Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1953, Síða 30

Frjáls verslun - 01.01.1953, Síða 30
Nýtt tryggingafélag: Vátryggingafélagið h.f. Nýlega var stofnsett í Reykjavík nýtt trygginga- félag, og nefnist það Vátryggingafélagið h.f. Hef- ur hið nýja félag yfirtekið að mestu vátryggingastarf- semi Trolle & Rothe h.f. og Carl D. Tulinius & Co., h.f., en sem kunnugt er hafa bæði þessi félög sarfað að vátryggingum um langt skeið. Hið fyrrnefnda hóf rekstur árið 1910 en hið síðarnefnda 1923. Hlutafé hins nýja félags er 1,2 milljónir króna, og hefur það verið innborgað að fullu. Vátryggingafé- lagið h.f. hefur endurtryggingasambönd hjá hinum heimsfræga Lloyds markaði í London svo og hjá ís- lenzkri endurtryggingu og í Bandaríkjunum. Starfsmenn hins nýja, íslenzka vátryggingafélags eru allir þaulkunnugir tryggingamálum, enda hafa þeir starfað lengi við vátryggingar hjá fyrirrennur- um Vátryggingafélagsins h.f. Framkvæmdastjóri fé- lagsins er Ólafur Finsen, en hann var áður fulltrúi hjá Trolle & Rothe h.f. Gísli Ólafsson er skrifstofu- stjóri félagsins. Brunadeild veitir for:töðu Hannes Ó. Johnson en bíladeild Ólafur Georgsson. Vátrygginga- félagið h.f. er til húsa að Klapparstíg 26. Félagið hyggst taka að sér allar þær tegundir vá- trygginga, er þekkjast hérlendis, en auk þess er á- formað að verksvið félagsins verði fært út og upp teknar nýjar tegundir vátrygginga. Munu stjórnendur fyrirtækisins hafa fullan hug á að veita við kiptavin- um sínum sem bezta þjónustu, og miða ýmsar fyrir- hugaðar nýjungar í starfseminni að því marki. Stjórn Vátryggingafélagsins h.f. skipa eftirtaldir menn: Carl Finsen, form., Bergur G. Gíslason, vara- form. og meðstjórnendur þeir Friðþjófur Ó. John- son, Ólafur Georgsson og Árni Kristjánscon. Nýlega var opnaður matbar í vist- legum húsakynnum í sambýli við Austurbœjarbíó í Reykjavík. Hinn nýi matsölustaður nefnist Bíó Bar, en hann er rekinn af fyrirtœkinu Síld & Fisk. Bíó Barinn er mjög smekklega inn- réttur, enda stenzt hann fyllilega sam- anburð á slíkum veitingastöðum í er- lendum stórborgum. Gestirnir geta séð, þegar verið er að matbúa gegn- um hringmyndaðan glugga, sem veit að veitingasölunni. Matvœli öll eru geymd í kceli, þannig að þau eru á- vallt fersk til framreiðslu. Matarréttir eru útbúnir í nýjum og mjög hrað- virkum tœkjum, og tekur t.d. ekki nema 2 mínútur að steikja kjötstykki. Er þetta afar hagkvœmt fyrir fólk, sem er á hraðri ferð, en óskar eftir vel tilbún- um mat á sem skemmstum tíma. Matreiðslumaður Bíó Barsins er Tryggvi Jónsson, en Theodór Ólafsson veitir honum forstöðu. Hafa báðir þessir menn starfað um Iengri tíma við matreiðslu- og veitingastörf að Hótel Borg. Fyrstu gcstir Bíóbarsins braffða ú Berlínarpylsum, en með þeiin cr Theódór Ólafsson, forstöðumaður Bíóbarsins op í eldhúsgluKKanum er Tryggvi Jóns- son matreiðslumaður. — (Ljósm.: Mbl. ól. K. M.) 30 FRJÁL-S VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.