtunarseðlar og skrifstofumennskan dæmd lil dauða. Það sem breytt hefur öllu til balnaðar, er tvennl: í fyrsta lagi afnámum við höft og eftirlit í hérumbil öllum framleiðslugreinum. Og í öðru lagi hættum við að mestu verðlagseftirlitinu. Auðvitað hefur þetta ekki gengið óþægindalaust. Ef skapa þarf algerlega nýtt jafnvægi í þjóðarhúskapnum, verða ýmsar hindranir á leið manns. Koma þar bæði til greina ákvörðun gengis, nýtt jafnvægi fyrir kaupgjaldið og breytingar á tekjustofnum ríkisins. Einnig höfum við átt við hráefnaskort að stríða. En allt stefnir í rétta átt. ViS höfum af reynslunni sannfœrzt um þaS, aS þjóð eins og vir), sem býr viS skort og fátœkt, gelur ekki leyft sér þann munaS að reka áœtlunarbúskap. Ekkert annaS en lögmál frambo'Ss og eftirspurnar tryggir okkur, að fyrirtækin séu skynsamlega rekin og framleiSslan aukin. Aðeins þetta efnahagskerfi get- ur tryggt Þjóðverjum sæmileg lífskjör. Verkefnið, sem nú bíður okkar, er að vinna að því. að viðskiptafrelsið, sem við höfum komið á í okkar eigin landi, verði tekið upp í alþjóðaviðskiptum. Við höfum fylgzt með því með ánægju, að sjá livert land- ið eftir annað afnema viðskiptahöft sín. Þrátt fyrir mikla erfiðleika okkar höfum við hvað eftir annað í viðskijitasamningum látið í Ijós ótvíræðan vilja til þess að opna öll okkar landamæri fyrir sem allra frjálsustum viðskiptum. Boðorð dagsins á að vera, að í stað tvíhliða viðskipta komi marghliða viðskipti, byggð á frjálst breytilegum gjaldeyri. Frjáls verzlun og afnám ríkisafskipta og skrifstofu- mennsku munu jafna veginn fyrir miklu nánari sam- vinnu milli frjálsra og sjálfstæðra þjóða í Evrópu. Atvinnulíf þjóða myndi verða nátengdara og hverju öðru 'háðara og þannig beinlínis hindra stjórnmálaleg- an ágreining og árekstra. Þýzkur þjóðarbúskapur er bundinn atvinnulífi hinna. Evrójiuþjóðanna, hvernig svo sem árar. Það er því skylda okkar að tala máli hins frjálsa þjóðarbúskapar, hvar og hvenær sem er, því að ákvarðanir okkar í dag marka framtíð Evrópu. FRJÁLS VERZLUN 91

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.