Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Page 7

Frjáls verslun - 01.11.1961, Page 7
á að sýna líklegan meðalvirkjunarkostn- að hér á landi á verðlagi ársins 1060, miðað við virkjunarstærð. Er þá stuðzt við ýmsar virkjunaráætlanir, sem ný- lega hafa verið gerðar, svo sem um virkjun Dettifoss og Vigabergsfoss í Jökulsá á Fjöllum, og við raunveruleg- an kostnað nokkurra nýlegra virkjana, svo sem Steingrímsstöð, Grímsá, Mjólká og lleiðhjalla við Bolungavík. Eins og línuritið ber með sér, eru taldar líkur til að virkjunarkostnaður komist niður í 9000 kr. á kílówatt, þeg- ar virkjunarstærð er komin upp í 100.000 kílówött, og fari þá enn lækkandi með aukinni virkjunarstærð. Kostnaðarverð raforku frá slíku orkuveri yrði þá 12— 13 aurar á kílówattstund, en ofan á það leggst flutn- ingskostnaður frá orkuveri til verksmiðju. Nýlega hafa borizt hingað upplýsingar um virkj- unarkostnað í Svíþjóð. Er fróðlegt að gera saman- burð á honum og þeim meðalvirkjunarkostnaði hér á landi, er um ræðir að framan. Þetta er gert á 4. mynd. Línan er hin sama sem á 3. mynd, en punkt- arnir sýna virkjunarkostnaðinn í Svíþjóð í íslenzk- um krónum á kílówatt samkvæmt hinum sænsku upplýsingum. Kostnaðartölurnar sænsku eru i heimildarritinu allar færðar til verðlagsins í Sví- þjóð á árinu 1950. Hér hefur svo sænsku tölunum einfaldlega verið breytt í ísl. krónur samkvæmt opinberu gengi ársins 1960. Samanburður sem þessi gefur tilefni til margvíslegra athugasemda og nokk- urrar gagnrýni, en út í það skal ekki farið nánar hér. Fljótt á litið virðist virkjunarkostnaður í Sví- þjóð lig'gja nokkuð nærri því, sem við nú teljum meðallag hér á íslandi, en þó aðeins lægra. Sænsku tölurnar sýna einnig að virkjunarkostnaður lækkar með stækkandi virkjunareiningum á líkan hátt og við reiknum með liér á landi, enda þótt einstök frávik séu frá þeirra reglu vegna sérstakra að- stæðna. Það er augljós vinningur að því að geta horfið frá smávirkjun til hinna stærri. í þvi skyni þurfum við að tengja saman hin aðskildu orkuveitusvæði þessa lands í færri og stærri orkuveitukerfi, þannig að virkja megi í einu fyrir heila landshluta eða jafnvel fleiri saman. Stórvirkari í þcssum efnum mvndi þó meiri háttar rafefnaiðnaður í landinu verða, er leyfði, að fljótlega væri farið i 100.000 kílówatta virkjanir og þaðan af stærri. Skattamál , . . Framh- af bls-8 reynist hlutur einstaklingsins betri en atvinnurek- andans. Og eitt verður að liafa í huga: að atvinnu- reksturinn ber ávallt útsvar, þ. e. a. s. veltuútsvar, J)ótt engar tekjur séu af rekstri. Áheyrendur góðir. Ég veit að ykkur þykir ykkar hluti af sköttum og útsvörum hár, en hann er þó vægilegur samanborið við þau gjöld, sem atvinnu- reksturinn hefur orðið við að búa undanfarna ára- tugi. Það er nauðsyn að skapa almenningsálit til styrktar væntanlegum breytingum á sköt.tum og útsvörum atvinnulífsins. Hafið hugfast, að með fjárhagslega traustum atvinnurekstri og einkafram- taki skapast traust atvinnu- og athafnalíf í þessu landi, lil hagsbóta fyrir allan almenning. Það er því krafa allra, sem unna einkaframtaki og kjósa hagsæld þjóð vorri til handa, að létt verði á skatt- klyfjum atvinnulífsins. r--------------------------------------------------v Leiðrétting: í ágúst-sept.-hefti Frjálsrar Verzlunar misprentaðist nafnið — Tormod Balckevig \_________________________________________________> FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.