Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 17
fallegri, ef við hefðum byggt færri í einu, dreift byggingu þeirra á lengra tímabil. Sama má ef til vill segja um sum félagsheimilin. Þjóð, sem vantar fé í uppbyggingu atvinnuvega, á að bcita lánastefnu í íbúðamálum alveg á sérstak- an hátt. T. d. þannig, að sem mest verði byggt af einföldum, ódýrum íbúðum og þannig, að frístunda- vinna eigenda nýtist sem bezt. Það má ekki lána fé í verksmiðju, er byggir á síld, sem kemur eitt ár í einn fjörð — og ekki í byggingu t.ogara, sem eru að missa sín beztu mið, bæði vegna ofveiði og af öðrum ástæðum. Markaðsbandalag Það kann að virðast út í hött að skrifa nú grein um uppbyggingu efnahagslífsins, án þess að minn- ast á viðskipta- og markaðsbandalög þau, sem nú eru í uppsiglingu og þegar komin á fót í Evrópu. f j)ví sambandi vil ég leggja áherzlu á, að auð- vitað þurfum við að byggja upp efnahagslíf okkar, hvað sem öllum bandalögum líður, en jió er mikil- vægt fyrir uppbygginguna að sem fyrst verði ljóst, hvað í vændum er í þeim efnurn. Um afstöðu okkar til bandalaganna vil ég annars segja þetta: Ég trúi því fastlega, að við munum geta komizt inn í einhvers konar tollabandalag, helzt við Evr- ópuríkin, en ef ekki jíau, j)á við Bandarikin, og að okkur beri að stefna að tollabandalagi. En við get- um ekki lagt í þá áhættu að opna land okkar öllum, eins og verða mundi, ef við gengjum inn í mark- aðsbandalag sem fullgildir aðilar, samkvæmt hinum svonefnda Rómarsamningi. Ástæðan er einfaldlega sú, að okkar sögulega hlutverk meðal jjjóðanna er að varðveita okkar fornu, stórmerkilegu tungu og bókmenntaarf. Við erum varðveitendur einnar hinn- ar merkilegustu menningarlegu perlu, j)ar sem tunga okkar er. Og svo vill til, að þessi tunga er frumtunga annarra norríenna tungumála og að nokkru leyti einnig bæði þýzku og ensku. Ég trúi því, að okkur muni auðnast að laða þessar vina- þjóðir okkar til skilnings á okkar menningarsögu- lega hlutverki að jiessu leyti, og að J)ær muni reyn- ast fúsar til að vcita okkur J)ær undanj)águr, sem nauðsynlegar eru til J)ess, að við þurfum ekki að leggja hinn dýrmæta fjársjóð í hættu — því að Jæssi menningarfjársjóður hlýtur einnig að vera dýrmæt- ur frá J)eirra sjónarmiði. Ekkcrt munar J)essar þjóðir um að veita okkur aðstöðu til tollabandalags, án þess að opna land okkar. Slíkt væri lágt gjald til varðveizlu svo dýr- mætra menningarlegra fornminja sem tunga vor og saga er. Ég vík svo að síðustu aftur að J)ví, sem er aðal- efni þessarar greinar, en J)að er, að við verðum að gerast betri búhöldar í landi okkar en við höfum verið síðustu áratugi. Og breytingin tel ég að þurfi einkum að liggja í breyttri stefnu í efnahagsmál- um, og J)á sér í lagi í fjárfestingarmálunum. Mcð ótal ráðum má haga peningapólitíkinni þannig, að spörun laðist fram í þjóðfélaginu. Þannig má laða J)jóðina til þess að „fresta neyzlu“, meðan á uppbyggingu stendur. Sagan um fólkið á Efri-Steinsstöðum og Neðri- Stcinsstöðum gæti e. t. v. skýrt, hvað ég á við. Á Efri-Steinsstöðum fór bóndinn að vilja barna sinna, scm kröfðust glæsilegs íbúarhússs, dýrra húsgagna, vandaðs vegar heim að bænum og jeppabíls. En fjármálageta og lánsmöguleikarnir voru ekki lagðir í ræktun og bústofnsaukningu eða fjárhús. Bónd- inn á Neðri-Steinsstöðum daufheyrðist við kröfum fjölskyldunnar um nýtt íbúðarhús og ríkuleg hús- gögn, en stækkaði búið og byggði góð fjárhús og keypti dráttarvél. Bóndinn á Efri-Steinsstöðuin flosnaði upp, en bóndinn á Neðri-Steinsstöðum er nú vel í efnum og býr góðu búi á báðum jörðunum. Við íslendingar eigum nú að fara að líkt og bóndinn á Neðri-Steinsstöðum, Jiví að annars meg- um við búast við að flosna upp með einhverjum hætti og betri bændur, e. t. v. frá öðrum löndum, taki við búi okkar. Við megum ekki bregðast okkar sögulega hlutverki og við megum ekki flosna upp af okkar fagra og söguríka landi. FR.T A LS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.