Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 11
Gunvar GuÖjónsson, form. Verzlunarráðs íslands: Stefnt í rétta ótt líin'ða flutt á síðasta aðalfundi Verzlunarráðsins Er vér lítum yfir það ár, sem liðið er síðan Verzlunarráð Islands hélt seinasta aðalfund sinn, hlýtur svo að virðast, ekki aðeins frá vorum sjón- arhóli, heldur og allra annarra landsmanna, sem þeir atburðir hafi gerzt, sem kunni að marka tímamót í efnahagslegri þróun þessa lands. Að vísu fer því fjarri, að fullvíst sé, hvort stefnubreyt- ing sú, sem orðið hefir á undanförnu ári, sé til frambúðar, en hins vegar má fullyrða, að það hafi verið öllum þorra landslýðs ljóst, þegar að síðustu áramótum dró, að stöðva yrði þá cfnahagslegu helgöngu, sem þjóðin, mismunandi fús eða ófús, hafði þreytt á undanförnum árum, og birtist í, að því er virtist, óviðráðanlegri víxlhækkun kaup- gjalds og verðlags. Þessi aukni skilningur fólksins í landinu á þeirri staðreynd, að slík dýrtíðarskrúfa kæmi engum til góða, heldur leiddi þvert á móti til hruns innan fyrirsjáanlegrar framtíðar, olli þeirri hugarfars- breytingu, að minnsta kosti í svip, að meðvitundin um vilja fólksins til þess að hlíta skynsamlegum ráðstöfunum, ef upp á þær væri boðið, gaf meiri- hluta Alþingis og hinni nýju stjórn lofsvert áræði til þess að horfast í augu við staðreyndirnar, þann- ig að lögleiddar voru ráðstafanir í þeim tilgangi að stöðva dýrtíðarskrúfuna og leitast við að stefna inn á heilbrigða braut. ★ Sú stutta reynsla sein fengizt liefir af þessum ráðstöfunum leiðir greinilega í ljós, að stefnt hefir verið í rétta átt, en þess ber þó vitaskuld að minn- ast, að hér hafa aðeins verið stigin fyrstu sporin á þeirri braut, sem leiðir til efnahagslegs heilbrigðis, og eitt meginskilyrði fyrir því, að þau spor verði fleiri, er, að allir þegnar þjóðfélagsins neiti sér um að gera nokkrar þær kröfur, sem ekki byggjast ein- vörðtmgu á efldri getu atvinnuvega þjóðarinnar og fólksins sjálfs, til þess að fullnægja slikum kröfum í krafti aukinnar framlciðslu, aukinnar sparifjár- myndunar og bættra atvinnuhátta. I sérstaklega athyglisverðri og raunsærri grein, sem birt var í sumar, benti dr. Jóhannes Nordal með ljósum rökum á, hvert þróun efnahagsmálanna yrði að stefna, og hver endurskoðun efnahags- kerfisins yrði að fara fram, til þess að jafnvægi fengist í peningamálum og nauðsynleg efling at- vinnuveganna mætti eiga sér stað. Nefndi hann þar á meðal nauðsyn þess, að sköp- uð yrðu skilvrði fyrir rýmkun hafta og auknu frelsi í innflutningsverzlun í þeim tilgangi að stuðla að frjálsri verðmyndun og samkeppni. Ennfremur benti hann á nauðsyn þess að kveða niður þann verðbólguhugsunarhátt, sem tíðkazt hefir með þjóðinni, allt frá því að styrjöldinni lauk, en sú vantrú á verðgildi peninganna, sem hann felur í sér, hefir orðið til þess, að menn hafa haft tilhneig- ingu til þess að festa ekki einungis sparifé sitt, held- ur og allt það lánsfé, sem þeir gátu komizt yfir, í fasteignum eða öðru, sem þeir töldu að hækka myndi í verði jafnframt sem skuldirnar gufuðu að talsverðu leyti upp í verðbólgunni. Afleiðingin hef- ir orðið sú, að fjármagnið hefir ekki leitað þangað, sem það er nauðsynlegt fyrir þjóðarbúið, þ. e. a. s. til atvinnuveganna. Ræðir dr. Jóhannes Nordal í því sambandi nauðsyn þess að koma upp verð- bréfamarkaði, til þess að lögmál framboðs og eftir- spurnar fái notið sín, og fjármagn fengist bæði til framkvæmda hins opinbera og einstaklinga, án þess að slíks fjármagns þyrfti jafnan að afla með aukn- um sköttum, erlendum lánum og peningaþenslu. Er ekki að efa, að allir hérstaddir munu mjög sam- dóma sjónarmiðum greinarhöfundar. ★ Hugmyndin um verðbréfamarkað eða kaupþing, liefir verið á döfinni hjá Verzlunarráði íslands um nokkurt árabil, og var á sínum tíma reynt að koma henni á framfæri við stjórnarvöldin, en án árang- urs í það sinn. Munu hér á fundinum síðar verða bornar fram tillögur til ályktunar um þessi mál. Það liggur í augum uppi, að höfuðverkefni hverr- ar þeirrar rikisstjórnar, sem tekur við völdum að afloknum íhöndfarandi alþingiskosningum, lilýtur FRJÁLS VERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.