Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 17
þar. Þar komu til okkar Arababörn nokkur og sungu sinn æfða söng: gefðu mér pening, gefðu mér pening. Sá söngur varð að samfelldri hljómkviðu ferðina á enda, því að fráteknum tötrunum, sem börnin klæðast almennt, þá er betlið einna eftirtektarverðast og kvim- leiðast fyrir ferðamenn eins og okkur, af því sem fyr- ir ber. Föt barna og fullorðinna, þeirra, sem verst eru bún- ir, og þeir eru margir, ef maður þá á að kalla það föt, eru druslur einar, skítugar, trusaðar og stagaðar, frá því innsta til hins yzta, en á hverjum manni eru heil óskóp af þessum druslum, og er víst, að biining- ur þessi er oft æði þungur. Okkur virtist helzta skýr- ingin á þessu sú, að föt þessi gangi að erfðum og verði aldrei ónýt. Börnin eru jöfnum höndum berfætt og fullorðnir líka, en þó færri að því er virtist. Sumir bera strigaskó, aðrir leðurskó, enn aðrir tuskuskó með snærum, og má þó varla kalla neitt af þessu skó. Við tókum mynd- ir af börnunum og héldum svo áfram ferðinni. Vegur- inn var malbikaður og ágætur alla leiðina, sem er um 250 km. hvora leið. Landið hækkaði jafnt og þétt. Umferð var þó nokk- ur um veginn. Fóru þar Arabar í erindum og allskyns flökkulýður. Þar voru menn á ferð með sauðkindur, geitur og asna, ríðandi og rekandi. Einnig voru úlf- aldalestir á ferðinni. Klyfjar voru á dýrunum og alls- kyns dót i þeim. Sumir teymdu en margir riðu, og flestir báru sinn langa krókstaf, sem við könnumst svo vel við frá biblíumyndunum, eða þá að þeir höfðu í hendi kvistprik, sem dangla mátti með í horaðar skjáturnar. Reiðingar og reiðtýgi á dýrunum voru með endemum. 1 dalnum sáum við storka marga, og sáust varla aðr- ir fuglar, að frátöldum hröfnum. A einum stað við veginn sat Arabi við saumavél sína og saumaði blátt klæði. Hann var alllangt frá húsum, að bezt varð séð og lét ekkert trufla sig við saumana. Kjólefnið náði af saumavélarboröinu og niður á vegkantinn. Allstað- ar undir brekkurótum voru þrær, sem sýnilega voru til þess gerðar að safna saman vatni, er síaðist undan brattanum. Með ánni mátti sjá tjöld Bedúína, þau voru mórauð og til að sjá einhver hin aumustu híbýli, er við höfðum litið. Giskuðum við á, að bvergi væri loft- hæð í þeím meiri en 1— Nú varð landið víðara yfirlits, og plægðu menn akra sumstaðar, en aðrir gætlu búpeningsins. Allstaðar voru menn með skepnunum að halda þeim á haga og verja þfcim akrana, því girðingar voru engar. Víða var plægt með uxum og jafnvel ösnum, og á einum stað plægði bóndi smáakur og beytti tveimur hálfvöxnum íslenzki ferðainainiahópurinn lejfsur af stað út á sanilauðnina. tjlfaldasveinn fylgir hverjum riddara. kálfum fyrir. Algengt var aö sjá fullorðna uxa draga plóginn og voru stundum 4 saman, og lá þá trésláin yfir herðakambinn. Á einstökum stað var plægt ineð traktor, en víða með tréplóg. Bíistjórinn virtist öruggur og þeytti horn bílflaut- unnar óspart. Voru þær tvær. Onnur einskonar lúður, sem hann þeytti með fóthreyfingu, hvenær sem hann sá eitlhvað kvikt framundan og eins, ef beygja varð á veginum. Hávaði þessa lúðurs yfirgnæfði allt annað, meðan hann var þeyttur, og hélzt stundum upp undir mínútu í senn. Hin flautan var rétt eins og vanaleg bílflauta og freistaði bílstjórans mjög sjaldan. Við vöndumst þessu „orkestri" aldrei almennilega. Meðfrarn veginum uxu kaktusar af ýmsum gerðum. Þeir voru æði stórskornir og hevrðist engin frú tala um að fá afleggjara af þeim. Við ókum nú um hásléttuna, líklega um 1200 m. yf- ir sjó, og mátti þá líta fjöll með snævi þöktum tind- um. Þau voru alls ekki ólík fjöllum á íslandi, og munu vera á 4. þúsund metra yfir sjávarmáli. Við mættum fjárbíl og var féð þar flutt í tveim hæðum á pallinum og má vera, að Sigfúsi bónda Halldórssyni, frá Ytra-Hóli í Kaupangssveil, sem með var í ferðinni, hafi sýnzt það athugandi til eftir- breytni. Keyrt var um hæðir og flatlendi. Landið var að kalla allt sáð upp á efstu bungur og einstök olívu- tré stóðu á víð og dreif. Þar sem við fórum liæst voru FRJÁLS VERZLUN 73

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.