Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 8
gefin olía við strendur íslands, en Rússarriir virtust ekki síður tortryggnir þá en þeir eru í dag, því að í hvert skipti, sem þeir tóku olíu, þurftu þeir að rann- \ saka hana til að ganga úr skugga um, að ekki hefði yerið settur í hana sjór eða vatn. Þá höfðu Rússarnir það fyrir venju að stíga aldrei fæti um borð í skip ; bandamanna sinna. I' 1 ; ■■ " . V • , ' .. Í | Á hóteli með fullu kaupi. Olíiiskipið lá nú um kyrrt í Hvalfirði í tvo mánuði jen fór síðan með skipalest til Skotlands. Þar var beð- ; ið eftir annarri lest, sem hélt til New York. Þangað kom I Helgi í marzlok 1944 og lét þá afskx-á ;sig af olíuskip- inu. Eftir að hann hafði verið í landi í viku var hann búinn að fá atvinnu hjá Standard Oil Companv, sem kom honum fyrir á hóteli í New York. Þar dvaldi hann í þrjár vikur á fuilu káúpí og háfði það rólegt. Það skilyrði var þó sett, að hann yfirgæfi ekki hótelið frá því kl. 9 á morsnana til kl. 5 á daginn, og varð hann að vera tilbúinn með litlum fyrirvara að fara til sjós, þeg- ar kallið kæmi. Með Helga á hótelinu voru tveir Is- lendingar, og höfðu allir landarnir ráðið sig sem há- seta hjá Standard Oil Co. Og svo var hótelvistin úti einn góðan veðurdag, þeg- ar Helga var gefin aðvörun um að pakka saman og halda sem skiótast um borð í 8 þúsund smálesta olíu- skip, sem hafði verið að koma úr þurrkví. Annar Is- lendingur, Geir Jónsson, var einnig um borði Var ferðinni heitið til Venezuela til að sækja olíufarm og var siglt frá New York í skipalest. Myrkur var, þegar lagt var af stað og mikil þoka. Helgi hafði lagt sig til svefns en vaknar snögslega við hávaða og hristing. Hann flýtti sér upp á þiljur með björgunarbelti og sá þá hvar stórt skip var að sigla aftur á bak, en það hafði be^sýnilega rekið stefnið í olíuskipið. Var önn- ur skipalest að koma inn til New York um svipað leyti, og hafði hún riðlast eitthvað í þokunni. Skemmd- irnar á olíuskipinu voru það litlar, að ákveðið var að halda áfram ferðinni. Ekki hafði verið siglt nema svo sem hálftíma, þegar það ótrúlega skeði — annar áreks'ur, og nú urðu skemmdir það miklar, að fara varð í þurrkví, og tók viðgerðin tíu daga. Þegar Helgi frétti, að skip hans ætti að sigla eitt síns liðs til Venezuela, sagðist honum ekki hafa litist á blikuna, því krökt var af kafbátum á þessari siglingaleið. Ferð- in gekk þó slysalaust, en ekki var alltaf siglt bein- ustu leið. Helgi var nú í sífelldum siglingum næstu mánuð- ina og kom víða við. Sótt var olía til Hollenzku Vest- ur-Tndíu og farið með hana til flotabækistöðvar á Kúbu. Þá var haldið til Balboa í Panama og síðan til H.eírí. I.oftsson sem 2. stýrimaður um borð í s.s. Remsen Heights Colombia í Suður-Ameríku, en þar var tekinn hrá- olíufarmur, sem fluttur var til New York. Skildu þar leiðir þeirra Helga og Geirs, sem fór á stýrimanna- skóla í New York. Helgi fór einnig af skipinu og var um kyrrt í stórborginni um tíma. Ekki leið þó á löngu áður en Helgi hafði ráðið sig á annað skip, sem var af Liberty gerð og í eigu ALCOA félagsins. Sigldi hann með því nokkra mánuði, aðal- lega í Karabiskahafinu og kom m.a. til Brezku Guiana, Trinidad og Kúbu. Skipti Helgi nú tvívegis um skip næstu fjóra mánuðina, en á þeim tíma kom hann bæði til Englands og Frakklands. I Antwerpen var hann staddur um það leyti, sem Þjóðverjarnir skutu sem flestum eldflugunum yfir til Englands, en sumar þeirra fóru aldrei alla leið eða voru beinlínis ætlaðar Holl- endingum og Belgum. Helgi var t.d. sjónarvottur að því, þegar ein eldflugan lenti á kvikmyndahúsi í Ant- werpen, og fórust þar um 500 manns. Stýrimaður hjá ameríska hemum. I júní mánuði 1945 fór Helgi á stýrimannanám- skeið í New York og var á því fram í október. Lauk hann námskeiðinu, en fckk ekki leyfi til að gangast undir próf, þar sem hann var ekki bandarískur þegn. Erfiðleikar voru nú miklir á því að fá vinnu sem stýrimaður, þar sem stríðinu var lokið og búið að leggja fjölda skipa. Lagði Helgi því land undir fót og freistaði gæfunnar vestur í Kaliforníu. Keypti hann sér farmiða með lest til San Francisco og þreifaði fyr- ir sér með atvinnumöguleika þar í borg. Hafði hann heppnina með sér, því ekki var hann búinn að vera nema skamma stund í borginni, þegar hann var ráð- inn stýrimaður af bandaríska hernum. Um tíma hafði landherinn fleiri skip í sinni þjónustu en sjálfur flot- inn, en skipsmenn voru þó ekki skráðir í herþjónustu. Helgi var því næst sendur til New Orleans, þar sem 64 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.