Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 3
OSCAR CLAUSEN: FRA FVRSTl' AKATUGUM FRJALSRAR VKKZLUNAR IX. GREIN Agent Friðrik Svendsen kaupmaður á Flateyri Hann var sonur Jóns sýslumanns Sveinssonar og Soffíu Erlendsdóttur, er áður hafði átt Þorlák Is- fjörð sýslumann;1) var hann hálfbróðir Kjartans Is- fjörð kaupmanns, en talsvert yngri og ólst að mestu upp með honum og lærði verzlunarfræði. Þeir bræðurnir voru svo saman í förum og ráku verzlun á ýmsum fjöiðum Austurlands á skipi sínu, en Kjartan átti þá Eskifjarðarverzlun, en var búsettur í Kaupmanna- höfn2). Svo keypti Friðrik verzlunarstaði á Vestfjörð- um í félagi við Steinbacksfrændur og rak þá verzlun og þilskipaútgerð á Flateyri við Onundarfjörð með miklum dugnaði. Þeir félagar áttu þá 3 verzlanir á Flateyri, Þingeyri og Vatneyri, og sat Friðrik á Flat- eyri, en þeir Andreas og Daníel Steinback á Þingeyri og Vatneyri. Flateyrarverzlun keypti Friðrik af dánarbúi Hin- richs Henckel, er var þar kaupmaður og var giftur Charlottu hálfsystur hans, en Henckel dó árið 1817. Friðrik var gáfaður hæfileikamaður, og í dagfari var hann kátur og mesta lipurmenni eins og Kjartan bróð- ir hans. Hann rak um tíma afarmikla verzlun á Flat- eyri, er á tímabili stóð í miklum blóma. Samhliða verzlun sinni, rak hann lika þilskipaútveg og átti, þeg- ar flestar voru, 4 fiskiskútur og hagnaðist vel á þeim. Á Flateyri lét hann byggja „Skipastöðul“ eða skipa- smíðastöð og byggði þar 2 jnlskip. Árið 1827 byggði hann Jsilskipið „Fædrelandet“ og var jiað 9 conn. lest- ir (samsvarar 18 smálestum) og árið eftir bvggði hann annað, sem hét „Eiríkur rauði“ og var jafnslórt3). D Sýslumannaæfi IV. 761. 2) Lhs 1288 4to bls. 391. 3) Sbr. Ármann á Alþingi IV. Skip þessi byggði hann mest úr rekavið, er hann lét sækja norður á Strandir. Þilskipaútgerð sína hóf Frið- rik árið 1821 og keypti jiá jagtskipið „Patrioten“, en það var gömul skúta og orðin ónýt og var rifin árið 1828. — Friðrik var því einn þeirra fyrstu íslendinga, sem gerðu út þilskip til fiskveiða á Vestfjörðum, en fyrstir voru þeir Olafur Thorlacius á Bíldudal og Guðmundur Schewing í Flatey. Þessi þilskipaútgerð Vestfjarðarkaupmanna bar sig svo vel og blómgaðist svo, að árið 1832 voru orðin alls 13 þilskip á Vest- fjörðum1), en áður höfðu danskir kaupmenn átt þar nokkur þilskip eins og t.d. Henckel á Flateyri. Stund- um sendi Friðrik skútur sínar norður á Skagafjörð og Eyjafjörð með fiskiföng, mest harðan steinbít og seldi þar fyrir sauðfé, vaðmál og prjónles, sem hann svo flutti vestur á Flateyri og var þetta báðum til hags- muna2). Verkun saltfisks var j)á (1820—30) eins og við mátti búast, í ýmsu ábótavant og fáir búnir að læra að verka hann og jiurrka svo, að hann fullnægði kröfum Spánarmarkaðsins, enda þótt til væru ágætar fiskverk- unarreglur frá síðustu árum konungsverzlunarinnar. Kaupmenn á Vestfjörðum höfðu jió flutt verkaðan fisk til Spánar nokkra undanfarna áratugi og var því eðlilegt, að þar vaknaði fyrst áhugi fyrir því að gjöra fiskinn markaðshæfan. — Friðrik Svendsen var það ljóst, að fiskverkunina þurfti að bæta, og skrifaði hann ]íví grein um fiskverkun í Ármann á Alþingi III. hefti (1831), sem heitir „Stutt ávísun til að verka klip- fisk.“ í grein þessari segir hann m.a. frá því, að hann 1) Ármann á Albingi IV. 2) Lbs 1288 4to bls. 391. FRJÁLS VERZLUN 59

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.