Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Side 2

Frjáls verslun - 01.11.1961, Side 2
Jakob Gíslason, raíorkumálasijóri: Um vatnsail a fslandi og notkun þess 1. Hið verga vatnsaíl Á ýmsum tímum hafa menn reynt að gera sér grein fyrir því, hve mikið allt vatnsafl íslands væri að vöxtum. I ritgerð, sem birtist. með nefndaráliti Fossanefndar árið 1923, komst Jön Þorláksson að þeirri niðurstöðu, að virkjanlegt vatnsafl þessa lands væri um 4 milljónir hestafla, en það svarar til um það bil 25.000 Gwh á ári (Gwh := 1.000.000 kwh). Hann varð að áætla vatnsaflið út frá mjög ófullkominni vitneskju bæði um framrennsli og virkjunarstaðhætti í flestum ám landsins. I’essi rit- gerð Jóns Þorlákssonar var þó hin gagnmerkasta, og var stuðzt við áætlun Jóns um vatnsaflið í um Jaið bil aldarfjórðung. Árið 1951 tók Sigurður Thoroddsen, verkfræð- ingur, sér fyrir hendur að taka saman nýja grein- argerð um vatnsafl íslands. Voru nú fyrir hendi töluvert ýtarlegri upplýsingar um rennsli hinna helztu fallvatna, þótt enn væru þær að vísu ófull- koninar. Um virkjunarstaðhætti við árnar var að vísu ekki mjög mikið meira vitað en þá, er Fossa- nefndin sat að störfum, og varð Sigurður að styðjast að mestu við herforingjaráðskortin af íslandi. Virkj- unartækni hafði æði mikið farið fram, og gengur Sigurður út frá, að fullkomnustu tækni sé beitt við beizlun vatnsaflsins og )>á viðhöfð jarðgangna- gerð og neðanjarðarvirkjun í stórum stíl, og vatni safnað saman til stórvirkjana á sem fæstum stöð- um. í greinargerð Sigurðar er fyrst og fremst um að ræða áætlun um heildarmagn virkjanlegs vatns- afls á íslandi, án nánari útreikninga á því, að hve miklu Jeyti virkjun þess gæti orðið fjárhagslega hagkvæm. Yfirlit Sigurðar yfir virkjanlegt vatns- afl á íslandi var á þessa leið: Vatnaisoœði Vatnsorka Ár l:m2 Gioh/ári Þjórsá 7.500 13.000 Jökulsá á Fjöllum 7.900 6.000 Hvít.á 4.300 2.000 Jökulsá á Brú 3.500 2.000 Aðrar jökulár (6) 17.800 5.500 Sogið 1.200 600 Laxá 2.300 600 Aðrar ár 58.500 8.300 Alls 103.000 38.000 2. Fjórhagslega hagkvæmar virkjanír Síðan Sigurður Thoroddsen tók saman yfirlit sitt yfir tæknilega virkjanlegt vatnsafl á íslandi, hefur mikið verið unnið að rannsóknum á virkjunarskil- yrðum í stórám landsins. Fram hafa farið í stórum stil vatnamælingar, landmælingar, jarðfræðilegar athuganir, jarðboranir, jarðgrunnsrannsóknir, áætl- anagerðir o. s. frv. Þó er vart hægt að segja, að rannsóknirnar séu nema á byrjunarstigi, og mun verða að verja til þeirra til muna meira fé á næstu árum en undanfarin ár. Markmið virkjunarrannsóknanna er að sjálfsögðu að komast að niðurstöðu um, hvernig hagnýta má vatnsafl landsins með sem hagkvæmustu móti Fljót- lega kemur þá í ljós, að verulegan hluta hins tækni- lega virkjanlega vatnsafls er of kostnaðarsamt að beizla, til jæss að orka Jæss geti að verði til orðið samkeppnisfær við orku frá öðrum orkugjöfum. Út frá þeirri vitneskju, sem þegar hefur fengizt, hefur verið stillt upp bráðabirgðaáætlun um magn þess vatnsafls, sein telja megi hagkvæmt að virkja, mið- 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.