Frjáls verslun - 01.01.1953, Qupperneq 11
mál, ákvað ég að reyna að færa viðræður okkar inn á
almennan grundvöll. Benti ég á, að eins og vígstöðu
okkar væri nú háttað, væri eina raunverulega lausnin
sú að leggja höfuðáherzlu á, að láta heri okkar halda
Rússum eins langt frá landamærum Þýzkalands og
unnt væri. Enda þótt þessi ákvörðun myndi um síðir
verða hinum vestrænu Bandamönnum í vil, þá væri
þó alltaf sá möguleiki fyrir hendi að ná einhverju
samkomulagi við þá.
Hitler snérist harkalega á móti þessari ráðagerð
minni. Hann kvað slíkt samkomulag óhugsandi, og
ekki var hann fáanlegur til að svara þeirri málaleit-
an minni, að ég yrði sendur til Madrid þeirra erinda
að hlera eftir samkomulagsgrundvelli við Bandamenn
vestrænu þjóðanna. 1 staðinn setti hann upp hörku-
svip og tagði með miklum áherzlum: „Þetta stríð
verður að heyja unz yfir líkur án nokkurrar mála-
miðlunar. Þegar hin nýju vopn okkar verða tilbúin,
munum við sannfæra Breta um, hverjir hafi tromp-
in á hendinni. Við slíka menn getum við ekki gert
neitt famkomulag.1'
Á hinu föla en þó villta andliti Hitlers mátti sjá
bláleitar sáraumbúðir, og á nýjan leik fór hann að
tala um samsærið. „Ég hef alltaf vitað, að það hefur
verið lítill hópur manna, sem hefur viljað ryðja mér
úr vegi. En þeim verður ekki kápan úr því klæðinu.
Ég skal halda áfram starfi mínu til hins síðasta. Það
sem þersum mönnum yfirsézt er það, að næstum því
allir foringjar í hernum fylgja mér og æskulýður
landsins sýnir mér samstilltan stuðning.“
Þegar Hitler hafði gert hlé á máli sínu, notaði ég
tækifærið og greip inn í: „Ég heyri sagt, að sumir af
hinum nánustu samstarfsmönnum yðar í flokknum
eins og t. d. Gottfried Bismarck, greifi, séu flæktir í
sainsærismálið. Það er ekki ætlun mín nú að mynda
neina skoðun á þessu máli, en samt vildi ég þetta sagt
hafa: Þér megið undir engum kringumstæðum láta
það spvrjast út um hsim, að sonarsonur járnkanzlar-
ans hafi látið lífið á gálganum. Verði hann sekur
fundinn, dæmið hann til ævilangrar fangelsisvistar,
en fvrir alla muni látið ekki slíkt atvik verða vatn á
myllu óvinanna.“
Hitler sendi mér dapurlegt augnaráð og sagði. eins
og með erfiði'munum þó, að þessi aristókrataklíka
ætti ekkert annað betra skilið. Samt var ég nú á
þeirri skoðun, að orð mín hefðu hitt í mark og að
Bismarck yrði ekki líflátinn.
Rétt í því að ég var að búast til að fara, rétti Hitl-
er mér litla öskíu, og va^ð és ekki lítið undrandi,
þegar ég sá. að hún innihélt Riddarakross Hernaðar-
orðunnar. „Þér hafið unnið fjölþætt starf fyrir föð-
FRJÁLS VERZLUN
Shell á íslandi 25 ára
Framh. af bls. 8.
öllum þjóðvegum. Tankbílar aka nú olíu og benzíni
á alla þá staði, þar sem því verður við komið, en
„Skeljungur“ flytur heila farma á hafnir úti á landi.
Eitt af íyrirhuguðum verkefnum félagsins er að
reisa geyma fyrir brennsluolíu handa togurum á þeim
stöðum, er bezt Bggja við aðalmiðunum og víðar.
Lœtur hag starfsmanna sig miklu skipta.
Er H.f. Shell á íslandi hóf starfsemi sína, voru
starfsmenn þess 26 að tölu, þar af átta á gamla
„Skeljungi“, en nú eru þeir 89. Félagið hefur alla
tíð látið sér annt um hag starfsmanna sinna. Má í
því sambandi nefna eftirlaunasjóð þann, sem félagið
hefur komið á fót og talinn er einn sá bezti hér á
landi. Innhorgunum í hann er þannig liáttað, að
starfsmenn félagsins borga í hann 6% af launum
sínum, en félagið horgar sem svarar 17% af launum
þeirra.
Þegar starfsmenn félagsins hafa unnið hjá því
minnst 20 ár og náð 60 ára aldri, byrja þeir að fá
útborgað úr sjóðnum og lála um leið af störfum.
Hörpudiskurinn, merki félagsins, er fyrir löngu
Iandsþekkt. Landsmenn vita, að þar sem þetta merki
sézt, þar má fá góða þjónustu.
Félagið er brautryðjandi á sviði nútíma olíudreií-
ingar hér á landi. Á þeim 25 árum, er félagið hefur
starfað, hefur það leyst af hendi mikilvægt verk í
þágu albjóðar, er landsmönnum ber að þakka.
ERJÁLS VERZLUN árnar brautryðjenda íslenzkra
olíumála allra heilla á þessum tímamótum.
G.M.
•
Ma&ur getur ekki alltaf veriS hetja, en hann getur
alltaf veriS maSur.
GOETHE.
•
Kvartaiðu aldrei yfir vandrœSum þínum, því oð
meira en helmingur tekna þinna er þeim aS þakka.
ROBERT UPDEGRAFF.
urlandið, og það er vissulega ekki yðar sök, þó að
sendiför yðar til Tyrklands sé nú á enda. Þér hafið
starfað þar í fremstu línu, eins og tilræðið, sem yður
var sýnt, er gott dæmi um.“ Að svo mæltu rétti hann
mér hendina. Siðasti fundur okkar var á enda.
11