Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 28
QPÁM ADCCRniR 1 Flugfélag íslands og Ferðaskrifstofa ríkisins hafa ákveðið að efna til Spánarfcrðar þann Dl MRMIir CH íl III l 16. apríl n.k. Verður flogið báðar leiðir með ,,Gullfaxa“, og mun ferðin taka 18 daga. — Tilhögun fararinnar verður sú, að frá Beykjavík verður flogið til Parísar og dvalið þar í tvo sólarhringa. Verður það markverðasta í borginni skoðað, og cinnig mun fólki verða gefinn kostur að kynnast skemmtanalífi borgarinnar. Frá París verður svo flogið til Barcelona, en þar verður dvalið þrjá daga. I Madrid verður höfð fimm daga viðdvöl og auk þess verða heimsóttar nokkrar aðrar borgir, svo sem Valencia, Alicante, Murcia, Granada, Toledo og E1 Es- corial. I»á gefst fólki kostur á að sjá nautaat í Madrid. Fri Madrid vcrður svo flogið með ,,Gullfaxa“ um Prestvfk til Iteykjavíkur. — Virðist hcr vera um efukar hentuga ferð að rœða fyrir kaupsýslumenn, sem fara þurfa til Spán- ar f verzlunarerindum. Áætlaður kostnaður vegna þátttöku í ferðinni er kr. 6700,00 fyrir manninn. — Á myndinni hér að ofan sjást nokkrir af þátttakendum í Spánarferð Ferðaskrifstofu ríkisins s.l. haust fyrir framan veitingahús í þorpinu Azpetia á Norður-Spáni. — Ljósm.: Þorvarður R. Jónsson. NÝTT FRUMVARP Fmmh. af bls. 6. jafnframt kleift að samræma framkvæmdina meira en nú er. XIV. kafli (134.—143. gr.) er um erlend hlutafé- lög, skilyrði þess, að þau geti starfað hér á landi. Samkv. frv. getur ráðherra veitt hlutafélagi, sem heimili á erlendis, rétt til að starfa hér á landi, ef fullnægt er þessum skilyrðum: 1. Að félagið sé löglegt í heimalandi sínu. 2. Að félagið fullnægi meginskilyrðum frv fyrir því að teljast hlutafélag. 3. Að íslenzk hlutafélög njóti sama réttar í heima- landi erlenda félagsins. 4. Að félagið fullnægi ákvæðum íslenzkrar at- vinnulöggjafar um starfsemi sína hér. 5. Að félagið hafi hér skrásett útibú. 6. Að félagið setji tryggingu fyrir greiðslu þeirra skulda, er það kann að komast í við hérlenda iánardrottna vegna slarfsemi sinnar hér. Káð- herra ákveður trygginguna, þegar leyfið er veitt, og getur krafizt hærri tryggingar síðar, ef á- stæður breytast. XV. kafli (144.—150. gr.) geymir ákvæði um refsingar o.fl. Má þar meðal nýlunda nefna, að þeg- ar stjórnendur eða aðrir fyrirsvarsmenn hlutafélags hafa gerzt sekir um brot í starfi sínu fyrir félagið, má dæma því fjársekt, hvort sem einstaklingi er dæmd refsing eða ekki. í XVI. kafla (151.—155. gr.) er loks rætt um gild- istöku laganna og ýmis atriði í sambandi við það, svo sem hver ákvæði frv. skuli gilda um eldri félög og þá jafnframt fresti til að samræma eldri félagssam- þykktir ákvæðum frv. Eins og yfirlit þetta sýnir, er frumvarpið mjög yf- irgripsmikið og ýtarlegt. Eldri ákvæði eru gerð fyllri og skýrari, sumum þeirra kastað fyrir róða og fjöldi nýmæla tekinn upp. Sum þeirra hafa í för með sér mjög veikamiklar breytingar á afstöðu hlutafélaganna og hluthafanna. Hefur hér á undan verið leitazt við að gera þessum atriðum nokkur skil, án þess þó að taka efnislega afstöðu til þeirra. Er þó ekki tæmandi frá þeim nýlundum skýrt, sem fólgnar eru í frv. 28 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.