Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 36
Kristján Einarsson framkv.stjóri varð sex- tugur 1. júlí s.l, Kristján er fæddur að Stakkadal í Rauðasands- hreppi, 1. júlí 1893, sonur lijónanna Einars Sigfreðssonar bónda og konu hans Elínar Ólafs- dóttur. Hann ólst upp við lítil efni, stundaði nám við lýðskólann á Hvítárbakka og síðar Menntaskólann í Reykja- vík, en varð að hætta námi vegna veikinda, er hann las undir stúdentspróf. Lengst af hefur starfsferill Kristjáns verið bundinn við saltfisk. Fyrst starfaði hann við útflutningsnefnd- ina gömlu, en var síðar í mörg ár umboðsmaður Buckl- er Brothers hér á landi. Þegar þeir hætlu, varð hann framkvæmdarstjóri útflutningsdeildar Alliance, og blómgvuðust svo þau viðskipti undir stjórn hans, að Alliance varð þá einn stærsti saltfiskútflvtjandi lands- ins. Þegar Sölusamband ísl. fiskframleiðenda var stofnað, var hann einn af stofnendum þess. Varð hann þegar einn af þremur framkvæmdarstjórum fvrirtækisins og hefur verið það síðan. Það er ekki lítil ábyrgð lögð á herðar ])eim mönnum, sem annast eiga sölu á aðalút- flutningsvöru landsmanna. En Kristján hefur revnzt þeim vanda vaxinn, og hefur haldgóð þekking hans á saltfiski og saltfiskverkun, dugnaður hans og góðar gáfur komið þar að góðum notum. Fyrstu starfsárin ferðaðist hann milli fiskstöðva landsins, skoðaði salt- fisk, mat og verðlagði, og kynntist þá til hlýtar allri saltfiskvcrkun og meðferð hans. Síðar, sem fram- kvæmdarstjóri S.Í.F., hefur hann ferðast árum samari út um lönd og álfur, kynnzt óskum kaupenda og mark- aðsmöguleikum, og öðlazt þannig alhliða þekkingu í starfi sínu. Kristján Einarsson á þakkir skilið allra þeirra, sem vinna að framlciðslu sjávarafurða, fyrir mikið og gott starf í þeirra þágu. Það var þeim mikill fengur, að hann skyldi veljast til starfa við þennan aðalatvinnu- veg landsmanna. Hann hefur með starfi sínu hjá S.Í.F. flutt þjóðarbúinu milljónir, sem annars hefðu farið forgörðum í harðvítugri samkeppni, og verða störf hans seint fullþökkuð eða metin að verðleikum. Þó Kristján hafi með starfi sínu hjá S.Í.F. reist sér þann minnisvarða, er halda mun nafni hans á lofti, hefur hann við margt fleira fengizt um dagana. Hann hefur rekið verzlun hér í Reykjavík, komið upp frysti- húsi á Drangsncsi og rekið þar verzlun og ált mótorbát og gert hann út. Idann er meðeigandi í síldarverksmiðj- unni á Djúp.avík, einn af stofnendum eimskipafélags- ins Jöklar h.f., og á stríðsárunum keypti hann ásamt fleirum Sænska frystihúsið í Reykjavík, og er einn af eigendum þess. Kristján er bókhneigður og ljóðelskur, mikill lax- veiðimaður og unnandi alls þess, sem íslenzkt er. Hon- um er lagið að koma auga á fegurðina í öllu og alls- staðar og heillast af henni. Vofkvöld við ána, sólarlag 92 FRiAtff VBftZliUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.