Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 31
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------N Frjáls verzlun hefur í hyggju uS birta nokkrar greinar um tómstundarliugSarefni manna. Rétt þótti aS ríSa á vaSiS meS grein um Ijósmyndun, því aS þaS tómstundarstarf á orSiS fjölmarga unnendur meSal verzlunarmanna sem annarra. BlaSiS fór þess á leit viS Hjálmar R. BárSarson, skipaverkfrœSing, einn þekkt- asta áhugaljósmyndara okkar, aS hann léti því í té smárabb um þetta skemmtilega tómstundarhugSarefni, og varS hann góSfúslega viS þeirri bei'Sni. — Ritstj. Iljnlmar R. Kárðarson : Um Ljósmyndunin á marga unnendur, enda mun hún vera eitt fjölbreyttasta tómstundarstarf sem völ er á. Ótrúlega margir iiafa ánægju af myndum. Geysiupp- lög myndablaðanna, eins og t. d. LIFE og annarra slíkra, er ótvíræður votlur þess. Slik blöS eru auS- lesin og segj-a oft sömu sögu töluvert betur meS mynd- um, en dagblöðin geta gert með löngum greinum. Ekki er það heldur enn úrelt hérlendis, þegar gest ber að garði, að honum er borin myndaskál með andlits- myndum fjölskyldumeðlimanna, eða þá fjölskyldu- myndaalbúmin frægu. Þar er mynd af afa, þegar hann var strákur, uppdubbaður, fyrir framan málaðan skógarrunna í Ijósmyndastofu þess tíma, eða þá sprikklandi á hvítu gæruskinni. Hér hafa í raun og veru þegar vcrið nefndar tvær greinar ljósmyndunarinnar. — Fréttaljósmyndunin, eins og hún getur verið bezt, þ.e. þegar frétt eða við- burður er skýrður með röð mynda, sem hver um sig er kafli úr sömu sögu, en myndirnar sem heild er sagan öll. Oftast þekkjum við lítt til sögunnar fyrr, né heldur þekkjum við nema lítið eitt til þeirra per- sóna, sem myndasagan skýrir frá. Aftur á móti eru fjölskyldumyndirnar fyrst og fremst af áhuga fyrir okkur, ef við þekkjum persónurnar á myndunum úr daglegri umgengni, eða okkur er sagt frá hverjar þær eru. Þá getum við haft hug á að skoða myndirnar, af því að þær eru lýsing ættingja þeirrar fjölskyldu, sem við þekkjum. Foreldrar vilja eiga myndir af börnum sínum meðan þau eru á vaxtarskeiði, því þær verða síðar dýrmæt eign sem endurminning þessarra ára. Til er enn ein grein ljósmyndunar, sem nefna má myndræna ljósmyndun. Með því er átt við myndir, sem fyrst og fremst eru myndir vegna myndanna sjálfra, en ekkí vegna þess hvaða sögu þær segja, né af hverju þær eru. Oftast er þessi grein óskyld báðum framan- nefndum myndaflokkum, og þó getur hæglega bæði fréttamynd og fjölskyldumynd verið þannig úr garði gerð, að hún auk innihaldsins hafi einnig myndrænt gildi. Ef um tjölskyldumynd er að ræða, þá mun senni- lega bezt að skýra þetta þannig, að myndin sé þannig uppbyggð, að jafnvel sá, er ekki þekkir vitund þær persónur, sem myndin er af, hafi ánægju af mvndinni. Að lokum má svo geta tæknilegra mynda og vís- indalegra, en þar er ljósmyndun mikið notuð við rannsóknir, því oft er Ijósmyndatæknin fær um að sjá hluti, sem mannlegt auga fær aldrei greint. Þessi flokkun ljósmynda er auðvitað engan veginn tæmandi, og allir geta þessir flokkar runnið meira og minna saman. Hér er auðvitað enginn greinarmunur á því gerður, hvort myndirnar eru teknar af atvinnu- Ijósmyndara eða áhugaljósmyndara, enda eru rrörkin ])ar á milli víðast hvar í heiminum svo óglögg, að varla verður á milli séð, heldur er skipt eftir árangr- inum, myndunum sjálfum. Hér að framan hef ég aðeins minnzt á þá, sem hafa áhuga á ljósmyndum. Til er hinsvegar nokkur hópur manna, sem hefur mestan áhuga á ljósmyndavélum og kemiskum efnum, sem notuð eru við ljósmvndun. Auðvitað er nokkur kunnugleiki á efnum og Ijós- myndavélum nauðsynlegur til að geta tekið tæknilega FHJALS VERZLON 87

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.