Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 5
HEKLA
fftytur 1 glæsifteg* IiiÍ!sak,vimi
Verzlunarinnréttingar í Reykjavík hafa tekið rnikl-
um stakkaskiptum nú síðustu árin. Nokkrar verzlanir
skara þó sérstaklega fram úr livað þetta snertir, og
bera þær vott um smekkvísi og hagkvæmni þeirra, sem
teikningar og smíði hafa annazt.
Þann 29. ágúst í sumar bættist enn ein verzlun í
hóp þeirra, sem er eigendum, arkitektum og iðnaðar-
mönnum til hins mesta sóma. Vegfarendur, sem áltu leið
um Austurstræti þennan dag, veittu því strax athygli, að
eitthvað var um að vera í húsinu nr. 12, og þegar nánar
var að gætt, komust menn fljótt að því, að búið var að
opna nýja verzlun í húsnæði því, sem Soffíubúð hafði
haft í þessu húsi undanfarin 20 ár. Hekla h.f. var þarna
komin í spánýjan búning, og ekki var hægt að sjá annað
en ströngustu nútíma kröfum hefði verið fylgt í hví-
vetna. Mörgum varð að orði, þegar þeir höfðu skoðað
verzlunina: „Ótrúlegt er það annars hvað gera má úr
gömlu húsnæði.“ Látlaus ös var allan daginn í verzlun-
ina, og gátu menn ekki annað en dáðst að hinni smekk-
legu og stílhreinu innréttingu, sem ekki á sinn líka
hér á landi, og þótt víðar væri leitað.
Á næsta ári eru 10 ár liðin frá því Hekla h.f. opnaði
fyrst verzlunin í Reykjavík, en það var í Tryggvagötu
23. Voru þá miklir erfiðleikar á því að fá húsnæði fyr-
ir verzlunina. Eins og menn rekur minni til komst
deifð í allan innflutning á þessum árum, svo heimilis-
tæki og aðrar rafmagnsvörur sáust varla í búðum.
Það var ekki fyrr en bátalistinn gekk í gildi árið
1950, að fjörkippur komst aftur í verzlunina. Um
svipað leyti flutti Hekla h.f. í nýtt húsnæði að Skóla-
'61
FRJÁLS VERZLUN