Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.11.1959, Qupperneq 20
Vi3 suðurhluta Argentínu getur orðið yiir 11 ra munur ó sjóvarborði milli ilóðs og íjöru. Fjara hefur verið þegar rayndin var tekin og eru því ullarballarnir iluttir um borð, þar sem skipin standa á þurru landi griparækt er stunduð á láglendinu en sauðfjárrækt, þar sem landið er hærra. Þarna er þó þriðja stærsta borg landsins, Córdoba, með um 440 þús. íbúa. Upphaflega byggðist hún sem samgöngumiðstöð, en nú hafa verið gerðar miklar vatnsaflsstöðvar í nágrenninu og margs konar iðnaður hefur risið upp í borginni, er nýtir hina ódýru raforku. Argentínska ullin þykir mjög góð Patagónía Þetta er syðsta og stærsta hérað Argentínu. Atvinnulíf er þar einhæft, fyrst og fremst sauðfjár- rækt, og uppbygging yfirleitt skammt á veg kom- in. Þó hafa fundizt jiarna olíulindir, og hefur 1600 km löng leiðsla verið lögð frá héraðinu til Buenos Aires til flutnings á jarðgasi. Og í surnum dölum Andesfjallanna, sums staðar þar sem landslag þykir mjög stórbrotið (þar eru t. d. jöklar), hafa verið byggð stór hótel, sem eru cinhver eftirsóttustu ferðamannahótel í Suður-Ameriku. Landakröfur handan hafsins Argentínumenn hafa gert landakröfur á hendur Bretum og vilja fá Falklandseyjar, Suður-Georgíu og fleiri eyjar auk vænnar sneiðar af Antarktíku (Suðurheimsskautslandinu), sem Bretar liafa helg- að sér. Þessar kröfur munu ckki byggðar á öðru en nálægðinni við Argentinu og hafa ekki verið háværar að undanförnu. ★ ★ ★ 20 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.