Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 20
verkefni voru rædd og leyst. Þá voru sýndar og útskýrðar fjölmargar kvikmyndir í sambandi við kennslu í sölufræði og vörufræði. Var mjög vandað til vals á kvikmyndum, enda voru þær afbragðs- góðar og gagnlegar. Sem liður í kennslu í sölufræði og vörufræði voru einnig heimsóttar margar verzl- anir og fyrirtæki og voru ýmis vandamál tekin fyrir og rædd í fyrirtækjunum. Var slíkt til hins mesta gagns fyrir nemendur. Skólastjóri Verzlunarskóla íslands, dr. Jón Gísla- son, sleit námskeiðinu lö. maí sl. og afhenti nem- endum prófskírteini. Hæsta einkunn að þessu sinni hlaut Kristján Kristjánsson starfsmaður hjá Síld og Fisk, og hlaut hann bókaverðlaun fyrir góða frammistöðu. Það er samdóma álit allra, sem fylgzt hafa með þessu námskeiði Verzlunarskóla Islands fyrir af- greiðslufólk, að það hafi tekizt með ágsetum og að fengizt hafi dýrmæt reynsla, sem byggja megi á framtíðarstarf Verzlunarskólans á þessu sviði. HONG KONG , , , Framh. af bls. 17 Verksmiðjubyggingar í Hong Kong eru venjulega hafðar margra hæða til þess að nýta landrými sem bezt. Nemendur að störfum í æfingabúð Verzlunarskólans TTnnmrrr stunda þar nú 1000 nemendur nám í fagurfræði, læknisfræði, verkfræði og byggingarlist. Enda þótt hin stutta saga Hong Kong ein- kennist mjög af auðsköpun, hefur hin öra fólks- fjölgun síðari árin haft í för með sér flest vaxtar- mein stórborga. Húsnæðisvandræði eru gífur leg. Hundruð þúsunda manna búa í hreysum, sem þættu léleg gripahús hér á landi, og mikill fjöldi fólks hefst við í opnum bátum, sem þekja heilar víkur og voga. Alþjóða-Rauði krossinn hefur tekizt á herðar að sjá hinum aðþrengd- ustu fyrir nokkurri matbjörg, og er tvisvar sinn- um á dag úthlutað hrísgrjónaskammti í fátækra- hverfunum. Hong Kong er í dag ein þýðingarmesta við- skipta- og framleiðslumiðstöð heims, en stjórn- málaátök heimsveldanna geta þó skyndilega gjörbreytt aðstöðu hennar. Eáir trúa því, að Kína muni sætta sig við brezk yfirráð í Hong Kong til loka þessarar aldar, samkvæmt samn- ingnum frá 1899, og varla lengur en þeir telja sig hafa hag af dugnaði brezkra kaupsýslu- manna. Ef til samningsuppsagnar kemur virðist það augljóst, að Bretar eiga einskis annars úr- kosti en láta af hendi þessa dýrmætu nýlendu sína gegn bezta fáanlega boði. 20 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.