Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 25
riiigiii'iiiii linelgi§t að MÖiig'iuiiii I>aiikar um IIJÖItT II A VSSO \ KjötuKan Einn af heiðursfélögum Verzlunarinannafélags Reykjavíkur, Hjörtur Hansson kaupmaður, varð sjö- tugur þann 24. ágúst s.l. Hjörtur er Reykvíkingum að góðu kunnur fyrir hans mikla og óeigingjarna starf í þágu fjölmargra félagasamtaka í höfuðstaðnum. Er margs að minnast úr ævi þessa heiðursmanns nú þegar hann hefur fyllt sjöunda tuginn. Hjörtur Hansson er fæddur 24. ágúst 1883 í svo- nefndum „Hullersbæ" í skuggahverfi Austurbæjar í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau Hans Adolph Guð- mundsson hóndi og verkamaður og Helga Hjartardótt- ir, ættuð frá Gufunesi í Mosfellssveit. Var inóðir hans að nokkru leyti alin upp hjá Magnúsi Stephensen í Viðey. Þriggja mánaða gamall fluttist Hjörtur með for- eldrum sínum að Gufunesi, en þar hjuggu þau í fimm ár eða til ársins 1888 að þau fluttu aflur til Reykja- víkur. Hafði faðir Hjartar keypt nýlegan bæ af Sigurði Friðrikssyni steinsmið. Var hærinn eftir það oftast nefndur Hansbær og stundum Litla-Klöpp, en hann stendur enn og er fyrir ofan húsið nr. 24 við Lauga- veg, þó hann teljist nú til Klapparstígs. í Félagsprentsmiðjunni. Hjörtur missti föður sinn árið 1894 og móður sína 1909. Hefur hann átt heirna í Revkjavík alla sína ævi að undanteknum þeim fimm árum, er hann var í Gufu- nesi. Hann var tíu ára, þegar faðir hans dó, en var eftir það hjá móður sinni til fjórtán ára aldurs. Skild- ust leiðir með honum og móður hans, þegar henni var ráðlagt af lækni að vera í sveil sökum sjúkleika, er hún þjáðist af. Var henni komið fyrir á góðu sveita- heimili uj)]ii á Kjalarnesi, en þar var hún allt til dauðadags. Fimmtán ára fór Hjörlur til móðurbróður síns, Hjartar Hjartarsonar trésmíðameistara og konu hans Sigríðar Hafliðadóttur, en þau voru bæði ættuð fró Gufunesi. Var Hjörtur hjá þeim til 17 ára aldurs. Þegar eftir fermingu fór Hjörlur að nema jirentiðn í prentsmiðju Einars Benediktssonar skálds, en var kölluð ,,Dagskrár“-prentsmiðja og dró nafn af blaði því, er Einar gaf út og hét „Dagskrá“. Hjörlur var ekki nema 13 ára, þegar hann hóf vinnu í prentsmsiðj- unni, en þar var hann í þrjú ár eða til ársins 1899. Réðist hann þá í Félagsprentsmiðjuna, sem Halldór Þórðarson bókbindari álti í þann tíma, og var Hjörtur þar í önnur þrjú ár. Varð hann þá að hætta við prent- iðnina sökum snerlis af blýeitrun, er hann hafði feng- ið, og fór hann eftir ráðum læknis. Þar sem Hirti sótt- ist nám þetta mjög vel að dómi yfirmanna hans og starfsbræðra, fannst honum sárt að þurfa að yfirgefa þessa iðn og þá framtíðarmöguleika, sem hennar virt- ust bíða. Langur vinnudagur hjá Brydesverzlun. Árið 1902 réðist Hjörtur til I.P.T. Brydesverzlunar í Reykjavík, og hefst þá ferill hans sem verzlunar- maður. Fyrstu árin vann þar sem byrjandi við ýmis- konar störf, er féllu til, en auk þess var hann við af- greiðslu í gömlu búðinni. Þarna ægði saman, eins og í svo mörgum búðum í þá daga, alls konar matvöru, búsáhöldum, járnvörum, pletlvörum, lömpum, vín- föngum, tóbaks- og sælgætisvörum ásamt ýmiskonar niðursuðu. Ennfremur seldi verzlunin kol, steinolíu, landbúnaðarvörur og margskonar vörur lil þilskipa. Álnavaran var höfð í sérstakri deild. Árið 1907 var gerð breyting á verzlunarhúsunum og þau bygp.ð upp að nýju í það horf að utan, sem þau eru í dag, en sem kunnugt er, þá eru þar nú til húsa veiðafæraverzlun- in Geysir og O. Johnson & Kaaber. Var bygging þessi með' nýtízku sniði og ekkert til sparað hvað allan frá- gang snerti, hvort sem um var að ræða utanhúss eða innan, enda hafði ekki áður sézt hér jafn skrautleg FRJÁLS VERZLUN 81

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.