Frjáls verslun - 01.01.1953, Síða 2
Nýtt frumvarp til laga
um hlutafélög
Eins og kunnugt inun, er þaS almenn regla í íslenzk-
um rétti, að menn ábyrgjast efndir á fjárhagslegum
skuldbindingum, er þeir hafa tekizt á herðar, með öll-
um eignum sínum. Hinar stórkostlegu hreytingar, sem
orðið hafa í atvinnulífi s.l. öld, hafa haft í för með
sér, að þörf hefur verið á miklu fjármagni til atvinnu-
rekstrarins. Einstaklingnum var oft og tíöum um megn
að leggja slíkt fjármagn fram, og lá þá hendi næst,
að margir einstaklingar legðu fé fram í sameiningu
eða félagi til rekstrarins. En stóratvinnurekstri er
einatt samfara mikil áhætta. Af því leiddi, að jafnvel
þótt einstakiingurinn gæti lagt fjármagnið til hans
fram, veigraði hann sér við að hætta öllum eignum
sínum í atvinnurekstur, sem svo mikil fjárhagsáhætta
fylgdi. Þessi ástæða skapaði nauðsynina á takmark-
aðri ábyrgð einstaklinganna. Á þessum tveim megin-
sjónarmiðum er löggjöf um hlutafélög reist. Eins og
atvinnuvegum okkar er háttað, hefur þetta félagsform
haft og hefur mikla þjóðfélagslega þýðingu. Hins
vegar er á það að líta, að sumt í skipulagi félaga
þessara hefur reynzt varhugavert og jafnvel gefið
tilefni til ýmislegs misferlis, er gerir opinber af.skipti
af þeim nauðsynleg. Hlutafélögin eru orðin svo veiga-
mikill þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar, að tryggja verð-
ur heilbrigðan rekstur þeirra með löggjöf, eftir því
sem unnt er. Er þar fyrst að líta á hag hluthafanna
sjálfra og afstöðu þeirra sín á milli, þannig að þeir
séu ekki blekktir um stofnun, skipulag, starfshætti og
hag félagsins. I því efni her meðal annars að taka
hæfilegt tillti til þeirra félagsmanna, sem í minni
hluta kunna að vera í félagi. I öðru lagi ber að
tryggja, að þeir, sem skipta við félagið eða kaupa
hlutabréí þess, eigi kost á sem nákvæmastri vilneskju
um hin þýðingarmestu atriði, sem þau viðskipti varða.
Tekur þetta ekki hvað sízt til lánardrottna félaga, sem
hafa mikilla hagsmuna að gæta um greiðslu og varð-
veizlu hlutafjár.
Hér á landi voru sérstök lög um hlutafélög fyrst
sett árið 1921, og eru þau enn í gildi, lög nr. 77/
1921. Við samningu þeirra var mjög farið eftir dönsku
hlutafélagalögunum frá 1917, þótt af væru sniðnir
ýmsir agnúar. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur
mikil reynsla fengizt um löggjöf um hlutafélög Hafa
nágrannaþjóðir okkar endurskoðað löggjöf sína í þess-
um efnum og sett um þau ný lög. Það var því vonum
síðar, að hafizt var handa hér um setningu nýrra laga
um hlutafélög.
Með þingsályktun 25. febr. 1948 ályktaöi Alþingi
að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara endur-
skoðun á lögum nr. 77/1921, um hlutafélög, og lög-
um nr. 42/1903, um verzlunarskrár, firmu og pró-
kúruumhoð. Með bréfi 13. maí 1948 skipaði dóms-
málaráöherra þá hæstaréttardómarana Árna Tryggva-
son og Þórð Eyjólfsson til að framkvæma störf þessi.
Unnu þeir síðan að endurskoöun áðurgreindra laga
og sömdu frumvarp til laga um hlutafélög, sem lagt
var fram á Alþingi 1952. Dómsmálaráðherra Bjarni
Benediktsson hafði frumvarpið til athugunar, og var
nokkrum atriðum þess skipað í samræmi við óskir
hans.
Um samningu frumvarpsins segir svo í athuga-
semdum við það:
„Við' samningu frumvarps þess, er hér liggur fyrir,
hefur að sjálfsögðu verið tekið tillit til hlutafélaga-
löggjafar með ýmsum þjóðum, en einkum hefur þó
verið höfð hliðsjón af ákvæðum sænsku laganna frá
1944 og danska frumvarpsins frá 1941. Þó hefur
frumvarjii þes;u veri liagað allmjög á annan veg,
bæði um niðurskipun og efni, eins og sjá má, ef sam-
anhurður er gerður. Niðurskipun hefur verið höfð
sú, sem bezt hótti hæfa efninu, en efni verið ákveðið
og lagað, sem unnt er, eftir okkar reynslu og sniðið
við okkar hæfi. Þá hefur og verið tekið tillit til
fræðilegrar gagnrýni, sem fram hefur komið um nú-
gildandi hlutafélagalöggjöf ýmissa erlendra þjóða, og
þeirrar reynslu, sem þegar er fengin af nýjustu er-
lendri löggjöf á þessu sviði.“
Frumvarp þetta er mjög ýtarlegt. Er það í 16
2
FRJÁLSVERZLUN