Frjáls verslun - 01.01.1953, Síða 25
VERZLUNARSTÉTTIN hefur löngum ált við hat-
ramma andstæðinga að etja, sem einskis hafa látið
ófreistað við að koma henni á kné. Þrír af fjórum
stjórnmálaflokkum landsins hafa barizt gegn henni
með öllum þeim ráðum, sem tiltæk hafa verið í það
og það skiptið. Þrátt fyrir hatramma mótstöðu og ill-
mælgi hefur verzlunarstéttin komið mörgum hags-
munarmálum sínum og um leið þjóðarinnar fram I il
sigurs. Allt þetta hefur aðeins áunnizt vegna ein-
beittrar afstöðu stéttarinnar í heild. Hún lagði réttan
skilning í orðin „samtök er máttur." Mikil vonbrigði
verður því að telja þann glundroða og deilur, er
komizt hafa inn í raðir verzlunarstéttarinnar. í dag
er verzlunarstéttin klofin og mörg spjót á lofti.
Andstæðingar hinnar frjálsu verzlunar hlakka stór-
um yfir ástandinu og bera óspart eld að glóðunum.
Innbyrðis deilur leiða aldrei lil velfarnaðar Þetta
vita andstæðingar verzlunarstéttarinnar og reyna eft-
ir megni að efla glundroðan og kynda undir eldun-
um. Segja þeir, að lausnin hljóti að vera skipulagð-
ur innflutningur á vegum landsverzlunar. Verzlunar
stéttin sé óþarfur milliliður í jijóðfélaginu. Hamrað
er á þessu æ ofan í æ til að koma þessum lymskulegu
skoðunum inn í huga fólksins.
Engin ein stétt má við því að berjast á tveimur
vígstöðvum í senn. Gildir þetta einnig um verzlunar-
stéttina. Það er eðlilegt og sjálfsagt í lýðfrjálsu landi,
að ekoðanamunar gæti í ýmsum málum, en harðar
deilur innan sömu stéttarinnar auka aðeins glundroð-
an. Brúa verður það bil, sem nú ríkir innan ákveð-
inna hópa verzlunarstéttarinnar. Forustumenn sam
takanna verða að leggja grundvöil að því, að í
framtíðinni komi verzlunarstétlin fram sameinuð
eina heild. Þá er hún það vígi, sem allar utanaðkom-
andi árásir brotna á, hversu illskeyttar sem þær eru.
ATHYGLISVERÐ tillaga kom fram í einu dag
blaða bæjarins fyrir skömmu. Gal blaðið m. a. jiess
að ýmsar þjóðir hafi tekið upp þann sið að hafa að-
eins eitt vörumerki á þeim afurðum, sem fluttar eru
til annarra landa. Þær eiga að vera kaupandanum
trygging þess, að varan sé góð, viðkomandi þjóð beri
öll ábyrgð á því, að hún sé eins fullkomin og hægt
er að gera kröfu til.
Margt mæiir með því, að við eigum að fara að
dæmi þessarra þjóða og taka upp eitt vörumerki á
útflutningsframleiðsluna. Það merki á að vera trygg-
ing fyrir því, að varan sé fyrsta flokks. En áður en að
jietta spor er stigið, verður að auka vöruvöndun við
framleiðsluna. Hún verður að vera óaðfinnanleg.
Kappkosta verður að gera íslenzka útflutningsfram-
leiðslu að aðeins fyrsta flokks vöru, sem allir sækjast
eftir að fá. Þá fyrst á sameiginlegt íslenzkt vöru-
merki tilverurétt fyrir alla framleiðsluna, sem seld
er úr landi.
í UMRÆÐUM á Alþingi um verðgæzlumál hélt
Jón Pálmason, þingmaður Austur-Húnvetninga, mjög
athyglisverða ræðu, sem vert er að halda á loftí.
Komst hann m. a. svo að orði: „Ég er einn þeirra
manna, er vilja frjálsa verzlun og tel óhefta sam-
keppni í verzlun Iiagstæðustu viðskiptaaðferð. En ég
er í miklum minni hluta um þetla mál innan þings og
hef lagt það á mig, ár eftir ár og þing eftir þing, að
sitja að mestu Jiegjandi undir öllu því tali um verzl-
unarmál, sem hrinið hefur í eyrum manna, um höft
og bönn og jivinganir Jangs og þvers, auk alls hins
um toll á toll og skatt ofan á skatt. Allt hefur þetta
leitt til hærra vöruverðs fyrir almenning en nokkur
dæmi eru áður til og nokkur þörf er á, en jafnframt
skapað mörgum sinnum fjölmennari verzlunarstétt en
þyrfti að vera. —
Um tolla og skatta á vörum er Jiað að segja, að
hjá jieim verður eigi komizt, því að aðaltekjur ríkis-
ins eru teknar þannig og eiga að vera það. Helzt
ætti þetta að vera tekið í einu lagi með verðtolli, eða
að minnsta kosti á mörgum sinnum einfaldari hátt en
gert er.
En höftin, bönnin, nefndirnar, leyfin og allt það
fargan hefði aldrei átt að vera til, og ef ég hefði
mátt ráða, skyldi því öllu hafa verið sópað burtu
Framh. á bls. 31.
FRJÁLS VERZLUN
25