Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 14
að brenna sement úr basalti með kalki. Verður því að blanda saman við hráefnin kísilsýru eða kísilsýruríkri steintegund. Lengi vel var áætlað að flytja inn kísil- sand í þessu skyni, og hefði þurft um B þús. tonn ár- lega til fyrirhugaðrar framleiðslu á 75 þús. lonnum af sementi. En þá vildi svo vel til, að í Hvalfirði og Borgarfirði fannst líparít, skömmu eftir að skelja- sandurinn í Faxaflóa fannst. Liparítið er miklu kísil- rýruríkara en basalt, og má því blanda því saman við basaltið og fá þannig nægilega kísilsýruríkt hráefni. Lr ráðgert að nota í þessu skyni líparít það, sem er í krikanum austan Bláskeggsár í Hvalfirði og ofan þjóðvegarins. Hráefnin, sem notuð verða til fyrirhugaðrar fram- leiðslu á 75 þús. tonnum af sementi, verða því þessi: 95.000 tonn af skeljasandi úr Faxaflóa, 10.000 — af fjörusandi af Langas. á Akraensi. 14.000 — af líparíti úr Hvalfirði. ★ Þegar það varð hljóðbært, að áætlað væri að nota skeljasand af botni Faxaflóa sem hráefni til fyrir- hugaðrar sementsverksmiðju, létu margir í Ijós vantrú s'na á því, að slíkt mætti hep]mast. Vantrú þessarra manna er ef til vill skiljanleg, þegar haft er í huga, að hér er um dælingu að ræða, sem á hvergi sinn líka. Siávardýpi, þar sem sandurinn liggur, er 30—40 m. Flóinn liggur opinn fyrir haföldu frá norðvestri, vestri og suðvestri og sandmiðin alllangt frá landi, svo að yfirleitt má ekki búast við mikilli kyrð á sjónum, þeg- ar starfað er að dælingu. Sandlagið er óþægilega þunnt, eða ekki nema 1—4 m. að þykkt. Hins vegar er sand- urinn laus í botninum og ekki límdur saman af leir eða öðrum efnum, og er það mikill kostur. Hins vegar ber að gæta, að allri dælingartækni hef- ur fleygt mjög fram á undanförnum áratugum, svo að fyllsta ástæða var til að ælla, að unnt myndi reynast að dæla sandinum upp af botni Faxaflóa við hóflegu verði, enda voru erlendir sérfræðingar á þessu sviði einnig þeirrar skoðunar. En þar sem ekki var til for- dæmi um dælingu sem þessa, þótti ráðlegast að ganga fullkomlega úr skugga um, hvernig hún myndi takast. áður en ráðizt væri í byggingu verksniiðjunnar. Var nnkið í húfi, að allt tækist eins og til stóð. þar sem skeljasandurinn er aðalhráefnið. Dælingin, sem framkvæmd var með sanddæluskip- inu ,,Sansu“ í júní-ágúst s.l., gaf mjög góða raun. Sandurinn reyndist, hvað magn og gæði snertir, eins og við var búizt, en dælingarkostnaðurinn varð minni en áællað hafði verið. Uggur sumra manna um skemmdir eða jafnvel eyðileggingu fiskimiðanna í Faxaflóa reyndist með öllu ástæðulaus. ★ Þegar skeljasandurinn hafði fundizl í Faxaflóa, kom ekki framar til mála að byggja sementsverk- smiðju á Vestfjörðum, heldur var aðeins að velja milli staða við sunnanverðan Faxaflóa. Var að sjálfsögðu fyrst um Iteykjavík að ræða, því að mest er notað af sementi þar og í nágrenninu. Ekki varð Reykja- Framh. á hls. 85. Skeljasandurinn streymir inn í sandgeymsluna. — Ljósm.: Dr. K. Oppler. 70 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.