Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 15
Verzlunarhús Tómasar Björnssonar á Akureyri. zDyggingaroöruuerzlun TÓMASAR BJÖM§§OAAR 30 dra Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar á Ak- ureyri átti 30 ára afmæli á s.l. vori. Hefur hún verið stærsta sérverzlun í sinni grein norðan lands um margra ára skeið. Tómas hóf verzlunarrekstur sinn í litlu plássi á neðstu hæð íbúðarhúss síns við Hafnar- stræti 71. Það varð brátt of lítið, og byggði hann þá einnar hæðar byggingu á næstu lóð sunnan við húsið. Var verzlunin þar til húsa, unz hann réðst í byggingu núverandi verzlunarhúsnæðis við Kaupvangsstræti árið 1934. Áður en Tómas hóf sjálfslæðan verzlunarrekstur, vann hann um sjö ára skeið hjá Jakobi Karlssyni, við verzlun hans, afgreiðslu Eimskips og gömlu Lands- verzlunina. Einnig var hann tvö ár við heildverzlun ..Nathan & 01sen“, er starfrækti útibú á Akureyri. Tómas hefur rekið verzlun sína með miklum mynda- brag og aflað sér vinsælda í starfi. I tilefni 30 ára afmælisins lagði vikublaðið „íslend- ingur“ á Akureyri nokkrar spurningar fyrir hann varðandi verzlunarrekstur hans og viðhorf hans til verzlunarmála almennt. FRJÁLS VERZLUN vill sér- staklega vekja athygli lesenda sinna á greinagóðum svörum Tómasar við tveimur spurningum í nefndu samtali, því að þær snerta alla þá, er við kaupsýslu og atvinnurekstur fást: — Hverjar opinberar aSgercÍir telur þú hafa komi'S harSast niSur á verzluninni? — í fyrsta lagi verzlunarhöftin eða réttara sagt framkvæmd þeirra, sem var öll á þann veg að veita verzluninni gegnum höftin til samvinnufélaganna, og í öðru lagi skattþunginn og misræmið á milli skatt- lagningar kaupmannaverzlana og samvinnuverzlana og mismunandi útsvarsálagningaraðferða kaupmannaverzl- ana og einstaklinga, með rekstursútsvarinu, sem kom alveg að auki á verzlanir, hvort sem þær hafa taj> eða hagnað, en leggst ekki á samvinnuverzlanir nema á utanfélagsviðskipti. — Hverjar breytingar teldir þú œskilegastar viS endurskoSun skattalaganna méS tilliti til verzlunar- innar? — Ég tel nauðsynlegt að tryggja það, að aldrei verði svo nærri gengið í opinberum álögum, að ekki sé unnt að leggia til hliðar hæfilegan hluta árstekna til trygg- ingar eðlilegri og heilbrigðri starfsemi, því aðeins hef- ur verzlunin möguleika á að gegna sínu mikilvæga hlutverki í þjóðfélaginu. Tómas Björnsson hefur um mörg undanfarin ár verið' ötulasti málsvari káupmanna utan Reykjavíkur. Hefur hann í ræðu og riti haldið fast á málstað verzl- ana dreifbýlisins. Idann á nú sæti í framkvæmdar- stjórn Verzlunarráðs íslands. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla í til- efni af 30 ára afmæli byggingarvöruverzlunar hans. FRJÁLSVERZLUN 71

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.