Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Qupperneq 12

Frjáls verslun - 01.06.1951, Qupperneq 12
AÐALFUNDUR VERZLUNARRÁÐS ÍSLANDS Aðalfundur V.í. var haldinn dagana 8. og 9. maí 8.1. Formaður ráðsins, Eggert Kristjánsson, stórkau])- maður, ræddi höfuðþætti verzlunarmálanna á liðnu ári, en skrifstofustjóri ráðsins, Helgi Bergsson, fylgdi skýirslu stjórnarinnar úr hlaði. Aron Guðbrandsson forstjóri flutti erindi um skattamál á fundinum. Fund- arstjórar voru Einar Guðmundsson stórkaupmaður og Geir Hallgrímsson lögfr. Aðalfundur V.f. samþykkti margvíslegar álvktanir og verður hér getið þeirra helztu: l Frá allsherjarneind voru þessar tillögur samþykktar: „Aðalfundur V.f. 1951 mótmælir eindregið þeirri tilhögun að láta lagafyrirmæli og reglugerðarákvæði verka aftur fyrir sig. Fundurinn telur, að slík tilhögun hrjóti í hága við réttar- meðvitund alls almennings í lýðræðislegu þjóðfélagi og sé til þess fallin að valda stórfelldum ruglingi og beinu fjárhagslegu tjóni. í þessu sambandi vísast til setningar ýmsra laga og reglugerða um iskattamál og um innflutningsverzlun.“ „Aðalfundur V.f. 1951 beinir þeirri áskorun til viðskipta- málaráðherra, að gjaldskrá fyrir símskeyti verði hreytt þannig, að aftur verði unnt að senda hægfara skeyti til útlanda. Fund- urinn telur, að með núverandi fyrirkomulagi varðandi skeyta- sendingar sé utanríkisverzlun landsins torvelduð úr hófi fram.“ „Aðalfundur V.f. 1951 litur svo á, að brýna nauðsyn beri til Iþess að tryggja starfrækslu atvinnufyrirtækja landsmanna. Telur fundurinn, að öruggasta ráðið til þess, að svo megi verða, sé að forðast eftir föngum rýrnun á raunverulegum kaup- mætti launanna. Álítur fundurinn, að málum sé nú svo háttað, að gera verði ráðstafanir til iþess að auka kaupmáttinn, og sam|þykkir því að skora á ríkisstjórnina, að liún geri ráðstafanir til þess að draga eftir föngum úr sívaxandi dýrtið með því að fella sölu- skattinn með öllu niður og með því að lækka tolla allverulega á öllum nauðsynjavörum almennings. Fundurinn telur, að vegna aukins innflutnings muni tekjur af söluskatti svo og tollatekjur fara langt fram úr áætlun, og sér hann þvi ekki ástæðu til þess, að bráðabirgðaálögum, svo sem söluskatti og tollaviðauka, sé haldið áfram lengur. Fundurinn skorar samtimis á ríkisstjórnina, að hún geri alvarlega tilraun til þess að draga sem mest úr útgjöldum rikisins og hafi á þann hátt forgöngu um ýtrasta sparnað. Telur fundurinn slíkar aðgerðir aðkallandi og raunhæft spor í þá átt að tryggja vinnufriðinn í landinu." Frá verðlagsnefnd var þessi tillaga samþykkt: „Aðalfundur V.l. 1951 skorar á ríkisstjórn að afnema nú þegar gildandi ákvæði um verðlagsákvörðtin og verðlagseftir- lit, þar sem nú hefur skapast samkeppni á vörumarkaðinum. sem tryggir neytendurna gegn óeðlilegri verðlagningu.“ Svohljóðandi greinargerð fylgdi tillögunni: „Með auknum innflutningi hafa nú þegar safnast veruleg- ar vörubirgðir í landinu. Vöruframhoðið hefur gert það að verkum, að eðlileg sam- keppni hefur myndast jafnframt því, að neytendur hafa nú frjálsræði til þess að velja milli mismunandi vörutegunda og verzlana. Skilyrði hafa nú skapast til að gera hentugri innkaup á frjálsum markaði og þar með tryggja hag neytandans Að þessu athuguðu telur fundurinn, að forsendurnar fyrir núverandi ákvæðum um verðlagningu séu raunverulega úr sögunni, og því eðlilegast að afnema allt verðlagseftirlit nú þegar.“ ÚTFLUTNINGSMÁL. Frá útflutningsnefnd var þessi tillaga samþykkt: „Aðalfundur Verzlunarráðs Islands 1951 álvktar: Að nauðsyn sé og stefna heri að því að skapa meira frjáls- ræði til sölu á útflutningsvörum landsmanna þannig, að hag- nýtt verði frekar en nú er sú þekking og reynsla, er kaup- sýslumenn hafa aflað sér. T. d. telur fundurinn óheppilegt, að sala saltfiskjar sé á einni hendi, eins og verið hefur, og álítur, að stefna heri að meira frjálsræði í samhandi við salt- fisksöluna.“ Frá Viðskiptamálanefnd var svohljóðandi tillaga samþykkt: „Aðalfundur V.l. 1951 lætur í ljós fullan stuðning við rök- studdan málflutning stjórnar V.l. um gagnrýni á því sam- komulagi, sem ríkisstjórnin gerði við Landssamband ísl. út- vegsmanna hinn 24. fehrúar s.l. F’ramangreint samkomulag getur í framkvæmdinni gengið freklega á réttindi og starfsgrundvöll verzlunarfyrirtækja, sem vegna áratuga reynslu sinnar eru bezt til þess fallin að ann- ast innflutning og vörudreifingu. F’undurinn ályktar, að ákjósanlegra hefði verið, að tollyfir- völdunum hefði verið falið að innheimta umræddan gengis- viðauka til hátaútvegsmanna samhliða tollafgreiðslu varanna. Þannig hefði orðið minnst röskun á eðlilegri vörudreifingu og létt hefði verið af verzluninni óþarfa fjárfestingu til langs tíma, en það hefði jafnframt örvað eftirspurn eftir gjaldeyri þessum. Ennfremur vill fundurinn henda sérstaklega á þá alvarlegu röskun á viðskiptakerfi landsins, sem hlotizt hefur af völdum vöruskiptaverzlunarinnar svo og innflutningi gegn svonefndum hrogna- og faxasíldargjaldeyri, og mótmælir eindregið sér- hverri skipan viðskiptamálanna, sem miðar að því að draga •verzlunina úr liöndum sérverzlana og þeirra fyrirtækja, sem fást við innflutning og vörudreifingu. Svohljóðandi tillaga var samþykkt frá Hannesi Þorsteins- syni: „Aðalfundur V.I. 1951 skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að sá hluti af umsetningu verzlunarinnar 1950, sem 9. gr. laga um gengisskráningu o. fl. heimilaði ekki álagningu á, verði undanþegin veltmitsvari. 80 FRJÁLS VÍF.R2LUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.