Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 16
HJÖRTUR JÖNSSON: FÖRIN TIL BOU-SAADA ItoB'gai' liaiiiiiigjiiiiEia ■* Þegar m/s Gulfoss fór með skemmtiferðafólk til Miðjaiðarhaislandanna s.l. vor, þá var fyrsta höfn skipsins, eftir að það fór frá Reykjavík, Algiersborg á norðurströnd Afríku. Farþegarnir fóru þar í land og héldu í ýmsar áttir til þess að kynnast landi og lýð. Ferðir þessar höfðu verið ski])ulagðar af ferðaskrif- stofunni Orlof. Ein þessara ferða var lengst, og tók hún tvo daga. Var þá keyrt 250 km. suður í landið, um fjöll og há- slcttur, allt til útmarka hinnar miklu sandauðnar, Sahara. Endastöð þessarar ferðar var Bou-Saada, Borg hamingjunnar. Þegar hinn stóri almenningsvagn rann út úr Algiers, fullur af ferðamönnum, sem horfðu fullir eftirvænt- ingar út á sléttur óþekktrar heimsálfu, þá gengu til mín tvær hefðarkonur og sögðust hafa ákveðið það, að ég skyldi skrifa sögu þessarar ferðar. Enda "pótt það væri 1. apríl, þá fannst mér þetta mikið traust, sem mér var sýnt, og ekki voru til nein- ir karlmenn í þessum bíl, sem ekki hefðu farið í einu og öllu eflir óskum slíkra kvenna. Hér fer á eftir þessi ferðapistill, sem ég kalla: Förin til Rou-Saada — Borg- ar hamingjunnar, sem er þýðing á nafninu. Margir voru á þiljum, þegar Gullfoss renndi fánum skreyttur inn á Algiershöfn, miðvikudaginn 1. apríl 1953, kl. 7.30 árdegis. Við augum blasti borgin, sem er byggð í klettahlíðum meðfram sjónum. Byggingar- stíllinn er ólíkur því, sem farþegar eiga að venjast, og er dálítið ævintýralegt að horfa yfir borgina í sól- skininu. Hitinn er um 30 gráður. Skipið lagðist að hafnargarðinum, og menn frá vegabréíaskoðun og ferðaskrifstofu komu um borð. Vegabréfa=koðunin gekk greiðlega, og var sú athöfn aðeins lil málamynda. Síðan var lagt á stað frá skip- inu í þessa tveggja daga lystiferð. Strax fyrir ofan hafnargarðinn beið okkar stór al- menningsvagn, sem hafði sæti i'yrir um 40 manns. Við vorum 33, sem ferðina fórum. Þar var fyrir fvlgdar- maður okkar, Ali Baba Mohamed, meðalstór karl, á sjötugs aldri að sjá. Hann var Serbi í aðra ætt en Tyrki í hina og evrópuklæddur, nema hvað hann hafði rauðan „fez“ á höfði. Hann var loðbrýndur og bar yfirskegg stórmikið, sem breyddi úr sér því meir, sem það hékk lengra til hliðanna. Nafn leiðsögumannsins eitt, kom okkur í ennþá betra skap, ef hægt var. Nú var ekið að banka til þess að skipta peningum í landsmyntina. Varð þar dálítið þref og stapp, því að allar upplýsingar, sem við fengum, voru sífelldum breytingum háðar, sem aftur varð lil þess, að menn víxluðu minna en þeir upphaflega ætluðu sér. Banka- bygging þessi var sérkennileg að því leyti, að í henni miðri var hringlaga op frá neðsta gólfi til skraut- gluggaðs hvolfþaks, og fóru virðingar manna og stöð- ur eftir hæðum sagði einhver. Við gættum að Jóni Björnssyni þessa banka, — ef ske kynni að hæa;t væri að smeygja þar inn smá víxli, en fundum hann eigi. Við töldum okkur sleppa vel eftir atvikum frá banka þessum, þar sem ekki tókst að snuða okkur um meira en 5 sterlingspund. Nú var lagt af stað úr borginni og ekið sem leið liggur, fyrst fram með ströndinni til austurs, en síðan beygt suður á við yfir sléttuna í átt til fjalllendisins. Margt bar fyrir augu, er ekki verður getið hér, en mest bar á vínökrum, sem lágu oft vítt á báðar hend- ur. Þar var járnstaurum stungið niður með vissu milli- bili og í þráðbeinum röðum og girtur á þá vír til stuðn- ings fyrir vafningsjurtina. Tré voru með veginum víða og pálmaþyrjíingar á stöku stað. Er láglendinu sleppti, var haldið inn í Mitidjadalinn og upp með á, er þar rennur. Var á löngum kafla keyrt eftir sjálfu ár- gljúfrinu, og var það stórfenglegt á stundum. Á einum stað var ekið um göng gegnuin hamarinn og áðum við 72 frjáls verzldn

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.