Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 13
1. Notkun sements hefur lengst af naumast verið svo mikil, að framleiðsla á því magni einu gæti svarað kostnaði. 2. Hráefni hafa ekki verið liltæk á heppilegum stöðum. Á fjórða tug aldarinnar var notkun sements orðin það mikil, að réttlætt hefði innlenda framleiðslu, enda var unnið að því af alefli þá að koma þessari fram- leiðslu á laggirnar. En áætlanir, sem gerðar voru um þetla leyti af mikilli kostgæfni, háru það með sér, að sement framleilt hér á landi myndi verða nokkru dýr- ara en innflutt sement. Var ástæðan fyrir því einkum sú, að hráefni þau, sem nota átt' til framleiðslunnar og talin voru þau hentugustu, sem völ væri á. voru mjög langt hvert frá öðru, svo að flutningur þeirra á einn stað var ærið koslnaðarsamur og framleiðsl- unni ofviða. í lok síðustu heimsstvrjaldar, er notkun sements hafði enn vaxið verulega, var enn unnið að því öllum árum að koma áætlunum um framleiðslu sements á- leiðis. Samþykkti Alþingi þá (1947) lög um heimild handa ríkisstjórninni til byggingar sementsverksmiðju, er framleiddi 75 þús. tonn af sementi á ári. Verksmiðj- unni var fyrirhugaður staður á Vestfjörðum, „en afkomuhorfurnar voru ekki glæsilegri en svo, að talið var, að í járnum stæði, hvort verðlag á íslenzku sem- enti yrði samkeppnisfært við aðflutt sement“, eins og Ölafur Thors, forsætisráðherra, tók lil orða í útvarps- ávarj)i sínu um semenlsverksmiðjuna 14. júní s.l. Af þeim sökum var athugunum haldið áfram, eink- um hugað að hráefnum, er hentugri væru eða betur í sveit sett, hvað flutninga snerti. Báru þær athuganir þann árangur, að horfið var frá öllum ráðagerðum um sementsverksmiðju á Vestfjörðum, en þess í stað á- kveðið að byggja sementsverksmiðju á Akranesi, er nota skyldi hin nýfundnu hráefni í sement í Faxaflóa og í Hvalfirði. ★ Aðalhráefnið í sement er einhvers konar kalk eða kalsíumkarbónat. Erlendis er algengast að nota krít cða annan kalkstein. Því verður ekki við komið hér, því að kalksteinn er varla lil hér á landi. En skeljar eða skeljasandur geta komið að sömu notum, því að skel- in er mestmegnis mynduð úr kalsíumkarbónati. Skelj- ar, sem vaxa í hafinu umhverfis landið, molna í sund- ur fyrir áhrif hrims. Skeljabrotin safnast fvrir á ýmsum stöðum, einkum með ströndum fram. Að jafn- aði blandast þau öðrum sandi, basaltsandi, og er hann oftast yfirgnæfandi. Á stöku stað eru skeljabrotin, skeljasandurinn, þó svo lítt blönduð basaltinu. að Viðleftustaður sanddæluskipHÍns. Verksmiðjusvæðið í baksýn. Ljósm.: Jóhannes Vestdal. hægt er að nota þau í sement. Fram til síðustu ára var álitið, að slíkur skeljasandur væri hvergi til hér á landi nema á Vestfjörðum. En fyrir fáum árum kom í Ijós, að skeljasandur væri einnig víða á fjörum um- hverfis Faxaflóa og á víðáttumiklum svæðum á botni Elóans. Sá sandur var sums staðar allmiklu hreinni en skeljasandurinn á Vestfjörðum. Álitlegasta svæðið lil skeljasandsnáms er svonefnl Akurnesinga-Svið í Faxaflóa, lítið eitt hallandi brekka milli Syðra-Hrauns í Faxaflóa og Akurnes- inga-Fora. Þar hefur mikill sandur safnazt fyrir í hléi af hrauninu svonefnda, mót suðaustan stórbrim- unum, sem oft eru svo mikil, að brýtur á hrauninu. Brotsjóirnir þyrla upp öllu lausu á hrauninu, en svo vill til, að þar er óvenjumikill skeljagróður. Lausir smásteinar botnsins fara á hreyfingu i brimrótinu og mala skeljarnar í sundur. Hafið hefur sett 5 stað feiknamikla kúlumyllu. Fyrir hreyfingu hafsins berst möluð skelin í sömu átt og aldan fellur, berst nær landi, en þar fer að dýpka lítið eitt. Þar nær öldurótið síður til botns, hreyfing hafsins við botninn minnkar, og skeljasand- urinn sezt til. Gera má ráð fyrir, að þannig hafi hinir víðáttu- miklu skeljasandskaflar í Faxaflóa myndazt. Auk kalks er erlendis notaður leir í sement. Slíkur leir inniheldur járn- og alúminíumoxyd í tilteknum hlutföllum, enn fremur kísilsýru, og þarf hann að inni- halda rúmlega tvöfalt meira magn af kísilsýru en af járn- og alúminíumoxydi samanlagt. Þess konar leir hefur hvergi fundizt hér á landi. í slað hans má nota basalt (blágrýli eða grágrýti) eða venjulegan íslenzkan leir, sem er svipaður að samsetn- ingu og basaltið. I basaltinu er járn- og alúminíumoxyd í réttum hlut- föllum, einnig kísilsýra, en of lítið til þess að hægt sé PRJÁILS VERZLUN 69

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.