Frjáls verslun - 01.06.1960, Side 17
Á árunum frá 1860—1949 sk.apaðist þarna ein
mesta viðskiptamiðstöð Austurlanda. Duglegir
kaupsýslumenn i'luttust þangað unnvörpum, og
fljótt streymdu vörur frá öllum heimsálfum til
Hong Kong og var dreift þaðan um hið víð-
feðma Kína. Jafnframt náðu verzlunarfyrirtæki
í Hong Kong fljótt miklum tökum á útflutn-
ingsverzlun Kína, og í æ ríkara mæli voru kín-
verskar afurðir og framleiðsluvörur seldar á
heimsmarkaðnum fyrir milligöngu þeirra.
Við kínversku byltinguna 1949 verður mikil
breyting á, þegar Kína lokar dyrum sínum með
„Bambustjaldinu“. En hinir reyndu og auðugu
kaupsýslumenn, sem nutu sérstakra ívilnana af
hálfu brezku krúnunnar, bæði hvað snerti við-
skiptafrelsi og skattfríðindi, voru fljótir að átta
sig á hinum nýju viðhorfum. Á ótrúlega skömm-
um tíma er byggt upp í Hong Kong iðnaðar-
stórveldi, sem veitir hinu nýja Kína og ná-
grannaríkinu í austri, Japan, harða samkeppni.
Aðstæðurnar voru að vísu mjög góðar að ýmsu
leyti. Viðskiptasambönd traust um víða veröld,
mikið fjármagn fyrir hendi og gnótt af ódýru
vinnuafli.
Eini iðnaðurinn, sem framan af hafði náð
nokkurri teljandi grósku-, voru skipasmíðar og
skipaviðgerðir, og í dag er sá iðnaður risavax-
inn í Hong Kong. En þar eru nú að auki starf-
andi hvorki meira né minna en 3000 nýtízku iðju-
ver, sem framleiða hvers kyns varning, frá saum-
nálum til stærstu véla. Þar eru 700 vefnaðar-
vöruverksmiðjur; 400 verksmiðjur, er framleiða
úr léttmálmi, svo sem búsahöld og fleira; 150
verksmiðjur, sem framleiða plast- og gúmmí-
vörur; 100 skóverksmiðjur; 70 verksmiðjur, sem
framleiða rafhlöður og luktir; 50 verksmiðjur,
sem framleiða reipi og kaðla; og svo mætti lengi
telja.
Nefna má sem dæmi um hina gífurlegu vöru-
flutninga um Hong Kong, að árið 1957 voru
fermdar og affermdar 30 milljónir tonna af varn-
ingi í höfninni þar. — I árslok 1958 var tekinn
í notkun nýr og fullkominn flugvöllur í Hong
Kong, sem var að mestu leyti byggður út í
höfnina með uppfyllingu, sökum þess, að land-
rými var ekki fyrir hendi. Nær 20 flugfélög
hafa þar nú fasta viðkomu, og eru samgöngur
því mjög greiðar.
í Hong Kong eru nú starfandi yfir 1500 skól-
ar. Þar var stofnaður háskóli árið 1912, og
Framh. á bls. 20
f j| rnm
iWmtliÍfirr
Þéttbýli er geysimikið í Hong Kong. Ibúafjöldinn hefur tvöfaldazt síðan 1946. í lok síðasta árs voru íbúarnir nærri 3 milljónir. og
í árslok 1961 er búizt við að þeir verði allt að 3,6 millj. Fólksfjölgunin er að nokkru leyti afleiðing hárrar fæðingartölu, en mest
fjölgar þó vegna flóttamanna og innflytjenda frá Kína. Flóttamannavandamálið er sérstaklega alvarlegt vegna þess, að fá lönd
vilja taka við kínverskum innflytjendum, og ekkert þeirra nema í mjög litlum mæli. — Húsnæðisvandræðin eru gifurleg og búa
300 þús manna í húsnæði, sem er svipað eða verra en það, sem myndin til hægri sýnir. Einnig búa ijölmargir í bátum á víkum
og sundum. Mikið er gert til þess að reyna að bæta ástandið og sýnir myndin til vinstri smáhýsi, sem byggð hafa verið yfir
fyrir flóttamenn, fyrir fé sem safnað hefur verið erlendis.
FRJALS VERZLUN
17